Ísland á möguleika á að vera meðal stærstu þjóða í fiskeldi

Ísland gæti orðið fjórða stærsta land í heimi í fiskeldi gangi spá Boston Consulting Group eftir, sagði framkvæmdastjóri hjá SalMar sem er næststærsta laxeldisfyrirtæki í heimi.
Tengdar fréttir

Eldisfyrirtæki þurfa að eiga viðskipti sín á milli um svæði fyrir árið 2028
Læra á af reynslu Norðmanna og Færeyinga af fiskeldi. Þess vegna mun einungis eitt eldisfyrirtæki fá að vera með starfsemi á hverju svæði fyrir sig. Fyrirtækin hafa til ársins 2028 til að eiga viðskipti sín á milli til að leysa úr stöðunni, upplýsti skrifstofustjóri hjá matvælaráðuneytinu.

Laxeldið First Water eykur hlutafé um ríflega tólf milljarða
First Water, sem áður hét Landeldi og vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn, hefur lokið hlutafjáraukningu að andvirði 82 milljóna evra, eða um 12,3 milljarða króna. Fjárfestingarfélagið Stoðir er áfram stærsti hluthafi First Water eftir hlutafjáraukninguna.

Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja
Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi.

Ice Fish Farm stefnir á að sækja 6,5 milljarða króna í aukið hlutafé
Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm á Austfjörðum hyggst sækja jafnvirði 6,5 milljarða íslenskra króna í aukið hlutafé. Núverandi hluthafar, þar á meðal tvö íslensk félög, munu leggja til bróðurpart fjárhæðarinnar.

Fyrsti áfangi landeldis í Eyjum mun kosta 25 milljarða
Félagið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) vinnur að því að koma á fót landeldi á laxi í Vestmannaeyjum. Horft er til þess að framleiða í fyrsta áfanga um 15 þúsund tonn af laxi á seinni hluta árs 2027 með mögulega stækkun í 30 þús tonn. Um er að ræða um 25 milljarða króna fjárfestingu í fyrsta áfanga. Starfsmenn verða um 100.

Veðja á nýja atvinnugrein og áforma tugmilljarða hlutafjársöfnun
Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum.