Segir að Stólarnir hljóti að hafa áhyggjur að missa Drungilas á skelfilegum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2023 10:02 Adomas Drungilas er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir Tindastólsliðið. Vísir/Bára Olnbogaskot Tindastólsmannsins Adomas Drungilas í æfingarleik á móti Stjörnunni var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi en afleiðingin af því var að Stjörnumaðurinn Kevin Kone lá á eftir tvíkjálkabrotinn. „Sjáum þetta strákar. Þetta eru kannski ekki bestu myndirnar en hvað segjum við um þetta brot hjá leikmanni Tindastóls, Adomas Drungilas? Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann er í einhverju svona máli,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, og leitaði eftir áliti sérfræðinga sína í þættinum. Þú varst alltaf að fleygja olnbogunum „Ómar þú tekur þetta. Þú varst alltaf að fleygja olnbogunum,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Þetta er rétta tækifærið ef þú ætlar að negla einhvern,“ sagði Ómar Sævarsson og hélt áfram. „Það er fullt af tækifærum í körfuboltaleikjum sem koma upp þar sem það eru óviljandi olnbogar, menn að renna af öxlinni í andlitið á einhverjum. Fullt af tilfellum þar sem olnbogarnir fara í andlitið á mönnum,“ sagði Ómar og hélt áfram: „Mér finnst þetta ekki vera eitt af tilfellunum þar sem þetta gerist óviljandi. Mér finnst hann hálfpartinn vera búinn að stíga hann út og svo kemur vöðvakippur í hægri handlegginn á honum,“ sagði Ómar. Viljandi olnbogi „Ég held engan veginn að hann hafi ætlað að slasa hann. Alls ekki. Ég held að hann hafi alls ekki ætlað að slasa hann en að mínum dómi þá er þetta viljandi olnbogi,“ sagði Ómar. „Mér finnst erfitt að segja eftir þessum myndum að þetta hafi verið eitthvað viljandi en svo er þetta Drungilas og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann lendir í einhverju svona,“ sagði Helgi. „Nákvæmlega sami hlutur og Callum Lawson væri sá sem lenti í þessu. Það hefði enginn sagt neitt. Það væri enginn að reyna að saka Callum um að hafa reynt að meiða hann viljandi. Þetta er svolítið orðsporið hjá Drungilas, verðskuldað orðspor,“ sagði Helgi. „Hann er allt of oft í þessu. Þetta er örugglega bara áhyggjuefni fyrir Stólana,“ sagði Helgi. Inn á borði hjá aganefnd KKÍ Stefán Árni hefur heimildir fyrir því að aganefnd KKÍ sé með málið inn á sínu borði. „Það er víst þannig að ef þú ert með dómara á vegum KKÍ að dæma æfingarleik þá er hægt að setja menn í leikbann,“ sagði Stefán Árni. Ómari finnst það aftur á móti skrítið. Helgi ítrekaði áhyggjur sínar fyrir hönd Stólana. „Þegar ég segi að Stólarnir hafi áhyggjur af þessu þá er ég ekki að tala um að hann fái núna eitthvað smotterís bann. Ég held að það sé ekki áhyggjuatriðið. Áhyggjuatriðið er að mér skilst að þetta hafi bara komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Að vera með þetta hangandi yfir sér. Drungilas er svona leikmaður sem er að dansa á línunni,“ sagði Helgi. Myndi dýrka að spila með honum „Ég elska hann, finnst hann frábær leikmaður og myndi dýrka að spila með honum. Það er pínu óþægilegt fyrir þá sem eru að stjórna þessu að þeir gætu misst hann í bann á skelfilegum tíma fyrir þá,“ sagði Helgi. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um olnbogaskot Drungilas Subway-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
„Sjáum þetta strákar. Þetta eru kannski ekki bestu myndirnar en hvað segjum við um þetta brot hjá leikmanni Tindastóls, Adomas Drungilas? Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann er í einhverju svona máli,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, og leitaði eftir áliti sérfræðinga sína í þættinum. Þú varst alltaf að fleygja olnbogunum „Ómar þú tekur þetta. Þú varst alltaf að fleygja olnbogunum,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Þetta er rétta tækifærið ef þú ætlar að negla einhvern,“ sagði Ómar Sævarsson og hélt áfram. „Það er fullt af tækifærum í körfuboltaleikjum sem koma upp þar sem það eru óviljandi olnbogar, menn að renna af öxlinni í andlitið á einhverjum. Fullt af tilfellum þar sem olnbogarnir fara í andlitið á mönnum,“ sagði Ómar og hélt áfram: „Mér finnst þetta ekki vera eitt af tilfellunum þar sem þetta gerist óviljandi. Mér finnst hann hálfpartinn vera búinn að stíga hann út og svo kemur vöðvakippur í hægri handlegginn á honum,“ sagði Ómar. Viljandi olnbogi „Ég held engan veginn að hann hafi ætlað að slasa hann. Alls ekki. Ég held að hann hafi alls ekki ætlað að slasa hann en að mínum dómi þá er þetta viljandi olnbogi,“ sagði Ómar. „Mér finnst erfitt að segja eftir þessum myndum að þetta hafi verið eitthvað viljandi en svo er þetta Drungilas og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann lendir í einhverju svona,“ sagði Helgi. „Nákvæmlega sami hlutur og Callum Lawson væri sá sem lenti í þessu. Það hefði enginn sagt neitt. Það væri enginn að reyna að saka Callum um að hafa reynt að meiða hann viljandi. Þetta er svolítið orðsporið hjá Drungilas, verðskuldað orðspor,“ sagði Helgi. „Hann er allt of oft í þessu. Þetta er örugglega bara áhyggjuefni fyrir Stólana,“ sagði Helgi. Inn á borði hjá aganefnd KKÍ Stefán Árni hefur heimildir fyrir því að aganefnd KKÍ sé með málið inn á sínu borði. „Það er víst þannig að ef þú ert með dómara á vegum KKÍ að dæma æfingarleik þá er hægt að setja menn í leikbann,“ sagði Stefán Árni. Ómari finnst það aftur á móti skrítið. Helgi ítrekaði áhyggjur sínar fyrir hönd Stólana. „Þegar ég segi að Stólarnir hafi áhyggjur af þessu þá er ég ekki að tala um að hann fái núna eitthvað smotterís bann. Ég held að það sé ekki áhyggjuatriðið. Áhyggjuatriðið er að mér skilst að þetta hafi bara komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Að vera með þetta hangandi yfir sér. Drungilas er svona leikmaður sem er að dansa á línunni,“ sagði Helgi. Myndi dýrka að spila með honum „Ég elska hann, finnst hann frábær leikmaður og myndi dýrka að spila með honum. Það er pínu óþægilegt fyrir þá sem eru að stjórna þessu að þeir gætu misst hann í bann á skelfilegum tíma fyrir þá,“ sagði Helgi. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um olnbogaskot Drungilas
Subway-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga