Ísraelsher segist hafa tekið yfir og Selenskí skýtur á Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2023 08:43 Íbúar í Ashkelon virða fyrir sér skemmdirnar í kjölfar loftárása Hamaz á laugardag. AP/Erik Marmor Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir herinn nú við stjórnvölinn á öllum svæðum. Eins og stendur sé ekki barist innan Ísrael en mögulega séu liðsmenn Hamas þar í felum. Unnið er að rýmingu allra byggða við varnarlínu Ísraels og þá sé aukinn viðbúnaður í norðurhluta landsins, þar sem einhverjar uppákomur hafa orðið frá árásunum á laugardag. Þar sé þó ekki barist. Herinn gerir nú umfangsmiklar árásir á Gaza á fjögurra tíma fresti, að sögn Hagari. Skotmörkin eru mörg hundruð talsins en aðeins er um að ræða staði þar sem hryðjuverkamenn eru taldir hafast við. Hagari segir hundruð liðsmanna Hamas hafa fallið í árásum hersins. Ekkert rafmagn er á Gaza né internet. Fregnir hafa borist af birgðaskorti hjá Ísraelsmönnum en Hagari segir þetta ekki rétt, Nóg sé af búnaði og mat fyrir herliðið. Búið er að kalla til 300.000 varaliða en 73 hermenn hafa fallið í átökunum. Aðspurður um gíslana sem Hamas-liðar tóku sagði Hagari aðeins að unnið væri að því að hafa samband við fjölskyldur viðkomandi og að nánari upplýsingar yrðu veittar að því loknu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur tjáð sig opinberlega um þróun mála og segir alþjóðasamfélagið verða að koma saman í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og -ríkjum. Sagði hann engan myndu gleyma árásinni á laugardag. Hryðjuverkamennirnir hefðu sjálfir deilt myndskeiðum af voðaverkum sínum og hrósað sér af þeim. Ríki heims þyrft að ná sátt um grundvallaratriði; ekki nauðga, ekki myrða. Ekki taka börn sem verðlaunagripi. Engar blóðsúthellingar meðal almennra borgara. Selenskí skaut föstum skotum að Íran og sagði þarlend stjórnvöld ekki getað firrað sig ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu á meðan þau seldu Rússum dróna. Þá gætu þau ekki sagst ábyrgðarlaus gagnvart árás Hamas ef þau fordæmdu hana ekki. Ísrael Palestína Hernaður Íran Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Unnið er að rýmingu allra byggða við varnarlínu Ísraels og þá sé aukinn viðbúnaður í norðurhluta landsins, þar sem einhverjar uppákomur hafa orðið frá árásunum á laugardag. Þar sé þó ekki barist. Herinn gerir nú umfangsmiklar árásir á Gaza á fjögurra tíma fresti, að sögn Hagari. Skotmörkin eru mörg hundruð talsins en aðeins er um að ræða staði þar sem hryðjuverkamenn eru taldir hafast við. Hagari segir hundruð liðsmanna Hamas hafa fallið í árásum hersins. Ekkert rafmagn er á Gaza né internet. Fregnir hafa borist af birgðaskorti hjá Ísraelsmönnum en Hagari segir þetta ekki rétt, Nóg sé af búnaði og mat fyrir herliðið. Búið er að kalla til 300.000 varaliða en 73 hermenn hafa fallið í átökunum. Aðspurður um gíslana sem Hamas-liðar tóku sagði Hagari aðeins að unnið væri að því að hafa samband við fjölskyldur viðkomandi og að nánari upplýsingar yrðu veittar að því loknu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur tjáð sig opinberlega um þróun mála og segir alþjóðasamfélagið verða að koma saman í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og -ríkjum. Sagði hann engan myndu gleyma árásinni á laugardag. Hryðjuverkamennirnir hefðu sjálfir deilt myndskeiðum af voðaverkum sínum og hrósað sér af þeim. Ríki heims þyrft að ná sátt um grundvallaratriði; ekki nauðga, ekki myrða. Ekki taka börn sem verðlaunagripi. Engar blóðsúthellingar meðal almennra borgara. Selenskí skaut föstum skotum að Íran og sagði þarlend stjórnvöld ekki getað firrað sig ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu á meðan þau seldu Rússum dróna. Þá gætu þau ekki sagst ábyrgðarlaus gagnvart árás Hamas ef þau fordæmdu hana ekki.
Ísrael Palestína Hernaður Íran Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent