Kolbrún María sló met Helenu Sverris: Yngst til að skora 31 stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2023 10:31 Kolbrún María Ármannsdóttir bauð upp á sögulega frammistöðu í sínum þriðja leik í Subway deild kvenna á ferlinum. Vísir/Hulda Margrét Stjörnustúlkan Kolbrún María Ármannsdóttir varð um helgina yngsti leikmaðurinn í efstu deild kvenna í körfubolta til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. Kolbrún María skoraði þá 31 stig á 32 mínútum þegar nýliðar Stjörnunnar unnu 88-70 sigur á Fjölni í þriðju umferð Subway deildar kvenna. Kolbrún María er fædd í lok desember 2007 og á því nokkra mánuði í það að halda upp á sextán ára afmælið sitt. Fyrir leikinn í gær þá var Helena Sverrisdóttir yngsta körfuboltakonan til að skora 31 stig í einum leik í efstu deild kvenna í körfubolta. Helena var sextán ára, átta mánaða og fjögurra daga þegar hún skoraði 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS í nóvember 2004. Helena var einnig með 16 fráköst og 8 stoðsendingar í leiknum. Kolbrún María var fimmtán ára, níu mánaða og níu daga gömul í leiknum á laugardaginn. Hún hitti úr 11 af 21 skoti sínu (52%) þar af 5 af 9 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna (56%). Kolbrún setti líka niður öll fjögur vítin sín og var með 7 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta að auki. Helena á samt enn þá metið yfir að vera yngst til að skora þrjátíu stig í efstu deild. Helena skoraði fyrst 30 stig í einum leik á móti Keflavík í mars 2003. Helena var þá aðeins fjórtán ára, ellefu mánaða og nítján daga. Haukakonur féllu það vor og Helena spilaði því ekki í efstu deild aftur fyrr en tímabilið 2004 til 2005. Hún var aftur á móti með 37,6 stig að meðaltali í leik í B-deildinni veturinn 2003-04 og enn fremur fjórfalda tvennu að meðaltali í leik (13,3 fráköst + 11,6 stoðsendingar + 10,2 stolnir). Þetta var aðeins þriðji leikur Kolbrúnar í efstu deild en skoraði 11 stig í fyrsta leiknum á móti Þór og 12 stig í öðrum leikjum á móti Keflavíl. Kolbrún hefur hækkað stigaskor sitt og framlag í hverjum leik það sem af er tímabilsins. Yngst til að skora 31 stig eða meira í efstu deild kvenna: 15 ára - 9 mánaða - 9 daga Kolbrún María Ármannsdóttir, 31 stig fyrir Stjörnuna á móti Fjölni 2023 16 ára - 8 mánaða - 4 daga Helena Sverrisdóttir, 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS 2004 16 ára - 9 mánaða - 26 daga Helena Sverrisdóttir, 39 stig fyrir Hauka á móti ÍS 2005 16 ára - 10 mánaða Helena Sverrisdóttir, 32 stig fyrir Hauka á móti Keflavík 2005 17 ára - 1 mánaða - 11 daga Inga Dóra Magnúsdóttir, 34 stig fyrir Tindastól á móti ÍR 1994 17 ára - 2 mánaða - 12 daga María Ben Erlingsdóttir, 33 stig fyrir Keflavík á móti Breiðabliki 2006 17 ára - 2 mánaða - 17 daga Erla Reynisdóttir, 34 stig fyrir Keflavík á móti ÍS 1995 Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Kolbrún María skoraði þá 31 stig á 32 mínútum þegar nýliðar Stjörnunnar unnu 88-70 sigur á Fjölni í þriðju umferð Subway deildar kvenna. Kolbrún María er fædd í lok desember 2007 og á því nokkra mánuði í það að halda upp á sextán ára afmælið sitt. Fyrir leikinn í gær þá var Helena Sverrisdóttir yngsta körfuboltakonan til að skora 31 stig í einum leik í efstu deild kvenna í körfubolta. Helena var sextán ára, átta mánaða og fjögurra daga þegar hún skoraði 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS í nóvember 2004. Helena var einnig með 16 fráköst og 8 stoðsendingar í leiknum. Kolbrún María var fimmtán ára, níu mánaða og níu daga gömul í leiknum á laugardaginn. Hún hitti úr 11 af 21 skoti sínu (52%) þar af 5 af 9 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna (56%). Kolbrún setti líka niður öll fjögur vítin sín og var með 7 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta að auki. Helena á samt enn þá metið yfir að vera yngst til að skora þrjátíu stig í efstu deild. Helena skoraði fyrst 30 stig í einum leik á móti Keflavík í mars 2003. Helena var þá aðeins fjórtán ára, ellefu mánaða og nítján daga. Haukakonur féllu það vor og Helena spilaði því ekki í efstu deild aftur fyrr en tímabilið 2004 til 2005. Hún var aftur á móti með 37,6 stig að meðaltali í leik í B-deildinni veturinn 2003-04 og enn fremur fjórfalda tvennu að meðaltali í leik (13,3 fráköst + 11,6 stoðsendingar + 10,2 stolnir). Þetta var aðeins þriðji leikur Kolbrúnar í efstu deild en skoraði 11 stig í fyrsta leiknum á móti Þór og 12 stig í öðrum leikjum á móti Keflavíl. Kolbrún hefur hækkað stigaskor sitt og framlag í hverjum leik það sem af er tímabilsins. Yngst til að skora 31 stig eða meira í efstu deild kvenna: 15 ára - 9 mánaða - 9 daga Kolbrún María Ármannsdóttir, 31 stig fyrir Stjörnuna á móti Fjölni 2023 16 ára - 8 mánaða - 4 daga Helena Sverrisdóttir, 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS 2004 16 ára - 9 mánaða - 26 daga Helena Sverrisdóttir, 39 stig fyrir Hauka á móti ÍS 2005 16 ára - 10 mánaða Helena Sverrisdóttir, 32 stig fyrir Hauka á móti Keflavík 2005 17 ára - 1 mánaða - 11 daga Inga Dóra Magnúsdóttir, 34 stig fyrir Tindastól á móti ÍR 1994 17 ára - 2 mánaða - 12 daga María Ben Erlingsdóttir, 33 stig fyrir Keflavík á móti Breiðabliki 2006 17 ára - 2 mánaða - 17 daga Erla Reynisdóttir, 34 stig fyrir Keflavík á móti ÍS 1995
Yngst til að skora 31 stig eða meira í efstu deild kvenna: 15 ára - 9 mánaða - 9 daga Kolbrún María Ármannsdóttir, 31 stig fyrir Stjörnuna á móti Fjölni 2023 16 ára - 8 mánaða - 4 daga Helena Sverrisdóttir, 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS 2004 16 ára - 9 mánaða - 26 daga Helena Sverrisdóttir, 39 stig fyrir Hauka á móti ÍS 2005 16 ára - 10 mánaða Helena Sverrisdóttir, 32 stig fyrir Hauka á móti Keflavík 2005 17 ára - 1 mánaða - 11 daga Inga Dóra Magnúsdóttir, 34 stig fyrir Tindastól á móti ÍR 1994 17 ára - 2 mánaða - 12 daga María Ben Erlingsdóttir, 33 stig fyrir Keflavík á móti Breiðabliki 2006 17 ára - 2 mánaða - 17 daga Erla Reynisdóttir, 34 stig fyrir Keflavík á móti ÍS 1995
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum