Telja menn hafa verið í Ameríku mun fyrr en áður var talið Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2023 16:10 Hér má sjá hluta fótsporanna sem um ræðir. AP/Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna Útlit er fyrir að menn hafi verið komnir til Ameríku þúsundum ára áður en hingað til hefur verið talið. Þetta sýna nýjar rannsóknir á steingerðum fótsporum manna frá botni forns stöðuvatns. Vísindamenn birtu fyrir tveimur árum niðurstöður rannsóknar sem sýndu fram á að steingerð fótspor frá White Sands þjóðgarðinum í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum væru 20 til 23 þúsund ára gömul. Sú rannsókn byggði á aldursgreiningu fræja sem fundust í fótsporunum. Fótsporin sjálf fundust í jaðri forns uppþornaðs stöðuvatns. Margir gagnrýndu framkvæmd rannsóknarinnar. Meðal annars var talið mögulegt að fræin, sem komu frá vatnaplöntum hefðu dregið í sig mun eldri kolefni úr vatninu og þannig gæti kolefnaaldursgreining reynst röng um þúsundir ára. Rannsóknin var því af mörgum ekki talinn afsanna kenningar um að menn hafi borist til heimsálfurnar yfir landbrú milli Rússlands og Alaska fyrir um fimmtán þúsund árum eða svo. Þessi nýja kenning fékk þó byr undir báða vængi á dögunum þegar niðurstöður nýrrar rannsóknar voru birtar á vef Science. Nú hafa vísindamenn aldursgreint bæði frjókorn og kvarts-agnir sem fundist hafa í sömu jarðlögum og fótsporin steingerðu og fengu þeir einnig þá niðurstöðu að þau væru tuttugu til 23 þúsund ára gömul. Hér að neðan má sjá frétt PBS frá apríl í fyrra um fótsporin. Svo stórar uppgötvanir alltaf umdeildar AP fréttaveitan hefur eftir einum vísindamannanna sem komu að rannsókninni frá 2021 að uppgötvanir sem þessar séu alltaf umdeildar, því þær umbylti því sem við teljum okkur vita. Þessar tilteknu rannsóknir snúi að því hvernig maðurinn dreifðist um jörðina. Annar vísindamaður sem rætt var við, sem kom að hvorugri rannsókninni, segist nú sannfærður um að kenningin um landbrúna sé röng. Það að þrjár mismunandi rannsóknaraðferðir hafi komist að svo líkri niðurstöður gefi sterklega til kynna að þær séu réttar. Í samtali við Washington Post slá aðrir sérfræðingar á svipaða strengi og segja vísindamennina hafa sterk sönnunargögn í höndunum. Þúsundir fótspora hafa fundist í White Sands og hafa sýnt að börn léku sér þar og að menn veiddu stærðarinnar letidýr. Fótspor letidýranna voru í fyrstu talin sönnun þess að Stórfótur væri til. Sporin eru þó að skemmast hægt og rólega vegna veðrunar. Bandaríkin Fornminjar Vísindi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Vísindamenn birtu fyrir tveimur árum niðurstöður rannsóknar sem sýndu fram á að steingerð fótspor frá White Sands þjóðgarðinum í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum væru 20 til 23 þúsund ára gömul. Sú rannsókn byggði á aldursgreiningu fræja sem fundust í fótsporunum. Fótsporin sjálf fundust í jaðri forns uppþornaðs stöðuvatns. Margir gagnrýndu framkvæmd rannsóknarinnar. Meðal annars var talið mögulegt að fræin, sem komu frá vatnaplöntum hefðu dregið í sig mun eldri kolefni úr vatninu og þannig gæti kolefnaaldursgreining reynst röng um þúsundir ára. Rannsóknin var því af mörgum ekki talinn afsanna kenningar um að menn hafi borist til heimsálfurnar yfir landbrú milli Rússlands og Alaska fyrir um fimmtán þúsund árum eða svo. Þessi nýja kenning fékk þó byr undir báða vængi á dögunum þegar niðurstöður nýrrar rannsóknar voru birtar á vef Science. Nú hafa vísindamenn aldursgreint bæði frjókorn og kvarts-agnir sem fundist hafa í sömu jarðlögum og fótsporin steingerðu og fengu þeir einnig þá niðurstöðu að þau væru tuttugu til 23 þúsund ára gömul. Hér að neðan má sjá frétt PBS frá apríl í fyrra um fótsporin. Svo stórar uppgötvanir alltaf umdeildar AP fréttaveitan hefur eftir einum vísindamannanna sem komu að rannsókninni frá 2021 að uppgötvanir sem þessar séu alltaf umdeildar, því þær umbylti því sem við teljum okkur vita. Þessar tilteknu rannsóknir snúi að því hvernig maðurinn dreifðist um jörðina. Annar vísindamaður sem rætt var við, sem kom að hvorugri rannsókninni, segist nú sannfærður um að kenningin um landbrúna sé röng. Það að þrjár mismunandi rannsóknaraðferðir hafi komist að svo líkri niðurstöður gefi sterklega til kynna að þær séu réttar. Í samtali við Washington Post slá aðrir sérfræðingar á svipaða strengi og segja vísindamennina hafa sterk sönnunargögn í höndunum. Þúsundir fótspora hafa fundist í White Sands og hafa sýnt að börn léku sér þar og að menn veiddu stærðarinnar letidýr. Fótspor letidýranna voru í fyrstu talin sönnun þess að Stórfótur væri til. Sporin eru þó að skemmast hægt og rólega vegna veðrunar.
Bandaríkin Fornminjar Vísindi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent