Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 11:53 Blinken og Netanyahu tókust innilega í hendur áður en blaðamannafundurinn hófst. AP/Jacquelyn Martin „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. Blinken, sem mun funda með ráðamönnum í Ísrael í dag og með forseta Palestínu á morgun, sagðist skilja persónulega þá endurómun sem fylgdi í kjölfar voðaverka Hamas, fyrir gyðinga í Ísrael og út um allan heim. „Of oft í fortíðinni hafa leiðtogar verið tvístígandi gagnvart hryðjuverkaárásum gegn Ísrael og ísraelsku þjóðinni. Þetta er, verður að vera, stund siðferðilegrar uppljómunar,“ sagði Blinken. Utanríkisráðherrann sagði ríkisborgara 36 ríkja hafa verið myrta í árás Hamas á laugardaginn, eða saknað. Þá sagði hann 25 bandaríska ríkiborgara hafa verið meðal 1.200 látnu. „Allir sem vilja frið og réttlæti verða að fordæma ógnarstjórn Hamas,“ sagði Blinken. Það er ljóst að stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael er afdráttarlaus.AP/Jacquelyn Martin Hann sagði ómögulegt að sjá myndir af fjölskyldum sem hefðu verið myrtar og hugsa ekki um eigin börn. „Börnum slátrað, lík lítilsvirt, ungt fólk brennt lifandi, konum nauðgað, foreldrar teknir af lífi fyrir framan börn þeirra, börn fyrir framan foreldrana. Hvernig eigum við að geta skilið þetta?“ sagði ráðherrann. Hann lofaði hugrekki Ísraelsmanna og sagði þá mögulega nógu sterka til að verjast upp á eigin spýtur „en á meðan Bandaríkin verða til munið þið aldrei nokkurn tímann þurfa þess“. Blinken sagði aðeins eitt á stefnuskrá Hamas; að myrða gyðinga og tortíma Ísrael. Ísraelsmenn hefðu fullan rétt á því að grípa til varna en það skipti máli hvernig þeir gerðu það. Freista þyrti þess í lengstu lög að þyrma óbreyttum borgurum. Netanyahu þakkaði Blinken og Bandaríkjunum, bæði á hebresku og ensku, og líkti Hamas við Ríki íslam. „Biden hafði rétt fyrir sér þegar hann talaði um algjöra illsku,“ sagði forsætisráðherrann. „Hamas mun sæta sömu örlögum og Isis. Það á að hrækja þeim úr samfélagi þjóðanna. Þetta er tími þar sem við þurfum að standa keik og sameinuð gagnvart hinu illa. Við erum að taka afstöðu. Bandaríkin eru að taka afstöðu.“ Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Blinken, sem mun funda með ráðamönnum í Ísrael í dag og með forseta Palestínu á morgun, sagðist skilja persónulega þá endurómun sem fylgdi í kjölfar voðaverka Hamas, fyrir gyðinga í Ísrael og út um allan heim. „Of oft í fortíðinni hafa leiðtogar verið tvístígandi gagnvart hryðjuverkaárásum gegn Ísrael og ísraelsku þjóðinni. Þetta er, verður að vera, stund siðferðilegrar uppljómunar,“ sagði Blinken. Utanríkisráðherrann sagði ríkisborgara 36 ríkja hafa verið myrta í árás Hamas á laugardaginn, eða saknað. Þá sagði hann 25 bandaríska ríkiborgara hafa verið meðal 1.200 látnu. „Allir sem vilja frið og réttlæti verða að fordæma ógnarstjórn Hamas,“ sagði Blinken. Það er ljóst að stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael er afdráttarlaus.AP/Jacquelyn Martin Hann sagði ómögulegt að sjá myndir af fjölskyldum sem hefðu verið myrtar og hugsa ekki um eigin börn. „Börnum slátrað, lík lítilsvirt, ungt fólk brennt lifandi, konum nauðgað, foreldrar teknir af lífi fyrir framan börn þeirra, börn fyrir framan foreldrana. Hvernig eigum við að geta skilið þetta?“ sagði ráðherrann. Hann lofaði hugrekki Ísraelsmanna og sagði þá mögulega nógu sterka til að verjast upp á eigin spýtur „en á meðan Bandaríkin verða til munið þið aldrei nokkurn tímann þurfa þess“. Blinken sagði aðeins eitt á stefnuskrá Hamas; að myrða gyðinga og tortíma Ísrael. Ísraelsmenn hefðu fullan rétt á því að grípa til varna en það skipti máli hvernig þeir gerðu það. Freista þyrti þess í lengstu lög að þyrma óbreyttum borgurum. Netanyahu þakkaði Blinken og Bandaríkjunum, bæði á hebresku og ensku, og líkti Hamas við Ríki íslam. „Biden hafði rétt fyrir sér þegar hann talaði um algjöra illsku,“ sagði forsætisráðherrann. „Hamas mun sæta sömu örlögum og Isis. Það á að hrækja þeim úr samfélagi þjóðanna. Þetta er tími þar sem við þurfum að standa keik og sameinuð gagnvart hinu illa. Við erum að taka afstöðu. Bandaríkin eru að taka afstöðu.“
Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira