Hver stelur af barnaleiði? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2023 15:04 Foreldrarnir við leiði barna sinna í Kópavogskirkjugarði. Vísir/Vilhelm Hjón sem misstu tuttugu mánaða dóttur sína úr bráðri heilahimnubólgu og eignuðust síðar andvana dreng eru í áfalli yfir því að fallegir steinar hafi verið fjarlægðir af leiðum barnanna. Þau trúa ekki að fólk geti verið svona ömurlegt. Uppfært klukkan 16:03 Birgitta segir í samtali við Vísi að þau hafi gengið í kirkjugarðinn áðan og allir munirnir séu komnir á sinn stað, nema einn agat seinn. Þau séu mjög þakklát og voni að síðasti steinninn skili sér líka. Upprunalega frétt má lesa að neðan. Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir og Finnbogi Darri Guðmundsson ræddu áföll liðinna ára í viðtali á Vísi á dögunum. Alexandra Eldey var aðeins tuttugu mánaða þegar hún lést eftir skyndileg veikindi í júní, 2022, þegar fjölskyldan var á ferðalagi til Spánar. Það var svo í mars síðastliðinum sem þeim fæddist andvana drengur sem fékk nafnið Ísak. Systkinin eru jarðsett í Kópavogskirkjugarði. Þangað fóru þau hjónin á laugardaginn eins og þau gera á nokkurra daga fresti. „Við förum yfirleitt í kirkjugarðinn á nokkra daga fresti. Við fórum í garðinn í dag [innsk: laugardag] og það er búið að stela skrautsteinum af leiðinu hjá Alexöndru og Ísaki,“ segir Birgitta í færslu á Facebook síðdegis í gær. Þau hafi keypt þrjá agat steina erlendis sem voru útskornir eins og hjörtu. „Við tókum þá með okkur í handfarangri til að passa upp á að þeir kæmust pottþétt á sinn stað. Þeir standa fyrir hin börnin okkar þrjú sem létust sem fóstur og hafa því mikið tilfinningalegt gildi fyrir okkur,“ segir Birgitta. Þau skilji ekki hverjum detti í hug að gera svona. Leiði barnanna þar sem sjá má umtalaða steina. „Að auki voru þarna líka tveir aðrir litlir hjartasteinar sem voru teknir fyrir einhverjum vikum, tigers eye og mánasteinn en Alexandra var grafin með svoleiðis steina hjá sér svo við vildum hafa þá á leiðinu líka.“ Þau Birgitta og Finnbogi eru vægast sagt leið vegna þessa. „Við erum í sjokki yfir þessu og bara viljum ekki trúa því að fólk geti verið svona ömurlegt. Við grátbiðjum þann sem stal steinunum að skila þeim. Við viljum líka hvetja þau sem hafa verið með börn í garðinum að athuga hvort geti verið að barn hafi tekið þessa fallegu steina ófrjálsri hendi.“ Um er að ræða tvo miðlungs stóra agat hjartasteina sem eru hvítir með röndum og smá brúnum lit, lítill hjartalag tigers eye steinn, lítill hjartalaga mánasteinn og lítil oturstytta úr plasti. Otur var uppáhaldsdýr Alexöndru og fékk Darri sér húðflúr af otur til minningar um Alexöndru. Þau sem hafa upplýsingar um hvað gæti hafa orðið af mununum á leiði barnanna geta haft samband við Birgittu í gegnum Facebook. Kirkjugarðar Kópavogur Tengdar fréttir Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. 2. október 2023 17:23 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Uppfært klukkan 16:03 Birgitta segir í samtali við Vísi að þau hafi gengið í kirkjugarðinn áðan og allir munirnir séu komnir á sinn stað, nema einn agat seinn. Þau séu mjög þakklát og voni að síðasti steinninn skili sér líka. Upprunalega frétt má lesa að neðan. Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir og Finnbogi Darri Guðmundsson ræddu áföll liðinna ára í viðtali á Vísi á dögunum. Alexandra Eldey var aðeins tuttugu mánaða þegar hún lést eftir skyndileg veikindi í júní, 2022, þegar fjölskyldan var á ferðalagi til Spánar. Það var svo í mars síðastliðinum sem þeim fæddist andvana drengur sem fékk nafnið Ísak. Systkinin eru jarðsett í Kópavogskirkjugarði. Þangað fóru þau hjónin á laugardaginn eins og þau gera á nokkurra daga fresti. „Við förum yfirleitt í kirkjugarðinn á nokkra daga fresti. Við fórum í garðinn í dag [innsk: laugardag] og það er búið að stela skrautsteinum af leiðinu hjá Alexöndru og Ísaki,“ segir Birgitta í færslu á Facebook síðdegis í gær. Þau hafi keypt þrjá agat steina erlendis sem voru útskornir eins og hjörtu. „Við tókum þá með okkur í handfarangri til að passa upp á að þeir kæmust pottþétt á sinn stað. Þeir standa fyrir hin börnin okkar þrjú sem létust sem fóstur og hafa því mikið tilfinningalegt gildi fyrir okkur,“ segir Birgitta. Þau skilji ekki hverjum detti í hug að gera svona. Leiði barnanna þar sem sjá má umtalaða steina. „Að auki voru þarna líka tveir aðrir litlir hjartasteinar sem voru teknir fyrir einhverjum vikum, tigers eye og mánasteinn en Alexandra var grafin með svoleiðis steina hjá sér svo við vildum hafa þá á leiðinu líka.“ Þau Birgitta og Finnbogi eru vægast sagt leið vegna þessa. „Við erum í sjokki yfir þessu og bara viljum ekki trúa því að fólk geti verið svona ömurlegt. Við grátbiðjum þann sem stal steinunum að skila þeim. Við viljum líka hvetja þau sem hafa verið með börn í garðinum að athuga hvort geti verið að barn hafi tekið þessa fallegu steina ófrjálsri hendi.“ Um er að ræða tvo miðlungs stóra agat hjartasteina sem eru hvítir með röndum og smá brúnum lit, lítill hjartalag tigers eye steinn, lítill hjartalaga mánasteinn og lítil oturstytta úr plasti. Otur var uppáhaldsdýr Alexöndru og fékk Darri sér húðflúr af otur til minningar um Alexöndru. Þau sem hafa upplýsingar um hvað gæti hafa orðið af mununum á leiði barnanna geta haft samband við Birgittu í gegnum Facebook.
Kirkjugarðar Kópavogur Tengdar fréttir Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. 2. október 2023 17:23 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. 2. október 2023 17:23