Endurkoma Doncic til Madrid í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 11:01 Luka Doncic er ekki bara elskaður í Dallas heldur einnig í Madrid. Getty/Ron Jenkins Það styttist í NBA deildina í körfubolta og í kvöld mun Dallas Mavericks liðið hita upp fyrir tímabilið með skemmtilegum hætti. Dallas menn eru nefnilega staddir í miðri Evrópuferð og heimsækja í kvöld spænska stórliðið Real Madrid. Heimamenn í Madrid eru mjög spenntir fyrir þessum leik enda er Luka Doncic þar að mæta sínum gömlu félögum. Doncic, sem er nú orðinn stórstjarna í NBA-deildinni, steig sín fyrstu spora á stóra sviðinu sem leikmaður Real Madrid. Real fólk lítur á hann sem sinn og hann hefur miklar taugar til félagsins. Doncic kom til Real Madrid frá Slóveníu árið 2012 þegar hann var aðeins þrettán ára. Hann skrifaði undir fimm ára samning og byrjaði að spila með unglingaliði félagsins. Hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði Real Madrid í apríl 2015 og spilaði síðan tvö heil tímabil með aðalliðinu. Luka Doncic returns to Madrid with the @dallasmavs to face his former team Real Madrid on Tuesday at 2:45pm/et on NBA TV!For more: https://t.co/oJNWEFcEco pic.twitter.com/vEmNdkMZjr— NBA (@NBA) October 9, 2023 Á lokatímabilinu, 2017-18, var hann með 16,0 stig, 4,8 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik í Euroleague. Hann vann Euroleague þá með Real liðinu og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í keppninni. Real varð einnig spænskur meistari þetta tímabil. Um sumarið fór Doncic í nýliðaval NBA og Dallas Mavericks tók hann með þriðja valrétti. Hann hefur síðan orðið betri og betri með hverju árinu og er orðinn einn allra stærsta stjarna deildarinnar í dag. Doncic er nú að hefja sitt sjötta tímabil í NBA en á síðustu leiktíð var hann með 32,4 stig, 8,6 fráköst og 8,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Luka Doncic in his last season with Real Madrid:Liga ACB EuroLeague 12.8 PPG 16.0 PPG5.7 RPG 4.8 RPG5.0 APG 4.0 APG1.1 SPG 1.1 SPG46/28/77% 45/33/82% Became the youngest EuroLeague MVP!#MFFL pic.twitter.com/7sBVqgul1o— MFFL Muse (@MFFLMuse) October 9, 2023 Real Madrid tapaði í lokaúrslitum á móti Barcelona á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið spænska titilinn tímabilið á undan. Stærstu stjörnur liðsins er argentínski leikstjórnandinn Facundo Campazzo, landi hans Gabriel Deck, spænsku reynsluboltarnir Rudy Fernández og Sergio Llull, Bandaríkjamaðurinn Edy Tavares, Króatinn Mario Hezonja og bosníski framherjinn Dzanan Musa. Við hlið Luka hjá Dallas er auðvitað stórstjarnan Kyrie Irving og fleiri öflugir leikmenn. Leikur Real Madrid og Dallas Mavericks í WiZink Center í Madrid hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Back home Luka Doncic takes a walk through his old stomping grounds in Madrid Real Madrid-Mavs || Oct. 10 || 2:45pm/et || NBA TV pic.twitter.com/plI3TtTpZU— NBA (@NBA) October 9, 2023 NBA Spænski körfuboltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
Dallas menn eru nefnilega staddir í miðri Evrópuferð og heimsækja í kvöld spænska stórliðið Real Madrid. Heimamenn í Madrid eru mjög spenntir fyrir þessum leik enda er Luka Doncic þar að mæta sínum gömlu félögum. Doncic, sem er nú orðinn stórstjarna í NBA-deildinni, steig sín fyrstu spora á stóra sviðinu sem leikmaður Real Madrid. Real fólk lítur á hann sem sinn og hann hefur miklar taugar til félagsins. Doncic kom til Real Madrid frá Slóveníu árið 2012 þegar hann var aðeins þrettán ára. Hann skrifaði undir fimm ára samning og byrjaði að spila með unglingaliði félagsins. Hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði Real Madrid í apríl 2015 og spilaði síðan tvö heil tímabil með aðalliðinu. Luka Doncic returns to Madrid with the @dallasmavs to face his former team Real Madrid on Tuesday at 2:45pm/et on NBA TV!For more: https://t.co/oJNWEFcEco pic.twitter.com/vEmNdkMZjr— NBA (@NBA) October 9, 2023 Á lokatímabilinu, 2017-18, var hann með 16,0 stig, 4,8 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik í Euroleague. Hann vann Euroleague þá með Real liðinu og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í keppninni. Real varð einnig spænskur meistari þetta tímabil. Um sumarið fór Doncic í nýliðaval NBA og Dallas Mavericks tók hann með þriðja valrétti. Hann hefur síðan orðið betri og betri með hverju árinu og er orðinn einn allra stærsta stjarna deildarinnar í dag. Doncic er nú að hefja sitt sjötta tímabil í NBA en á síðustu leiktíð var hann með 32,4 stig, 8,6 fráköst og 8,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Luka Doncic in his last season with Real Madrid:Liga ACB EuroLeague 12.8 PPG 16.0 PPG5.7 RPG 4.8 RPG5.0 APG 4.0 APG1.1 SPG 1.1 SPG46/28/77% 45/33/82% Became the youngest EuroLeague MVP!#MFFL pic.twitter.com/7sBVqgul1o— MFFL Muse (@MFFLMuse) October 9, 2023 Real Madrid tapaði í lokaúrslitum á móti Barcelona á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið spænska titilinn tímabilið á undan. Stærstu stjörnur liðsins er argentínski leikstjórnandinn Facundo Campazzo, landi hans Gabriel Deck, spænsku reynsluboltarnir Rudy Fernández og Sergio Llull, Bandaríkjamaðurinn Edy Tavares, Króatinn Mario Hezonja og bosníski framherjinn Dzanan Musa. Við hlið Luka hjá Dallas er auðvitað stórstjarnan Kyrie Irving og fleiri öflugir leikmenn. Leikur Real Madrid og Dallas Mavericks í WiZink Center í Madrid hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Back home Luka Doncic takes a walk through his old stomping grounds in Madrid Real Madrid-Mavs || Oct. 10 || 2:45pm/et || NBA TV pic.twitter.com/plI3TtTpZU— NBA (@NBA) October 9, 2023
NBA Spænski körfuboltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira