Kolbrún stefni í að verða næsta Helena: „Sér leikinn tveimur skrefum á undan“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2023 09:01 Kolbrún María hefur stimplað sig rækilega inn í Subway deildina með nýliðum Stjörnunnar. Vísir/Samsett mynd Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Subway körfuboltakvölds, segir hina fimmtán ára gömlu Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur, leikmann Stjörnunnar stefna í að verða næsta Helena Sverrisdóttir okkar Íslendinga. Helena er af mörgum talin besta körfuboltakona landsins frá upphafi. Stjörnustúlkan Kolbrún María varð um helgina yngsti leikmaðurinn í efstu deild kvenna í körfubolta til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. Kolbrún María skoraði þá 31 stig á 32 mínútum þegar nýliðar Stjörnunnar unnu 88-70 sigur á Fjölni í þriðju umferð Subway deildar kvenna. Fyrir leikinn í gær þá var Helena Sverrisdóttir yngsta körfuboltakonan til að skora 31 stig í einum leik í efstu deild kvenna í körfubolta. Helena var sextán ára, átta mánaða og fjögurra daga þegar hún skoraði 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS í nóvember 2004. Helena var einnig með 16 fráköst og 8 stoðsendingar í leiknum. Rætt var um Kolbrúnu Maríu í nýjasta uppgjörsþætti Subway deildarinnar á Stöð 2 Sport þar sem að Ólöf Helga Pálsdóttir, sem á sínum tíma þjálfaði Kolbrúnu hjá undir 15 ára landsliði Íslands, lét í ljós sína skoðun á því hversu langt þessi hæfileikaríki leikmaður gæti náð. Klippa: Hin 15 ára gamla Kolbrún María slær í gegn „Ég spilaði með mömmu hennar og hef því vitað af henni lengi. Hún er hálfur Grindvíkingur og ég var sjálf alltaf að vonast eftir því að hún kæmi yfir til Grindavíkur,“ sagði Ólöf sem þjálfaði lið Grindavíkur á sínum tíma. „Árið 2020 var hún á afreksæfingum í Grindavík og ég bauð henni þá að koma á meistaraflokksæfingu. Hún mætti og hélt í við þær þá. Ég hef alltaf talað um að hún sé næsta Helena. Hún undirstrikaði það með því að slá metið hennar núna á dögunum. Þetta er svo rosalega klár leikmaður, hún sér leikinn alltaf tveimur skrefum á undan, eins og Helena gerir.“ Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira
Stjörnustúlkan Kolbrún María varð um helgina yngsti leikmaðurinn í efstu deild kvenna í körfubolta til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. Kolbrún María skoraði þá 31 stig á 32 mínútum þegar nýliðar Stjörnunnar unnu 88-70 sigur á Fjölni í þriðju umferð Subway deildar kvenna. Fyrir leikinn í gær þá var Helena Sverrisdóttir yngsta körfuboltakonan til að skora 31 stig í einum leik í efstu deild kvenna í körfubolta. Helena var sextán ára, átta mánaða og fjögurra daga þegar hún skoraði 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS í nóvember 2004. Helena var einnig með 16 fráköst og 8 stoðsendingar í leiknum. Rætt var um Kolbrúnu Maríu í nýjasta uppgjörsþætti Subway deildarinnar á Stöð 2 Sport þar sem að Ólöf Helga Pálsdóttir, sem á sínum tíma þjálfaði Kolbrúnu hjá undir 15 ára landsliði Íslands, lét í ljós sína skoðun á því hversu langt þessi hæfileikaríki leikmaður gæti náð. Klippa: Hin 15 ára gamla Kolbrún María slær í gegn „Ég spilaði með mömmu hennar og hef því vitað af henni lengi. Hún er hálfur Grindvíkingur og ég var sjálf alltaf að vonast eftir því að hún kæmi yfir til Grindavíkur,“ sagði Ólöf sem þjálfaði lið Grindavíkur á sínum tíma. „Árið 2020 var hún á afreksæfingum í Grindavík og ég bauð henni þá að koma á meistaraflokksæfingu. Hún mætti og hélt í við þær þá. Ég hef alltaf talað um að hún sé næsta Helena. Hún undirstrikaði það með því að slá metið hennar núna á dögunum. Þetta er svo rosalega klár leikmaður, hún sér leikinn alltaf tveimur skrefum á undan, eins og Helena gerir.“
Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira