Handtökuskipun gefin út á hendur Sturridge vegna vangoldinna fundarlauna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2023 17:45 Daniel Sturridge lék á sínum tíma með Liverpool. Quality Sport Images/Getty Images Handtökuskipun hefur verið gefin út í Los Angeles í Bandaríkjunum á hendur Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmanns Liverpool, Chelsea og enska landsliðsins í knattspyrnu. Handtökuskipunin var gefin út í kjölfar þess að Sturridge mætti ekki fyrir rétt. Sturridge átti að mæta fyrir rétt vegna máls sem á rætur sínar að rekja til ársins 2019 þar sem leikmaðurinn fyrrverandi greindi frá því að hundinum Lucci hafi verið rænt af heimili í Los Angeles. Sturridge bauð fundarlaun þeim sem myndi finna hundinn heilann á húfi. Rapparinn Killa Fame, sem heitir réttu nafni Foster Washington, birti myndir af hundinum á samfélagsmiðlum og hjálpaði Sturridge þar með að finna hundinn. Leikmaðurinn fyrrverandi greiddi rapparanum hins vegar aldrei fundarlaunin og árið 2021 var Sturridge dæmdur til að greiða Killa Fame 30.000 dollara fyrir að finna hundinn, en það samsvarar um 4,2 milljónum króna. 🚨🚨| An arrest warrant is issued for Daniel Sturridge after he failed to appear in Los Angeles court over a $30,000 reward he allegedly owed to man who found his missing dog in 2019. [@MailSport] pic.twitter.com/9u2fESTRRC— CentreGoals. (@centregoals) October 12, 2023 Sturridge sagði hins vegar frá því á samfélagsmiðlum sínum á sínum tíma að hann hafi greitt ungum dreng fundarlaun fyrir að finna hundinn og það hafi alls ekki verið Killa Fame sem varð til þess að hundurinn fannst. Sturridge hefur því aldrei greitt rapparanum. Sturridge átti að mæta í dómsal í síðasta mánuði, en hann lét aldrei sjá sig. Málið verður tekið upp á ný þann 30. nóvember næstkomandi og hefur dómari málsins gefið út handtökuskipun á hendur Sturridge og þaðan verður hann færður til réttar. Enski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Handtökuskipunin var gefin út í kjölfar þess að Sturridge mætti ekki fyrir rétt. Sturridge átti að mæta fyrir rétt vegna máls sem á rætur sínar að rekja til ársins 2019 þar sem leikmaðurinn fyrrverandi greindi frá því að hundinum Lucci hafi verið rænt af heimili í Los Angeles. Sturridge bauð fundarlaun þeim sem myndi finna hundinn heilann á húfi. Rapparinn Killa Fame, sem heitir réttu nafni Foster Washington, birti myndir af hundinum á samfélagsmiðlum og hjálpaði Sturridge þar með að finna hundinn. Leikmaðurinn fyrrverandi greiddi rapparanum hins vegar aldrei fundarlaunin og árið 2021 var Sturridge dæmdur til að greiða Killa Fame 30.000 dollara fyrir að finna hundinn, en það samsvarar um 4,2 milljónum króna. 🚨🚨| An arrest warrant is issued for Daniel Sturridge after he failed to appear in Los Angeles court over a $30,000 reward he allegedly owed to man who found his missing dog in 2019. [@MailSport] pic.twitter.com/9u2fESTRRC— CentreGoals. (@centregoals) October 12, 2023 Sturridge sagði hins vegar frá því á samfélagsmiðlum sínum á sínum tíma að hann hafi greitt ungum dreng fundarlaun fyrir að finna hundinn og það hafi alls ekki verið Killa Fame sem varð til þess að hundurinn fannst. Sturridge hefur því aldrei greitt rapparanum. Sturridge átti að mæta í dómsal í síðasta mánuði, en hann lét aldrei sjá sig. Málið verður tekið upp á ný þann 30. nóvember næstkomandi og hefur dómari málsins gefið út handtökuskipun á hendur Sturridge og þaðan verður hann færður til réttar.
Enski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira