Von á byltingu í Bláfjöllum í vetur Lovísa Arnardóttir skrifar 12. október 2023 18:43 Einar segir það hafa verið góða tilfinningu að sjá snjó í brekkunum í morgun. Mynd/Bláfjöll og Vísir/Arnar Í morgun snjóaði í Bláfjöllum. Þó ekki nóg til að opna brekkurnar en rekstrarstjóri segir fólk eiga von á góðu í vetur. Það styttist í opnun og að nýja snjóframleiðslukerfið verði tekið í notkun. Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir styttast í opnun. Það megi þó gera ráð fyrir það verði ekki fyrr en um miðjan næsta mánuð. Á Facebook-síðu skíðasvæðisins í dag mátti sjá mynd af brekkunum og að þær væru fullar af snjó. „Þetta var bara sett inn til að æsa aðeins í mannskapnum. Við erum á fullu að klára nýja snjókerfið og erum að vonast til þess að ná að klára það á næstu þremur til fimm vikum. Við erum að horfa á miðjan nóvember sem upphaf á snjóframleiðslu, ef það verður frost,“ segir Einar og að snjórinn sem nú er tefji meira en hjálpi. „En það er rosalega gott fyrir hjartað. Það er gott fyrir þau sem eiga bágt heima að fá eina mynd af snjó. Manni líður strax betur,“ segir Einar léttur. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu undanfarin ár. Síðasta vetur voru reistar tvær nýjar stólalyftur og nú er verið að setja upp nýtt snjóframleiðslukerfi sem er 100 prósent sjálfvirkt. Kerfið virkar þannig að borað er niður í jörðina og dæla sett ofan í sem dælir ofan í lón. Úr lóninu fer það í dælustöð og svo í brekkuna þar sem það fer í gegnum snjóbyssur þar sem vatnið svo frýs í loftinu. Hægt að skíða um jólin „Þetta verður bylting fyrir okkur að nýta haustdagana í nóvember og desember. Að blanda saman framleiddum snjó og náttúrulegum snjó. Þá fáum við besta skíðafæri sem völ er á.“ Hann segir að með vélinni þá opnist að hafa meira opið yfir vetrartímann og tryggi til dæmis að það verði hægt að komast á skíði fyrir jól. Snjóbyssurnar sem skjóta vatninu út, sem svo frýs í loftinu og verður að snjó. Mynd/Skíðasvæðin Bláfjöll „Þá geta allir prófað nýju skíðin og brettin annan í jólum. Fólk þarf ekki að lifa við það að það sé alveg snjólaust. Það er alveg óþolandi,“ segir Einar og að síðasti vetur hafi verið alveg skelfilegur því það hafi rignt svo mikið. Fólk á þá von á góðu í vetur? „Já, við erum að vona það. Við þurfum auðvitað að læra á kerfið í vetur og verðum í námi í haust og inn í veturinn. Svo næsta haust verðum við orðnir pró,“ segir Einar en hann á von á því að það verði haldið upp á það þegar kerfið verður tekið í notkun seinna í haust. Skíðaíþróttir Skíðasvæði Veður Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir „Þetta tryggir okkur skíðafæri“ Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni. 17. ágúst 2023 16:51 Sérstakur skíðavetur en þróunin upp á við Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu segir síðasta vetur hafa verið sérstakan fyrir skíðasvæðin. Lítill snjór hafi komið í Bláfjöll og ekki tókst að vígja formlega nýju lyfturnar á svæðinu. 7. maí 2023 13:44 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir styttast í opnun. Það megi þó gera ráð fyrir það verði ekki fyrr en um miðjan næsta mánuð. Á Facebook-síðu skíðasvæðisins í dag mátti sjá mynd af brekkunum og að þær væru fullar af snjó. „Þetta var bara sett inn til að æsa aðeins í mannskapnum. Við erum á fullu að klára nýja snjókerfið og erum að vonast til þess að ná að klára það á næstu þremur til fimm vikum. Við erum að horfa á miðjan nóvember sem upphaf á snjóframleiðslu, ef það verður frost,“ segir Einar og að snjórinn sem nú er tefji meira en hjálpi. „En það er rosalega gott fyrir hjartað. Það er gott fyrir þau sem eiga bágt heima að fá eina mynd af snjó. Manni líður strax betur,“ segir Einar léttur. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu undanfarin ár. Síðasta vetur voru reistar tvær nýjar stólalyftur og nú er verið að setja upp nýtt snjóframleiðslukerfi sem er 100 prósent sjálfvirkt. Kerfið virkar þannig að borað er niður í jörðina og dæla sett ofan í sem dælir ofan í lón. Úr lóninu fer það í dælustöð og svo í brekkuna þar sem það fer í gegnum snjóbyssur þar sem vatnið svo frýs í loftinu. Hægt að skíða um jólin „Þetta verður bylting fyrir okkur að nýta haustdagana í nóvember og desember. Að blanda saman framleiddum snjó og náttúrulegum snjó. Þá fáum við besta skíðafæri sem völ er á.“ Hann segir að með vélinni þá opnist að hafa meira opið yfir vetrartímann og tryggi til dæmis að það verði hægt að komast á skíði fyrir jól. Snjóbyssurnar sem skjóta vatninu út, sem svo frýs í loftinu og verður að snjó. Mynd/Skíðasvæðin Bláfjöll „Þá geta allir prófað nýju skíðin og brettin annan í jólum. Fólk þarf ekki að lifa við það að það sé alveg snjólaust. Það er alveg óþolandi,“ segir Einar og að síðasti vetur hafi verið alveg skelfilegur því það hafi rignt svo mikið. Fólk á þá von á góðu í vetur? „Já, við erum að vona það. Við þurfum auðvitað að læra á kerfið í vetur og verðum í námi í haust og inn í veturinn. Svo næsta haust verðum við orðnir pró,“ segir Einar en hann á von á því að það verði haldið upp á það þegar kerfið verður tekið í notkun seinna í haust.
Skíðaíþróttir Skíðasvæði Veður Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir „Þetta tryggir okkur skíðafæri“ Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni. 17. ágúst 2023 16:51 Sérstakur skíðavetur en þróunin upp á við Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu segir síðasta vetur hafa verið sérstakan fyrir skíðasvæðin. Lítill snjór hafi komið í Bláfjöll og ekki tókst að vígja formlega nýju lyfturnar á svæðinu. 7. maí 2023 13:44 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Þetta tryggir okkur skíðafæri“ Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni. 17. ágúst 2023 16:51
Sérstakur skíðavetur en þróunin upp á við Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu segir síðasta vetur hafa verið sérstakan fyrir skíðasvæðin. Lítill snjór hafi komið í Bláfjöll og ekki tókst að vígja formlega nýju lyfturnar á svæðinu. 7. maí 2023 13:44