Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Jón Þór Stefánsson skrifar 12. október 2023 14:29 Mohammed Deif er gríðarlega dularfullur. Þó að hann hafi sett mark sitt á söguna þá er lítið vitað um ævi hans. Jafnframt er útlit hans óljóst en þessi mynd er tekin úr sjónvarpsávarpi Hamas-samtakanna árið 2005. Wikimedia Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. Hann er leiðtogi Izz al-Din al-Qassam-flokksins, herskás arms Hamas-samtakanna, og skipulagði árásina sem átti sér stað síðsatliðinn laugardag og hefur orsakað stríðsátökin sem ríkt hafa í Ísrael og á Gasaströndinni síðan. Franski ríkismiðillinn France 24 fjallar um sögu Deif. Þar segir að í ljósi atburða laugardagsins sé ljóst að Ísraelsmenn vilji Deif feigan, og það meira en nokkru sinni fyrr. En á sama tíma þykir líklegt að frægðarljómi hans á Gasaströndinni fari vaxandi. Arfleiðin tryggð „Með þessari aðgerð, sem er sú best heppnaða í sögu palestínskrar andspyrnusögu, hefur hann tryggt að arfleið sín verði í manna minnum um ókomna tíð. Nú getur hann misstigið sig. Ísrael getur myrt hann úr því sem komið er,“ er haft eftir Omri Brinner, sérfræðingi í málefnum Miðausturlanda. Brinner útskýrir að Deif hefur hlotið viðurnefnið „Maðurinn með níu líf“ vegna þess hve vel hann hafi komið sér undan ísraelskum stjórnvöldum um áratugaskeið. Eldflaugaárásir hafa verið áberandi í átökunum frá því um helgina. Þessi ljósmynd er tekin í kringum Gasaströndina í gærkvöldi.EPA Hann hefur verið skilgreindur sem hryðjuverkamaður af Bandaríkjunum frá árinu 2015, og verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjátíu ár, en hann er sagður hafa oft og mörgum sinnum ógnað þjóðaröryggi landsins á þeim tíma. „Árásargirni gagnvart Ísrael helst yfirleitt í hendur við lágar lífslíkur. Það er hreint út sagt ótrúlegt að hann hafi haldið sér á lífi eins lengi og raunin er,“ segir Jacob Eriksson, sérfræðingur í málefnum Ísraels og Palestínu. Lemstraður eftir árás Ísraels Ástæðan fyrir þessu óvænta langlífi Mohammed Deif felst í því hversu vel honum hefur tekist að vera í felum. Til að mynda er fullyrt í grein France 24 að einungis sé til ein ljósmynd af Deif sem hefur litið dagsins ljós. Og sú mynd er tuttugu ára gömul. Hann hefur þó ekki alltaf sloppið óhultur. Deif er sagður hafa misst sjón, handlegg og fótlegg eftir árás Ísraelsmanna árið 2006. Palestínsk mæðgin ganga í rústum á Gasasvæðinu.EPA Þá liggur ekki fyrir hvert raunverulegt nafn hans er, en France 24 útskýrir að Deif þýði í raun og veru gestur. „Það er tilvísun í að hann eyðir aldrei meira en einni nótt á sama stað. Hann er alltaf á flakki til að forðast Ísraelsmenn,“ segir Eriksson. Óljós ævi Aðrar staðreyndir um ævi Deif eru á reiki, en því hefur til að mynda verið haldið fram að hann hafi fæðst á sjöunda áratug síðustu aldar í flóttamannabúðum á Gasaströndinni. Í lok níunda áratugarins hafi hann gengið til liðs við Hamas-samtökin. Hann hafi skipulagt sjálfsmorðssprengjuárás á tíunda áratugnum og í kjölfar morðsins á Yahya Ayyash, sem var einn leiðtoga Hamas, hafi Deif orðið að mikilvægum hlekk innan samtakanna. Sjö mánaða gamall sonur Deif, Ali, og eiginkona hans voru myrt í árás Ísraelsmanna árið 2014. Jarðarför sonarins vakti mikla athygli sökum fréttaljósmynda sem sýndu þegar gengið var með lík barnsins um götur Gasa. Býr ekki á lúxushóteli Mohammed Deif hefur það orð á sér að vilja einungis notast við hernaðarlegar lausnir. Brinner segir að það hafi aukið vinsældir hans á Gasaströndinni. Skoðanakönnun sem gerð hafi verið 2014 hafi bent til þess að hann væri vinsælli en helstu leiðtogar Hamas-samtakanna. Þar spili jafnframt inn í að hann búi á Gasaströndinni, sem er eitthvað sem aðrir leiðtogar Hamas eru ekki þekktir fyrir. Þvert á móti hafi sumir þeirra verið sakaðir um að stýra aðgerðum samtakana frá „lúxushótelum í Katar“. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Óttast að spítalinn breytist í líkhús Átök Ísraela og Hamas-liða héldu áfram í nótt og í morgun. Palestínumenn segja að stærsti spítali Gasasvæðisins verði rafmagnslaus eftir fjóra daga fái þeir ekki eldsneyti til að halda rafstöðvum gangandi. Ákveðin upplýsingaóreiða ríkir vegna átakanna. 12. október 2023 12:28 Segir Gasaströndina hafa verið einangraða vegna ótta við hryðjuverkaógn Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, segir Ísraelsmenn hafa lokað Gasaströndina af, af ótta við hryðjuverkaógn og að allt færi úr böndunum innan ísraelskra landamæra. 10. október 2023 15:57 Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. 12. október 2023 11:53 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Hann er leiðtogi Izz al-Din al-Qassam-flokksins, herskás arms Hamas-samtakanna, og skipulagði árásina sem átti sér stað síðsatliðinn laugardag og hefur orsakað stríðsátökin sem ríkt hafa í Ísrael og á Gasaströndinni síðan. Franski ríkismiðillinn France 24 fjallar um sögu Deif. Þar segir að í ljósi atburða laugardagsins sé ljóst að Ísraelsmenn vilji Deif feigan, og það meira en nokkru sinni fyrr. En á sama tíma þykir líklegt að frægðarljómi hans á Gasaströndinni fari vaxandi. Arfleiðin tryggð „Með þessari aðgerð, sem er sú best heppnaða í sögu palestínskrar andspyrnusögu, hefur hann tryggt að arfleið sín verði í manna minnum um ókomna tíð. Nú getur hann misstigið sig. Ísrael getur myrt hann úr því sem komið er,“ er haft eftir Omri Brinner, sérfræðingi í málefnum Miðausturlanda. Brinner útskýrir að Deif hefur hlotið viðurnefnið „Maðurinn með níu líf“ vegna þess hve vel hann hafi komið sér undan ísraelskum stjórnvöldum um áratugaskeið. Eldflaugaárásir hafa verið áberandi í átökunum frá því um helgina. Þessi ljósmynd er tekin í kringum Gasaströndina í gærkvöldi.EPA Hann hefur verið skilgreindur sem hryðjuverkamaður af Bandaríkjunum frá árinu 2015, og verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjátíu ár, en hann er sagður hafa oft og mörgum sinnum ógnað þjóðaröryggi landsins á þeim tíma. „Árásargirni gagnvart Ísrael helst yfirleitt í hendur við lágar lífslíkur. Það er hreint út sagt ótrúlegt að hann hafi haldið sér á lífi eins lengi og raunin er,“ segir Jacob Eriksson, sérfræðingur í málefnum Ísraels og Palestínu. Lemstraður eftir árás Ísraels Ástæðan fyrir þessu óvænta langlífi Mohammed Deif felst í því hversu vel honum hefur tekist að vera í felum. Til að mynda er fullyrt í grein France 24 að einungis sé til ein ljósmynd af Deif sem hefur litið dagsins ljós. Og sú mynd er tuttugu ára gömul. Hann hefur þó ekki alltaf sloppið óhultur. Deif er sagður hafa misst sjón, handlegg og fótlegg eftir árás Ísraelsmanna árið 2006. Palestínsk mæðgin ganga í rústum á Gasasvæðinu.EPA Þá liggur ekki fyrir hvert raunverulegt nafn hans er, en France 24 útskýrir að Deif þýði í raun og veru gestur. „Það er tilvísun í að hann eyðir aldrei meira en einni nótt á sama stað. Hann er alltaf á flakki til að forðast Ísraelsmenn,“ segir Eriksson. Óljós ævi Aðrar staðreyndir um ævi Deif eru á reiki, en því hefur til að mynda verið haldið fram að hann hafi fæðst á sjöunda áratug síðustu aldar í flóttamannabúðum á Gasaströndinni. Í lok níunda áratugarins hafi hann gengið til liðs við Hamas-samtökin. Hann hafi skipulagt sjálfsmorðssprengjuárás á tíunda áratugnum og í kjölfar morðsins á Yahya Ayyash, sem var einn leiðtoga Hamas, hafi Deif orðið að mikilvægum hlekk innan samtakanna. Sjö mánaða gamall sonur Deif, Ali, og eiginkona hans voru myrt í árás Ísraelsmanna árið 2014. Jarðarför sonarins vakti mikla athygli sökum fréttaljósmynda sem sýndu þegar gengið var með lík barnsins um götur Gasa. Býr ekki á lúxushóteli Mohammed Deif hefur það orð á sér að vilja einungis notast við hernaðarlegar lausnir. Brinner segir að það hafi aukið vinsældir hans á Gasaströndinni. Skoðanakönnun sem gerð hafi verið 2014 hafi bent til þess að hann væri vinsælli en helstu leiðtogar Hamas-samtakanna. Þar spili jafnframt inn í að hann búi á Gasaströndinni, sem er eitthvað sem aðrir leiðtogar Hamas eru ekki þekktir fyrir. Þvert á móti hafi sumir þeirra verið sakaðir um að stýra aðgerðum samtakana frá „lúxushótelum í Katar“.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Óttast að spítalinn breytist í líkhús Átök Ísraela og Hamas-liða héldu áfram í nótt og í morgun. Palestínumenn segja að stærsti spítali Gasasvæðisins verði rafmagnslaus eftir fjóra daga fái þeir ekki eldsneyti til að halda rafstöðvum gangandi. Ákveðin upplýsingaóreiða ríkir vegna átakanna. 12. október 2023 12:28 Segir Gasaströndina hafa verið einangraða vegna ótta við hryðjuverkaógn Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, segir Ísraelsmenn hafa lokað Gasaströndina af, af ótta við hryðjuverkaógn og að allt færi úr böndunum innan ísraelskra landamæra. 10. október 2023 15:57 Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. 12. október 2023 11:53 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Óttast að spítalinn breytist í líkhús Átök Ísraela og Hamas-liða héldu áfram í nótt og í morgun. Palestínumenn segja að stærsti spítali Gasasvæðisins verði rafmagnslaus eftir fjóra daga fái þeir ekki eldsneyti til að halda rafstöðvum gangandi. Ákveðin upplýsingaóreiða ríkir vegna átakanna. 12. október 2023 12:28
Segir Gasaströndina hafa verið einangraða vegna ótta við hryðjuverkaógn Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, segir Ísraelsmenn hafa lokað Gasaströndina af, af ótta við hryðjuverkaógn og að allt færi úr böndunum innan ísraelskra landamæra. 10. október 2023 15:57
Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. 12. október 2023 11:53
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“