Guðrún spilaði allan leikinn í miðri vörn Rosengård er liðið lagði Spartak Subotica frá Serbíu á heimavelli þeirra síðarnefndu.
Sænska landsliðskonan Caroline Seger kom Rosengård yfir snemma leiks en Zelkja Belovan jafnaði fyrir hlé.
Ria Öling frá Finnlandi skoraði svo sigurmark Rosengård á 72. Mínútu. Rosengård leiðir einvígið því 2-1 fyrir síðari leik liðanna í Svíþjóð í næstu viku.
Guðrún er í landsliðshópi Íslands sem tilkynntur var í dag fyrir leiki Íslands við Danmörku og Þýskaland í Þjóðadeildinni síðar í mánuðinum.