Þrenna Erlings, tvenna Kjartans Henry, skjöldur á loft og öll hin mörkin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. október 2023 11:30 Skjöldurinn við það að fara á loft. Vísir/Hulda Margrét Lokaumferð Bestu deildar karla fór fram í gær að einum leik undanskildum. Erling Agnarsson skoraði þrennu áður en Víkingar lyftu Íslandsmeistaraskildinum, Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvennu gegn sínum gömlu félögum og ÍBV féll eftir jafntefli í gegn Keflavík. Í Víkinni var silfurlið Vals í heimsókn. Það var snemma ljóst hvort liðið ætlaði að enda tímabilið á sigri en Víkingar, sem tóku við Íslandsmeistaraskildinum að leik loknum, sýndu sínar bestu hliðar. Klippa: Besta deild karla: Víkingur 5-1 Valur Erlingur Agnarsson skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistarana og Aron Elís Þrándarson gerði tvennu. Aron Jóhannsson skoraði mark Vals í leiknum. Að leik loknum fögnuðu Víkingar svo vel og innilega. Klippa: Skjöldur á loft í Fossvogi Í Hafnafirði var KR í heimsókn. FH hafði þegar tryggt sér Evrópusæti og ljóst var að Vesturbæingar myndu ekki leika í Evrópu á næstu leiktíð. Það var því aðeins stoltið undir í Kaplakrika. KR-ingurinn fyrrverandi Kjartan Henry Finnbogason virtist vita það manna best en hann skoraði tvö mörk FH í 3-1 sigri liðsins. Dani Hatakka skoraði þriðja mark FH en Ægir Jarl Jónasson skoraði mark KR í leiknum. Klippa: Besta deild karla: FH 3-1 KR Fylkir þurfti á sigri að halda gegn Fram en bæði lið voru í fallhættu fyrir lokaumferð deildarinnar. Segja má að Fylkir hafi þó aldrei verið í hættu eftir að leikurinn var flautaður á, lokatölur 5-1 heimamönnum í Árbænum í vil. Pétur Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir Fylki á meðan þeir Arnór Breki Ástþórsson, Nikulás Val Gunnarsson og Benedikt Daríus Garðarsson skoruðu eitt hver. Aron Snær Ingason skoraði mark Fram. Klippa: Besta deild karla: Fylkir 5-1 Fram Þar sem Keflavík náði í stig í Vestmannaeyjum þá hélt Fram sér uppi á meðan ÍBV féll. Muhamed Alghoul skoraði mark Keflavíkur en Eiður Aron Sigurbjörnsson jafnaði metin fyrir ÍBV og þar við sat, lokatölur 1-1. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Keflavíkur Að lokum vann KA 1-0 sigur á HK á Akureyri. Harley Bryn Willard með markið. Klippa: Mörkin úr leik KA og HK Lokaleikur tímabilsins fer fram klukkan 14.00 í dag þegar Breiðablik og Stjarnan mætast á Kópavogsvelli. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og Stúkan gerir leiki lokaumferðarinnar og tímabilið í heild sinni svo upp klukkan 16.00. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira
Í Víkinni var silfurlið Vals í heimsókn. Það var snemma ljóst hvort liðið ætlaði að enda tímabilið á sigri en Víkingar, sem tóku við Íslandsmeistaraskildinum að leik loknum, sýndu sínar bestu hliðar. Klippa: Besta deild karla: Víkingur 5-1 Valur Erlingur Agnarsson skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistarana og Aron Elís Þrándarson gerði tvennu. Aron Jóhannsson skoraði mark Vals í leiknum. Að leik loknum fögnuðu Víkingar svo vel og innilega. Klippa: Skjöldur á loft í Fossvogi Í Hafnafirði var KR í heimsókn. FH hafði þegar tryggt sér Evrópusæti og ljóst var að Vesturbæingar myndu ekki leika í Evrópu á næstu leiktíð. Það var því aðeins stoltið undir í Kaplakrika. KR-ingurinn fyrrverandi Kjartan Henry Finnbogason virtist vita það manna best en hann skoraði tvö mörk FH í 3-1 sigri liðsins. Dani Hatakka skoraði þriðja mark FH en Ægir Jarl Jónasson skoraði mark KR í leiknum. Klippa: Besta deild karla: FH 3-1 KR Fylkir þurfti á sigri að halda gegn Fram en bæði lið voru í fallhættu fyrir lokaumferð deildarinnar. Segja má að Fylkir hafi þó aldrei verið í hættu eftir að leikurinn var flautaður á, lokatölur 5-1 heimamönnum í Árbænum í vil. Pétur Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir Fylki á meðan þeir Arnór Breki Ástþórsson, Nikulás Val Gunnarsson og Benedikt Daríus Garðarsson skoruðu eitt hver. Aron Snær Ingason skoraði mark Fram. Klippa: Besta deild karla: Fylkir 5-1 Fram Þar sem Keflavík náði í stig í Vestmannaeyjum þá hélt Fram sér uppi á meðan ÍBV féll. Muhamed Alghoul skoraði mark Keflavíkur en Eiður Aron Sigurbjörnsson jafnaði metin fyrir ÍBV og þar við sat, lokatölur 1-1. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Keflavíkur Að lokum vann KA 1-0 sigur á HK á Akureyri. Harley Bryn Willard með markið. Klippa: Mörkin úr leik KA og HK Lokaleikur tímabilsins fer fram klukkan 14.00 í dag þegar Breiðablik og Stjarnan mætast á Kópavogsvelli. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og Stúkan gerir leiki lokaumferðarinnar og tímabilið í heild sinni svo upp klukkan 16.00.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira