Fimmtíu stiga hiti í ökuklefa Formúlu eitt ökumannanna um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 08:00 Max Verstappen fagnar sigri í Katar kappakstrinum um helgina. EPA-EFE/ALI HAIDER Formúlu eitt ökumennirnir þurftu að upplifa hálfgert helvíti í katarska kappakstrinum um helgina. Ökumennirnir hafa fordæmt þær aðstæður sem þeir urðu að vinna við í Katar. Í yfirlýsingu þeirra kemur fram að aðstæðurnar hafi verið lífshættulegar og óásættanlegar. Keppnin fór fram í gríðarlegum hita í Katar og það er talið að hitastigið hafi farið upp í fimmtíu gráðir í ökuklefa ökumannanna. Max Verstappen vann kappaksturinn en Oscar Piastri og Lando Norris voru með honum á pallinum. Með þessum sigri varð það endanlega ljóst að Verstappen er orðinn heimsmeistari þriðja árið í röð. Esteban Ocon sagði að hann hefði ælt inn í hjálminn sinn vegna hitans. Lance Stroll sagði að hann hefði næstum því misst meðvitund. Alex Albon þurfti aðstoð læknaliðs vegna örmögnunar vegna ofhitunar. Logan Sargeant hætti keppni vegna vökvaskorts en hann hafði glímt við veikindi í aðdraganda kappakstursins. Það þurfti að hjálpa Stroll og Albon við að koamst úr bílnum sínum. George Russell talaði líka um að hann hafi verið nálægt því að missa meðvitund. „Þetta var langt yfir þeim mörkum sem teljast vera ásættanleg. Yfir fimmtíu prósent ökumannanna leið mjög illa, gátu ekki keyrt og voru við það að missa meðvitund. Þú vilt ekki eiga á hættu að missa meðvitund þegar þú ert að keyra á 320 km hraða. Þannig leið mér nokkrum sinnum, sagði George Russell. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Akstursíþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ökumennirnir hafa fordæmt þær aðstæður sem þeir urðu að vinna við í Katar. Í yfirlýsingu þeirra kemur fram að aðstæðurnar hafi verið lífshættulegar og óásættanlegar. Keppnin fór fram í gríðarlegum hita í Katar og það er talið að hitastigið hafi farið upp í fimmtíu gráðir í ökuklefa ökumannanna. Max Verstappen vann kappaksturinn en Oscar Piastri og Lando Norris voru með honum á pallinum. Með þessum sigri varð það endanlega ljóst að Verstappen er orðinn heimsmeistari þriðja árið í röð. Esteban Ocon sagði að hann hefði ælt inn í hjálminn sinn vegna hitans. Lance Stroll sagði að hann hefði næstum því misst meðvitund. Alex Albon þurfti aðstoð læknaliðs vegna örmögnunar vegna ofhitunar. Logan Sargeant hætti keppni vegna vökvaskorts en hann hafði glímt við veikindi í aðdraganda kappakstursins. Það þurfti að hjálpa Stroll og Albon við að koamst úr bílnum sínum. George Russell talaði líka um að hann hafi verið nálægt því að missa meðvitund. „Þetta var langt yfir þeim mörkum sem teljast vera ásættanleg. Yfir fimmtíu prósent ökumannanna leið mjög illa, gátu ekki keyrt og voru við það að missa meðvitund. Þú vilt ekki eiga á hættu að missa meðvitund þegar þú ert að keyra á 320 km hraða. Þannig leið mér nokkrum sinnum, sagði George Russell. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Akstursíþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira