Finnst skrítið að hún sé enn á Íslandi: „Bleikur fíll sem enginn vill tala um“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 08:31 Tynice Martin er greinilega mjög öflugur leikmaður. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkurkonur hafa spilað fyrstu leiki sína í Subway deild kvenna án þess að hafa bandarískan leikmann í sínu liði. Staðan á bandaríska leikmanni Njarðvíkurliðsins var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær. „Hann (Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur) talar eins og Tynice Martin sé að fara að koma inn í þetta lið. Hún er ekki komin með leyfi enn þá sem er skrýtið vegna þess að það eru eiginlega allir erlendu leikmennirnir sem eru komnir til Íslands, kvennamegin og karlamegin, komin með leyfi,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Njarðvík samdi við Tynice Martin í sumar en svo kom í ljós að hún hafi verið dæmd fyrir heimilisofbeldi. Árið 2019 var hún dæmd í eins árs skilboðsbundið fangelsi eftir að hún hafi gengið inn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar og togað í hár hennar. Martin hafi svo ásamt annarri konu ýtt fórnarlambinu á hurð, lamið hana, tekið hálstaki og hrint. Valin í WNBA Martin var á sínum tíma valin af Los Angeles Sparks í nýliðavali WNBA deildarinnar en hún lék í Finnlandi á síðustu leiktíð þar sem hún var með 19,5 stig, 7,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 3,6 stolna bolta að meðaltali í leik. Það er því nokkuð ljóst að þarna fer mjög öflugur leikmaður sem gæti skipt miklu máli fyrir Njarðvíkurliðið. Ólöf Helga Pálsdóttir hefur sterkar skoðanir á veru Tynice Martin hér á landi.S2 Sport Hörður spurði Ólöfu Helgu Pálsdóttur um hvað henni finnist um að Martin sé að fara að koma inn í Njarðvíkurhópinn. Dæmd ofbeldiskona „Mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að senda hana heim af því að við fengum þær fréttir að hún er með ofbeldi í fortíðinni. Þetta er bleikur fíll sem enginn vill tala um í kvennadeild. Hún er dæmd sem ofbeldiskona gegn konum og mér stæði ekki á sama ef dætur mínar í tíunda bekk væru í liðinu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Mér finnst þetta ótrúlega skrýtið en hún er örugglega geðveikt góð en þetta er svolítið hræsni miðað við það hvernig var talað um ÍR karlamegin í fyrra. Svo er einhvern veginn af því að þetta er kvennadeildin þá þarf að vera eitthvað hush, hush,“ sagði Ólöf Helga. „Mér finnst asnalegt að ráða einhvern undir þessum kringumstæðum. Þú getur Googlað og séð strax að hún er ofbeldiskona,“ sagði Ólöf Helga. Vesen að fá leyfi Hörður benti á það að það virðist vera eitthvað vesen. „Hún væri byrjuð að spila ef að það væri ekki eitthvað sakarvottorðsvesen,“ sagði Hörður. „Það eru leikmenn sem eru búnar að koma miklu seinna en hún en eru komnar með leyfi. Það er alveg augljós að það er einhver töf út af einhverju sem í ljósi aðstæðna er bara mjög eðlilegt. Það er líka augljóst að Njarðvík er að ríghalda í hana. Þær eru búnar að sjá hana á æfingum og hún er greinilega algjör yfirburðarleikmaður,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var sammála Ólöfu. Það má horfa á umræðuna um Tynice Martin hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Njarðvíkingar enn að bíða eftir leyfi fyrir kvennakanann sinn Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
„Hann (Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur) talar eins og Tynice Martin sé að fara að koma inn í þetta lið. Hún er ekki komin með leyfi enn þá sem er skrýtið vegna þess að það eru eiginlega allir erlendu leikmennirnir sem eru komnir til Íslands, kvennamegin og karlamegin, komin með leyfi,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Njarðvík samdi við Tynice Martin í sumar en svo kom í ljós að hún hafi verið dæmd fyrir heimilisofbeldi. Árið 2019 var hún dæmd í eins árs skilboðsbundið fangelsi eftir að hún hafi gengið inn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar og togað í hár hennar. Martin hafi svo ásamt annarri konu ýtt fórnarlambinu á hurð, lamið hana, tekið hálstaki og hrint. Valin í WNBA Martin var á sínum tíma valin af Los Angeles Sparks í nýliðavali WNBA deildarinnar en hún lék í Finnlandi á síðustu leiktíð þar sem hún var með 19,5 stig, 7,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 3,6 stolna bolta að meðaltali í leik. Það er því nokkuð ljóst að þarna fer mjög öflugur leikmaður sem gæti skipt miklu máli fyrir Njarðvíkurliðið. Ólöf Helga Pálsdóttir hefur sterkar skoðanir á veru Tynice Martin hér á landi.S2 Sport Hörður spurði Ólöfu Helgu Pálsdóttur um hvað henni finnist um að Martin sé að fara að koma inn í Njarðvíkurhópinn. Dæmd ofbeldiskona „Mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að senda hana heim af því að við fengum þær fréttir að hún er með ofbeldi í fortíðinni. Þetta er bleikur fíll sem enginn vill tala um í kvennadeild. Hún er dæmd sem ofbeldiskona gegn konum og mér stæði ekki á sama ef dætur mínar í tíunda bekk væru í liðinu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Mér finnst þetta ótrúlega skrýtið en hún er örugglega geðveikt góð en þetta er svolítið hræsni miðað við það hvernig var talað um ÍR karlamegin í fyrra. Svo er einhvern veginn af því að þetta er kvennadeildin þá þarf að vera eitthvað hush, hush,“ sagði Ólöf Helga. „Mér finnst asnalegt að ráða einhvern undir þessum kringumstæðum. Þú getur Googlað og séð strax að hún er ofbeldiskona,“ sagði Ólöf Helga. Vesen að fá leyfi Hörður benti á það að það virðist vera eitthvað vesen. „Hún væri byrjuð að spila ef að það væri ekki eitthvað sakarvottorðsvesen,“ sagði Hörður. „Það eru leikmenn sem eru búnar að koma miklu seinna en hún en eru komnar með leyfi. Það er alveg augljós að það er einhver töf út af einhverju sem í ljósi aðstæðna er bara mjög eðlilegt. Það er líka augljóst að Njarðvík er að ríghalda í hana. Þær eru búnar að sjá hana á æfingum og hún er greinilega algjör yfirburðarleikmaður,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var sammála Ólöfu. Það má horfa á umræðuna um Tynice Martin hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Njarðvíkingar enn að bíða eftir leyfi fyrir kvennakanann sinn
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga