Hannaði sófa úr ónothæfum töskum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. október 2023 07:00 Rebekka Ashley er viðmælandi í Kúnst. Vísir/Vilhelm Hönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley fer skapandi og óhefðbundar leiðir í sinni listsköpun og lætur efniviðinn ekki fara til spillis. Hún er viðmælandi í þættinum Kúnst og ræðir þar meðal annars um hvernig hún hannaði sófa úr ónothæfum tölvutöskum. Hér má sjá viðtalið við Rebekku Ashley í heild sinni: Rebekka hefur alltaf tjáð sig í gegnum hönnun og tísku og segist alla tíð hafa haft þörf til að skapa og búa eitthvað til. Þegar hún tók loks skrefið að sækja um í vöruhönnunarnám við Listaháskóla Íslands var ekki aftur snúið. Hönnunin var orðin órjúfanlegur hluti af hennar lífi. Gallaðir rennilásar urðu að listrænum sófa Það skiptir hana miklu máli að vera vistvæn í sinni listsköpun og eru rafmagnssnúrur sem dæmi vinsæll efniviður hjá henni. Þær hafa nýst henni við gerð á ljósakrónum, lömpum og flíkum svo eitthvað sé nefnt. Hún tók svo þátt í verkefni með Icelandair sem snérist um að finna farveg fyrir gallaðar tölvutöskur. „Þau pöntuðu rosalegt magn af töskum en rennilásarnir á þeim voru allir gallaðir. Þau sátu því uppi með tíu kassa af þessum tölvutöskum.“ Í kjölfarið nálguðust þau Rebekku til að athuga hvort það væri eitthvað hægt að gera. Hún fékk þá strax hugmynd. „Mig langaði að búa til eitthvað eitt stórt úr öllum þessum töskum og gerði því sófa og fyllti hann með tölvutöskunum og gömlum koddum og dýnum og alls konar. Hugmyndin var að búa til eitt stórt úr fullt af litlum ónýtum hlutum.“ Sófinn í bígerð hjá Rebekku Ashley.Aðsend Sófinn mun standa í nýjum höfuðstöðvum Icelandair. Aðspurð hvort að það sé þægilegt að slaka á í sófanum segir Rebekka hlæjandi: „Já, það er alveg allt í lagi að chilla í honum. Þetta er ekkert þægilegasti sófi í heiminum en þetta er allavega listrænn skúlptúr. Þetta er samt ekki bara flott að horfa á þetta upp á punktið heldur er notagildi í þessu og ég vil að það sé hægt að nota hann. Fegurðin er í því að nota hlutina til enda, endurvinna þá svo, nota þá svo aftur og svo koll af kolli“, segir Rebekka að lokum um ástríðu sína fyrir vistvænni hönnun. Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Menning Kúnst Tíska og hönnun Tengdar fréttir Vildi klæðast ruslinu sínu „Ég myndi segja að leikgleði einkenni listsköpun mína og hún er mjög litrík og umhverfisvæn,“ segir vöruhönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley, sem finnur notagildi í nánast öllu í kringum sig og fer vistvænar leiðir í sinni listsköpun. Rebekka Ashley er viðmælandi í Kúnst. 13. október 2023 07:49 „Hef aldrei opnað mig svona áður“ „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum, sem er alltaf gott að heyra,“ segir fjöllistakonan Gugusar um lagið Vonin sem hún sendi frá sér fyrr á árinu þar sem hún opnar sig um erfitt samband. 6. október 2023 07:00 Hlær bara að hrútskýringum Fjöllistakonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, hefur náð miklum árangri sem tónlistarkona á undanförnum árum og meðal annars unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún byrjaði fimmtán ára gömul að semja tónlist og pródúsera sjálf en takmarkar sig ekki við einn listmiðil. Gugusar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 29. september 2023 07:00 Flugu saman fram af hárugri bjargbrún „Okkur fannst bara mjög spennandi að vinna saman og við vissum strax að við ætluðum að vera með óvanalega sýningu. Maður finnur ákveðið traust til að hleypa einhverjum svona inn í sinn heim,“ segja Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, og Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022. 15. september 2023 07:01 Hefur náð miklum árangri á heimsvísu en tengingin við Ísland órjúfanleg „Maður getur ekkert forðast egó-ið alveg, það situr á öxlinni og er bara what’s up,“ segir listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter. 19. september 2023 07:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Rebekku Ashley í heild sinni: Rebekka hefur alltaf tjáð sig í gegnum hönnun og tísku og segist alla tíð hafa haft þörf til að skapa og búa eitthvað til. Þegar hún tók loks skrefið að sækja um í vöruhönnunarnám við Listaháskóla Íslands var ekki aftur snúið. Hönnunin var orðin órjúfanlegur hluti af hennar lífi. Gallaðir rennilásar urðu að listrænum sófa Það skiptir hana miklu máli að vera vistvæn í sinni listsköpun og eru rafmagnssnúrur sem dæmi vinsæll efniviður hjá henni. Þær hafa nýst henni við gerð á ljósakrónum, lömpum og flíkum svo eitthvað sé nefnt. Hún tók svo þátt í verkefni með Icelandair sem snérist um að finna farveg fyrir gallaðar tölvutöskur. „Þau pöntuðu rosalegt magn af töskum en rennilásarnir á þeim voru allir gallaðir. Þau sátu því uppi með tíu kassa af þessum tölvutöskum.“ Í kjölfarið nálguðust þau Rebekku til að athuga hvort það væri eitthvað hægt að gera. Hún fékk þá strax hugmynd. „Mig langaði að búa til eitthvað eitt stórt úr öllum þessum töskum og gerði því sófa og fyllti hann með tölvutöskunum og gömlum koddum og dýnum og alls konar. Hugmyndin var að búa til eitt stórt úr fullt af litlum ónýtum hlutum.“ Sófinn í bígerð hjá Rebekku Ashley.Aðsend Sófinn mun standa í nýjum höfuðstöðvum Icelandair. Aðspurð hvort að það sé þægilegt að slaka á í sófanum segir Rebekka hlæjandi: „Já, það er alveg allt í lagi að chilla í honum. Þetta er ekkert þægilegasti sófi í heiminum en þetta er allavega listrænn skúlptúr. Þetta er samt ekki bara flott að horfa á þetta upp á punktið heldur er notagildi í þessu og ég vil að það sé hægt að nota hann. Fegurðin er í því að nota hlutina til enda, endurvinna þá svo, nota þá svo aftur og svo koll af kolli“, segir Rebekka að lokum um ástríðu sína fyrir vistvænni hönnun. Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Menning Kúnst Tíska og hönnun Tengdar fréttir Vildi klæðast ruslinu sínu „Ég myndi segja að leikgleði einkenni listsköpun mína og hún er mjög litrík og umhverfisvæn,“ segir vöruhönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley, sem finnur notagildi í nánast öllu í kringum sig og fer vistvænar leiðir í sinni listsköpun. Rebekka Ashley er viðmælandi í Kúnst. 13. október 2023 07:49 „Hef aldrei opnað mig svona áður“ „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum, sem er alltaf gott að heyra,“ segir fjöllistakonan Gugusar um lagið Vonin sem hún sendi frá sér fyrr á árinu þar sem hún opnar sig um erfitt samband. 6. október 2023 07:00 Hlær bara að hrútskýringum Fjöllistakonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, hefur náð miklum árangri sem tónlistarkona á undanförnum árum og meðal annars unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún byrjaði fimmtán ára gömul að semja tónlist og pródúsera sjálf en takmarkar sig ekki við einn listmiðil. Gugusar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 29. september 2023 07:00 Flugu saman fram af hárugri bjargbrún „Okkur fannst bara mjög spennandi að vinna saman og við vissum strax að við ætluðum að vera með óvanalega sýningu. Maður finnur ákveðið traust til að hleypa einhverjum svona inn í sinn heim,“ segja Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, og Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022. 15. september 2023 07:01 Hefur náð miklum árangri á heimsvísu en tengingin við Ísland órjúfanleg „Maður getur ekkert forðast egó-ið alveg, það situr á öxlinni og er bara what’s up,“ segir listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter. 19. september 2023 07:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Vildi klæðast ruslinu sínu „Ég myndi segja að leikgleði einkenni listsköpun mína og hún er mjög litrík og umhverfisvæn,“ segir vöruhönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley, sem finnur notagildi í nánast öllu í kringum sig og fer vistvænar leiðir í sinni listsköpun. Rebekka Ashley er viðmælandi í Kúnst. 13. október 2023 07:49
„Hef aldrei opnað mig svona áður“ „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum, sem er alltaf gott að heyra,“ segir fjöllistakonan Gugusar um lagið Vonin sem hún sendi frá sér fyrr á árinu þar sem hún opnar sig um erfitt samband. 6. október 2023 07:00
Hlær bara að hrútskýringum Fjöllistakonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, hefur náð miklum árangri sem tónlistarkona á undanförnum árum og meðal annars unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún byrjaði fimmtán ára gömul að semja tónlist og pródúsera sjálf en takmarkar sig ekki við einn listmiðil. Gugusar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 29. september 2023 07:00
Flugu saman fram af hárugri bjargbrún „Okkur fannst bara mjög spennandi að vinna saman og við vissum strax að við ætluðum að vera með óvanalega sýningu. Maður finnur ákveðið traust til að hleypa einhverjum svona inn í sinn heim,“ segja Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, og Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022. 15. september 2023 07:01
Hefur náð miklum árangri á heimsvísu en tengingin við Ísland órjúfanleg „Maður getur ekkert forðast egó-ið alveg, það situr á öxlinni og er bara what’s up,“ segir listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter. 19. september 2023 07:00