Endurkoma Doncic til Madrid í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 11:01 Luka Doncic er ekki bara elskaður í Dallas heldur einnig í Madrid. Getty/Ron Jenkins Það styttist í NBA deildina í körfubolta og í kvöld mun Dallas Mavericks liðið hita upp fyrir tímabilið með skemmtilegum hætti. Dallas menn eru nefnilega staddir í miðri Evrópuferð og heimsækja í kvöld spænska stórliðið Real Madrid. Heimamenn í Madrid eru mjög spenntir fyrir þessum leik enda er Luka Doncic þar að mæta sínum gömlu félögum. Doncic, sem er nú orðinn stórstjarna í NBA-deildinni, steig sín fyrstu spora á stóra sviðinu sem leikmaður Real Madrid. Real fólk lítur á hann sem sinn og hann hefur miklar taugar til félagsins. Doncic kom til Real Madrid frá Slóveníu árið 2012 þegar hann var aðeins þrettán ára. Hann skrifaði undir fimm ára samning og byrjaði að spila með unglingaliði félagsins. Hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði Real Madrid í apríl 2015 og spilaði síðan tvö heil tímabil með aðalliðinu. Luka Doncic returns to Madrid with the @dallasmavs to face his former team Real Madrid on Tuesday at 2:45pm/et on NBA TV!For more: https://t.co/oJNWEFcEco pic.twitter.com/vEmNdkMZjr— NBA (@NBA) October 9, 2023 Á lokatímabilinu, 2017-18, var hann með 16,0 stig, 4,8 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik í Euroleague. Hann vann Euroleague þá með Real liðinu og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í keppninni. Real varð einnig spænskur meistari þetta tímabil. Um sumarið fór Doncic í nýliðaval NBA og Dallas Mavericks tók hann með þriðja valrétti. Hann hefur síðan orðið betri og betri með hverju árinu og er orðinn einn allra stærsta stjarna deildarinnar í dag. Doncic er nú að hefja sitt sjötta tímabil í NBA en á síðustu leiktíð var hann með 32,4 stig, 8,6 fráköst og 8,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Luka Doncic in his last season with Real Madrid:Liga ACB EuroLeague 12.8 PPG 16.0 PPG5.7 RPG 4.8 RPG5.0 APG 4.0 APG1.1 SPG 1.1 SPG46/28/77% 45/33/82% Became the youngest EuroLeague MVP!#MFFL pic.twitter.com/7sBVqgul1o— MFFL Muse (@MFFLMuse) October 9, 2023 Real Madrid tapaði í lokaúrslitum á móti Barcelona á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið spænska titilinn tímabilið á undan. Stærstu stjörnur liðsins er argentínski leikstjórnandinn Facundo Campazzo, landi hans Gabriel Deck, spænsku reynsluboltarnir Rudy Fernández og Sergio Llull, Bandaríkjamaðurinn Edy Tavares, Króatinn Mario Hezonja og bosníski framherjinn Dzanan Musa. Við hlið Luka hjá Dallas er auðvitað stórstjarnan Kyrie Irving og fleiri öflugir leikmenn. Leikur Real Madrid og Dallas Mavericks í WiZink Center í Madrid hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Back home Luka Doncic takes a walk through his old stomping grounds in Madrid Real Madrid-Mavs || Oct. 10 || 2:45pm/et || NBA TV pic.twitter.com/plI3TtTpZU— NBA (@NBA) October 9, 2023 NBA Spænski körfuboltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Dallas menn eru nefnilega staddir í miðri Evrópuferð og heimsækja í kvöld spænska stórliðið Real Madrid. Heimamenn í Madrid eru mjög spenntir fyrir þessum leik enda er Luka Doncic þar að mæta sínum gömlu félögum. Doncic, sem er nú orðinn stórstjarna í NBA-deildinni, steig sín fyrstu spora á stóra sviðinu sem leikmaður Real Madrid. Real fólk lítur á hann sem sinn og hann hefur miklar taugar til félagsins. Doncic kom til Real Madrid frá Slóveníu árið 2012 þegar hann var aðeins þrettán ára. Hann skrifaði undir fimm ára samning og byrjaði að spila með unglingaliði félagsins. Hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði Real Madrid í apríl 2015 og spilaði síðan tvö heil tímabil með aðalliðinu. Luka Doncic returns to Madrid with the @dallasmavs to face his former team Real Madrid on Tuesday at 2:45pm/et on NBA TV!For more: https://t.co/oJNWEFcEco pic.twitter.com/vEmNdkMZjr— NBA (@NBA) October 9, 2023 Á lokatímabilinu, 2017-18, var hann með 16,0 stig, 4,8 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik í Euroleague. Hann vann Euroleague þá með Real liðinu og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í keppninni. Real varð einnig spænskur meistari þetta tímabil. Um sumarið fór Doncic í nýliðaval NBA og Dallas Mavericks tók hann með þriðja valrétti. Hann hefur síðan orðið betri og betri með hverju árinu og er orðinn einn allra stærsta stjarna deildarinnar í dag. Doncic er nú að hefja sitt sjötta tímabil í NBA en á síðustu leiktíð var hann með 32,4 stig, 8,6 fráköst og 8,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Luka Doncic in his last season with Real Madrid:Liga ACB EuroLeague 12.8 PPG 16.0 PPG5.7 RPG 4.8 RPG5.0 APG 4.0 APG1.1 SPG 1.1 SPG46/28/77% 45/33/82% Became the youngest EuroLeague MVP!#MFFL pic.twitter.com/7sBVqgul1o— MFFL Muse (@MFFLMuse) October 9, 2023 Real Madrid tapaði í lokaúrslitum á móti Barcelona á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið spænska titilinn tímabilið á undan. Stærstu stjörnur liðsins er argentínski leikstjórnandinn Facundo Campazzo, landi hans Gabriel Deck, spænsku reynsluboltarnir Rudy Fernández og Sergio Llull, Bandaríkjamaðurinn Edy Tavares, Króatinn Mario Hezonja og bosníski framherjinn Dzanan Musa. Við hlið Luka hjá Dallas er auðvitað stórstjarnan Kyrie Irving og fleiri öflugir leikmenn. Leikur Real Madrid og Dallas Mavericks í WiZink Center í Madrid hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Back home Luka Doncic takes a walk through his old stomping grounds in Madrid Real Madrid-Mavs || Oct. 10 || 2:45pm/et || NBA TV pic.twitter.com/plI3TtTpZU— NBA (@NBA) October 9, 2023
NBA Spænski körfuboltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira