Viðar Örn: Buðum hættunni heim Gunnar Gunnarsson skrifar 12. október 2023 22:19 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, var ánægður með að hafa unnið Breiðablik 80-73 á Egilsstöðum í kvöld þótt frammistaða liðsins væri ekki góð. Höttur spilaði vel fyrsta kortérið og var þá komið með 10 stiga forskot en hrökk síðan í baklás. Það bjargaði sér svo í síðasta leikhluta. „Við byrjuðum af krafti en urðum síðan kærulausir, hægir og varnaleikurinn lélegur. Þar buðum við hættunni heim. Undir lokin náðum við smá áhlaupi og komumst aftur í takt. Ég er vonsvikinn með frammistöðu okkar í dag, hún var ekki góð. En kannski er það þroskamerki á liðinu og félaginu að vinna leik þótt frammistaðan sé þetta slök.“ Litlar breytingar eru á Hattarhópnum milli ára þannig að í liðinu er kjarni sem spilað hefur lengi saman. Það kann að hafa hjálpað þegar það þurfti að klóra sig upp úr holunni í restina því Breiðablik var yfir þegar kom að síðasta leikhlutanum. „Við höfum reynt að halda í kjarnann til að byggja upp liðsheild og bæta ofan á hann. Ég held það hafi skipt máli og þótt við höfum ekki sýnt góðan leik þá var þetta sterkur sigur.“ Höttur hefur unnið tvo fyrstu leikina og er þetta í fyrsta sinn í sögu liðsins í úrvalsdeild sem það nær þeim árangri. „Byrjunin gæti ekki verið betri og við verðum að fagna því. Ég er ekki leiður þótt það þurfi að laga frammistöðuna.“ Af einstökum atvikum í leiknum má nefna að á 15. mínútu fór Everage Lee Richardson, stigahæsti leikmaður Breiðabliks, úr lið á fingri. Ólafur Sigfús Björnsson, sjúkraþjálfari Hattar, kippti honum í liðinn og Viðar Örn aðstoðaði. „Óli sá um þetta. Ég kom bara til að skyggja á og halda í höndina á Everage á móti. Það er eðlilegt að aðstoða eins og hægt er í svona aðstæðum. Everage er frábær leikmaður og það hefði verið sniðugt að leyfa honum að setjast á bekkinn en fegurðin við íþróttirnar felst í því að það verður að vera heiðarleiki í þeim.“ Subway-deild karla Höttur Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Nýliðarnir búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
„Við byrjuðum af krafti en urðum síðan kærulausir, hægir og varnaleikurinn lélegur. Þar buðum við hættunni heim. Undir lokin náðum við smá áhlaupi og komumst aftur í takt. Ég er vonsvikinn með frammistöðu okkar í dag, hún var ekki góð. En kannski er það þroskamerki á liðinu og félaginu að vinna leik þótt frammistaðan sé þetta slök.“ Litlar breytingar eru á Hattarhópnum milli ára þannig að í liðinu er kjarni sem spilað hefur lengi saman. Það kann að hafa hjálpað þegar það þurfti að klóra sig upp úr holunni í restina því Breiðablik var yfir þegar kom að síðasta leikhlutanum. „Við höfum reynt að halda í kjarnann til að byggja upp liðsheild og bæta ofan á hann. Ég held það hafi skipt máli og þótt við höfum ekki sýnt góðan leik þá var þetta sterkur sigur.“ Höttur hefur unnið tvo fyrstu leikina og er þetta í fyrsta sinn í sögu liðsins í úrvalsdeild sem það nær þeim árangri. „Byrjunin gæti ekki verið betri og við verðum að fagna því. Ég er ekki leiður þótt það þurfi að laga frammistöðuna.“ Af einstökum atvikum í leiknum má nefna að á 15. mínútu fór Everage Lee Richardson, stigahæsti leikmaður Breiðabliks, úr lið á fingri. Ólafur Sigfús Björnsson, sjúkraþjálfari Hattar, kippti honum í liðinn og Viðar Örn aðstoðaði. „Óli sá um þetta. Ég kom bara til að skyggja á og halda í höndina á Everage á móti. Það er eðlilegt að aðstoða eins og hægt er í svona aðstæðum. Everage er frábær leikmaður og það hefði verið sniðugt að leyfa honum að setjast á bekkinn en fegurðin við íþróttirnar felst í því að það verður að vera heiðarleiki í þeim.“
Subway-deild karla Höttur Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Nýliðarnir búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Nýliðarnir búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02