Segir að Stólarnir hljóti að hafa áhyggjur að missa Drungilas á skelfilegum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2023 10:02 Adomas Drungilas er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir Tindastólsliðið. Vísir/Bára Olnbogaskot Tindastólsmannsins Adomas Drungilas í æfingarleik á móti Stjörnunni var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi en afleiðingin af því var að Stjörnumaðurinn Kevin Kone lá á eftir tvíkjálkabrotinn. „Sjáum þetta strákar. Þetta eru kannski ekki bestu myndirnar en hvað segjum við um þetta brot hjá leikmanni Tindastóls, Adomas Drungilas? Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann er í einhverju svona máli,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, og leitaði eftir áliti sérfræðinga sína í þættinum. Þú varst alltaf að fleygja olnbogunum „Ómar þú tekur þetta. Þú varst alltaf að fleygja olnbogunum,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Þetta er rétta tækifærið ef þú ætlar að negla einhvern,“ sagði Ómar Sævarsson og hélt áfram. „Það er fullt af tækifærum í körfuboltaleikjum sem koma upp þar sem það eru óviljandi olnbogar, menn að renna af öxlinni í andlitið á einhverjum. Fullt af tilfellum þar sem olnbogarnir fara í andlitið á mönnum,“ sagði Ómar og hélt áfram: „Mér finnst þetta ekki vera eitt af tilfellunum þar sem þetta gerist óviljandi. Mér finnst hann hálfpartinn vera búinn að stíga hann út og svo kemur vöðvakippur í hægri handlegginn á honum,“ sagði Ómar. Viljandi olnbogi „Ég held engan veginn að hann hafi ætlað að slasa hann. Alls ekki. Ég held að hann hafi alls ekki ætlað að slasa hann en að mínum dómi þá er þetta viljandi olnbogi,“ sagði Ómar. „Mér finnst erfitt að segja eftir þessum myndum að þetta hafi verið eitthvað viljandi en svo er þetta Drungilas og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann lendir í einhverju svona,“ sagði Helgi. „Nákvæmlega sami hlutur og Callum Lawson væri sá sem lenti í þessu. Það hefði enginn sagt neitt. Það væri enginn að reyna að saka Callum um að hafa reynt að meiða hann viljandi. Þetta er svolítið orðsporið hjá Drungilas, verðskuldað orðspor,“ sagði Helgi. „Hann er allt of oft í þessu. Þetta er örugglega bara áhyggjuefni fyrir Stólana,“ sagði Helgi. Inn á borði hjá aganefnd KKÍ Stefán Árni hefur heimildir fyrir því að aganefnd KKÍ sé með málið inn á sínu borði. „Það er víst þannig að ef þú ert með dómara á vegum KKÍ að dæma æfingarleik þá er hægt að setja menn í leikbann,“ sagði Stefán Árni. Ómari finnst það aftur á móti skrítið. Helgi ítrekaði áhyggjur sínar fyrir hönd Stólana. „Þegar ég segi að Stólarnir hafi áhyggjur af þessu þá er ég ekki að tala um að hann fái núna eitthvað smotterís bann. Ég held að það sé ekki áhyggjuatriðið. Áhyggjuatriðið er að mér skilst að þetta hafi bara komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Að vera með þetta hangandi yfir sér. Drungilas er svona leikmaður sem er að dansa á línunni,“ sagði Helgi. Myndi dýrka að spila með honum „Ég elska hann, finnst hann frábær leikmaður og myndi dýrka að spila með honum. Það er pínu óþægilegt fyrir þá sem eru að stjórna þessu að þeir gætu misst hann í bann á skelfilegum tíma fyrir þá,“ sagði Helgi. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um olnbogaskot Drungilas Subway-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Sjá meira
„Sjáum þetta strákar. Þetta eru kannski ekki bestu myndirnar en hvað segjum við um þetta brot hjá leikmanni Tindastóls, Adomas Drungilas? Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann er í einhverju svona máli,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, og leitaði eftir áliti sérfræðinga sína í þættinum. Þú varst alltaf að fleygja olnbogunum „Ómar þú tekur þetta. Þú varst alltaf að fleygja olnbogunum,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Þetta er rétta tækifærið ef þú ætlar að negla einhvern,“ sagði Ómar Sævarsson og hélt áfram. „Það er fullt af tækifærum í körfuboltaleikjum sem koma upp þar sem það eru óviljandi olnbogar, menn að renna af öxlinni í andlitið á einhverjum. Fullt af tilfellum þar sem olnbogarnir fara í andlitið á mönnum,“ sagði Ómar og hélt áfram: „Mér finnst þetta ekki vera eitt af tilfellunum þar sem þetta gerist óviljandi. Mér finnst hann hálfpartinn vera búinn að stíga hann út og svo kemur vöðvakippur í hægri handlegginn á honum,“ sagði Ómar. Viljandi olnbogi „Ég held engan veginn að hann hafi ætlað að slasa hann. Alls ekki. Ég held að hann hafi alls ekki ætlað að slasa hann en að mínum dómi þá er þetta viljandi olnbogi,“ sagði Ómar. „Mér finnst erfitt að segja eftir þessum myndum að þetta hafi verið eitthvað viljandi en svo er þetta Drungilas og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann lendir í einhverju svona,“ sagði Helgi. „Nákvæmlega sami hlutur og Callum Lawson væri sá sem lenti í þessu. Það hefði enginn sagt neitt. Það væri enginn að reyna að saka Callum um að hafa reynt að meiða hann viljandi. Þetta er svolítið orðsporið hjá Drungilas, verðskuldað orðspor,“ sagði Helgi. „Hann er allt of oft í þessu. Þetta er örugglega bara áhyggjuefni fyrir Stólana,“ sagði Helgi. Inn á borði hjá aganefnd KKÍ Stefán Árni hefur heimildir fyrir því að aganefnd KKÍ sé með málið inn á sínu borði. „Það er víst þannig að ef þú ert með dómara á vegum KKÍ að dæma æfingarleik þá er hægt að setja menn í leikbann,“ sagði Stefán Árni. Ómari finnst það aftur á móti skrítið. Helgi ítrekaði áhyggjur sínar fyrir hönd Stólana. „Þegar ég segi að Stólarnir hafi áhyggjur af þessu þá er ég ekki að tala um að hann fái núna eitthvað smotterís bann. Ég held að það sé ekki áhyggjuatriðið. Áhyggjuatriðið er að mér skilst að þetta hafi bara komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Að vera með þetta hangandi yfir sér. Drungilas er svona leikmaður sem er að dansa á línunni,“ sagði Helgi. Myndi dýrka að spila með honum „Ég elska hann, finnst hann frábær leikmaður og myndi dýrka að spila með honum. Það er pínu óþægilegt fyrir þá sem eru að stjórna þessu að þeir gætu misst hann í bann á skelfilegum tíma fyrir þá,“ sagði Helgi. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um olnbogaskot Drungilas
Subway-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Sjá meira