Meiriháttar gleði og minniháttar klúður Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. október 2023 10:57 Selma Björnsdóttir og Regína Ósk stýrðu árshátíð Rio Tinto á meðan Vök spilaði alla sína slagara í Eldborg. Regína Ósk/Mummi Lú Það var skálað fyrir ástinni og álinu í Hörpu í gærkvöldi á meðan ein vinsælasta rokkhljómsveit landsins fyllti Eldborg. Múgur og margmenni skemmti sér konunglega í tónlistarhúsi allra landsmanna. Veislustýrur fengu óvænt ný nöfn þegar þær voru kynntar á svið. Hljómsveitin Vök hélt upp á tíu ára afmæli sveitarinnar með stórtónleikum í Eldborg. Þangað létu eldheitir aðdáendur sveitarinnar sig ekki vanta og úr varð mikil tónlistarveisla, fyrir eyru sem augu. Margrét Rán og Einar Hrafn í Vök ræddu tímamótin við Ívar Guðmundsson í vikunni. Vök hefur gefið út fjölda vinsælla laga á tíu ára ferli en auk þess hafa myndbönd sveitarinnar vakið athygli. Running Wild er dæmi um það. Ekki var stemmningin minni í Norðurljósasalnum þar sem Elísabet Guðrún Björnsdóttir, nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Kviku, og Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur buðu til brúðkaupsveislu. Hjónin kynntust í verkfræðinámi við Háskóla Íslands og eru sannkallað verkfræðipar. Klara Elías söng fyrir gesti auk þess sem Emmsjé Gauti tryllti lýðinn eins og honum einum er lagið. Átta ár eru liðin síðan Sindri Sindrason tók hús á Elísabetu Guðrúnu og Bjarna þegar þau voru búsett í London. Í Silfurbergi í Hörpu mættu starfsmenn álversins í Straumsvík á árshátíð Rio Tinto. Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, bauð gesti velkomna. Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL í Straumsvík, er ekki mikill Eurovision-aðdáandi ef marka má misskilning gærkvöldsins.Vísir/Egill Hún átti fyrsta brandara kvöldsins þegar hún kynnti veislustjórana á svið, Rakel Ósk og Selmu Björk. Gestir skelltu upp úr þegar söng- og vinkonurnar Regína Ósk Óskarsdóttir og Selma Björnsdóttir mættu á sviðið. Regína grínaðist með nýja nafnið sitt, hún hefði aldrei verið kölluð Rakel en stundum Raketta Ósk því það væri stundum eins og hún væri með rakettu í rassinum. Ari Eldjárn mætti og skemmti fólki með sínum einstaka húmor áður en starfsfólk dreif sig á gólfið og dansaði í takt við slagara Abba og fleiri góð lög. Aron Can spilaði sína helstu slagara áður en Bandmenn tóku völdin. Samkvæmislífið Harpa Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Hljómsveitin Vök hélt upp á tíu ára afmæli sveitarinnar með stórtónleikum í Eldborg. Þangað létu eldheitir aðdáendur sveitarinnar sig ekki vanta og úr varð mikil tónlistarveisla, fyrir eyru sem augu. Margrét Rán og Einar Hrafn í Vök ræddu tímamótin við Ívar Guðmundsson í vikunni. Vök hefur gefið út fjölda vinsælla laga á tíu ára ferli en auk þess hafa myndbönd sveitarinnar vakið athygli. Running Wild er dæmi um það. Ekki var stemmningin minni í Norðurljósasalnum þar sem Elísabet Guðrún Björnsdóttir, nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Kviku, og Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur buðu til brúðkaupsveislu. Hjónin kynntust í verkfræðinámi við Háskóla Íslands og eru sannkallað verkfræðipar. Klara Elías söng fyrir gesti auk þess sem Emmsjé Gauti tryllti lýðinn eins og honum einum er lagið. Átta ár eru liðin síðan Sindri Sindrason tók hús á Elísabetu Guðrúnu og Bjarna þegar þau voru búsett í London. Í Silfurbergi í Hörpu mættu starfsmenn álversins í Straumsvík á árshátíð Rio Tinto. Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, bauð gesti velkomna. Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL í Straumsvík, er ekki mikill Eurovision-aðdáandi ef marka má misskilning gærkvöldsins.Vísir/Egill Hún átti fyrsta brandara kvöldsins þegar hún kynnti veislustjórana á svið, Rakel Ósk og Selmu Björk. Gestir skelltu upp úr þegar söng- og vinkonurnar Regína Ósk Óskarsdóttir og Selma Björnsdóttir mættu á sviðið. Regína grínaðist með nýja nafnið sitt, hún hefði aldrei verið kölluð Rakel en stundum Raketta Ósk því það væri stundum eins og hún væri með rakettu í rassinum. Ari Eldjárn mætti og skemmti fólki með sínum einstaka húmor áður en starfsfólk dreif sig á gólfið og dansaði í takt við slagara Abba og fleiri góð lög. Aron Can spilaði sína helstu slagara áður en Bandmenn tóku völdin.
Samkvæmislífið Harpa Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira