Framlengingin: Á að sameina Keflavík og Njarðvík? Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. október 2023 07:01 Strákarnir í Körfuboltakvöldi veltu fyrir sér sameiningu Njarðvíkur og Keflavíkur. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Körfuboltakvöldi reyndu að svara stóru spurningunum í Framlengingunni í þætti föstudagsins. Þar spurði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, meðal annars um það hvort sameina ætti Keflavík og Njarðvík. Í síðustu viku birtust fréttir af því að margir af hörðustu stuðningsmönnum Njarðvíkur væru farnir að velta fyrir sér möguleikanum á að sameina liðin tvö. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin kemur upp og verður áhugavert að fylgjast með því hvort málið komist lengra en bara í hugmyndavinnu. Ómar Örn Sævarsson og Helgi Már Magnússon voru sérfræðingar þáttarins á föstudaginn og fengu það erfiða verkefni að reyna að svara þeirri spurningu um hvort sameina eigi liðin. „Nei. Ég myndi alveg skilja það að sameina yngri flokkana og ég held að það væri sniðugt upp á margt fyrir Reykjanesbæ,“ svaraði Ómar Örn. „Gáfulegt væri auðvitað fyrir Reykjanesbæ að sameina upp á að halda utan um þetta, það væru fleiri einstaklingar í þessu og stærra batterí, en ég myndi ekki vilja láta sameina þetta bara út af sögunni. Ég vil halda Njarðvík og Keflavík.“ Helgi Már var hins vegar ekki sammála Ómari. „Þetta hefur gengið hjá öðrum,“ sagði Helgi þegar Stefán Árni minntist á danska knattspyrnuliðið FCK. „Þetta er endalaust í íþróttum verið að sameina hitt og þetta en það stoppar alltaf á sama hlutnum, sem er nafnið. Ég get ímyndað mér að þetta stoppi líka þar hjá Njarðvík og Keflavík. Þetta mun stoppa þar myndi ég giska á. En ég veit að Teitur [Örlygsson] hefur ákveðna skoðun á þessu máli og ég ætla bara að hoppa á hana. Honum finnst að það eigi að sameina og hann er einn af þeim sem er búinn að liggja í stjórn, þjálfun, yngri flokkum og öllum pakkanum. Ef Teitur segir að honum finnist eina vitið að sameina að þá ætla ég að hoppa á þann vagn,“ bætti Helgi við, en Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Framlengingin: Á að sameina Keflavík og Njarðvík? Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Í síðustu viku birtust fréttir af því að margir af hörðustu stuðningsmönnum Njarðvíkur væru farnir að velta fyrir sér möguleikanum á að sameina liðin tvö. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin kemur upp og verður áhugavert að fylgjast með því hvort málið komist lengra en bara í hugmyndavinnu. Ómar Örn Sævarsson og Helgi Már Magnússon voru sérfræðingar þáttarins á föstudaginn og fengu það erfiða verkefni að reyna að svara þeirri spurningu um hvort sameina eigi liðin. „Nei. Ég myndi alveg skilja það að sameina yngri flokkana og ég held að það væri sniðugt upp á margt fyrir Reykjanesbæ,“ svaraði Ómar Örn. „Gáfulegt væri auðvitað fyrir Reykjanesbæ að sameina upp á að halda utan um þetta, það væru fleiri einstaklingar í þessu og stærra batterí, en ég myndi ekki vilja láta sameina þetta bara út af sögunni. Ég vil halda Njarðvík og Keflavík.“ Helgi Már var hins vegar ekki sammála Ómari. „Þetta hefur gengið hjá öðrum,“ sagði Helgi þegar Stefán Árni minntist á danska knattspyrnuliðið FCK. „Þetta er endalaust í íþróttum verið að sameina hitt og þetta en það stoppar alltaf á sama hlutnum, sem er nafnið. Ég get ímyndað mér að þetta stoppi líka þar hjá Njarðvík og Keflavík. Þetta mun stoppa þar myndi ég giska á. En ég veit að Teitur [Örlygsson] hefur ákveðna skoðun á þessu máli og ég ætla bara að hoppa á hana. Honum finnst að það eigi að sameina og hann er einn af þeim sem er búinn að liggja í stjórn, þjálfun, yngri flokkum og öllum pakkanum. Ef Teitur segir að honum finnist eina vitið að sameina að þá ætla ég að hoppa á þann vagn,“ bætti Helgi við, en Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Framlengingin: Á að sameina Keflavík og Njarðvík?
Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira