Ívar Ásgrímsson: Mun bjartsýnni en fyrir viku Gunnar Gunnarsson skrifar 12. október 2023 22:47 Ívar Ásgrímsson er þjálfari Breiðabliks. Vísir/Bára Dröfn Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðs Breiðabliks í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, lýsti ánægju með framfarir síns liðs í annarri umferð tímabilsins þótt liðið tapaði 80-73 fyrir Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Í fyrstu umferðinni steinlá liðið gegn Haukum, 83-127 á heimavelli. „Ég var ánægður með framfarirnar í liðinu og baráttuna. Ég hefði viljað taka þennan leik í lokin. Mér fannst við vera með yfirhöndina í þriðja leikhluta og meginhluta fjórða en okkur vantaði herslumuninn í lokin. Kannski vorum við orðnir þreyttir í lokin. Það vantaði í liðið og stóri maðurinn okkar (Micheal Steadman) var orðinn þreyttur. Hann er ekki kominn í nógu gott form en ég var ánægður með hann og verð það ef hann sígur áfram svona upp. Við erum enn á undirbúningstímabilinu því við fengum leikmennina seint inn og lendum svo í meiðslum. Við breyttum töluverðu frá leiknum gegn Haukum sem var gríðarlega lélegur leikur. Kannski var ágætt að fá kjaftshögg strax í byrjun. Þetta var fyrsta skrefið og svo þurfum við að taka þau næstu. Ég er mun bjartsýnni en fyrir viku og held við getum farið að vinna leiki,“ sagði Ívar eftir leikinn. Yngri leikmennirnir kveiktu í varnarleiknum Höttur fór mun betur af stað og virtist vera með ágæt tök á leiknum um miðjan annan leikhluta. Eftir það datt botninn úr leik heimaliðsins. Hvorugt liðið hitti vel og þess vegna komust Blikar ekki yfir fyrr en liðið var á þriðja leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar fjórði leikhluti hófst og voru með frumkvæðið fyrstu mínúturnar en síðan snéru Hattarmenn taflinu við. „Sóknarleikurinn var ekki frábær í leiknum. Menn brenndu af opnum færum á báða bóga. Það lá fyrir að liðið sem myndi hitta í lokin ynni. Höttur setti nokkra stóra þrista í lokin og það kláraði leikinn.“ Ljósasti punkturinn í frekar döprum leik var innkoma yngri leikmanna Breiðabliks. „Höttur byrjaði mjög vel og hittu vel. Vörnin okkar var slök. Við vorum ekki nógu grimmir þannig að þeir fengu opin þriggja stiga skot hvað eftir annað. Vörnin lagaðist þegar ég skipti inn á. Ungu strákarnir settu kraft í varnarleikinn og eftir það var hann að mestu leyti mjög góður. Þetta eru strákar sem eru aldir upp við að geta unnið leiki og titla í yngri flokkum. Þeir eru mjög góðir en ungir og þurfa sinn tíma.“ Tvær vikur í Snorra Í lið Breiðabliks vantaði í kvöld þá Snorra Vignisson og Guillhermo Sánchez. „Við söknuðum Snorra mikið. Hann hefur verið góður á undirbúningstímabilinu. Hann reif vöðva í kálfa og kemur varla fyrr en eftir 2-3 vikur. Kiki var veikur. Okkur hefði vantaði hann til að geta skipt inn. Ég var ánægður með Hjalta (Stein Jóhannesson) sem kom inn í staðinn. Hann átti glimrandi leik.“ Everage Lee Richardson var stigahæstur á vellinum í kvöld, skoraði 22 stig fyrir Breiðablik. Hann fór úr lið á fingri um miðjan annan leikhluta, um það leyti sem staðan var verst fyrir Blika, en var kippt í liðinn af sjúkraþjálfara Hattar. „Við þökkum honum fyrir að bjarga okkur. Everage er jaxl, hann vildi halda strax áfram. Hann var mjög góður í seinni hálfleik. Það sýndi að við vorum farnir að opna sóknarleikinn fyrir hann. Sóknin var honum lokuð í síðasta leik. Við eigum Keith (Jordan) enn inni en hann er að gera fullt af góðum hlutum, spilar vörn og tekur fráköst en við þurfum að fá hann inn í sóknina.“ Subway-deild karla Breiðablik Höttur Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Hattarmenn búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
„Ég var ánægður með framfarirnar í liðinu og baráttuna. Ég hefði viljað taka þennan leik í lokin. Mér fannst við vera með yfirhöndina í þriðja leikhluta og meginhluta fjórða en okkur vantaði herslumuninn í lokin. Kannski vorum við orðnir þreyttir í lokin. Það vantaði í liðið og stóri maðurinn okkar (Micheal Steadman) var orðinn þreyttur. Hann er ekki kominn í nógu gott form en ég var ánægður með hann og verð það ef hann sígur áfram svona upp. Við erum enn á undirbúningstímabilinu því við fengum leikmennina seint inn og lendum svo í meiðslum. Við breyttum töluverðu frá leiknum gegn Haukum sem var gríðarlega lélegur leikur. Kannski var ágætt að fá kjaftshögg strax í byrjun. Þetta var fyrsta skrefið og svo þurfum við að taka þau næstu. Ég er mun bjartsýnni en fyrir viku og held við getum farið að vinna leiki,“ sagði Ívar eftir leikinn. Yngri leikmennirnir kveiktu í varnarleiknum Höttur fór mun betur af stað og virtist vera með ágæt tök á leiknum um miðjan annan leikhluta. Eftir það datt botninn úr leik heimaliðsins. Hvorugt liðið hitti vel og þess vegna komust Blikar ekki yfir fyrr en liðið var á þriðja leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar fjórði leikhluti hófst og voru með frumkvæðið fyrstu mínúturnar en síðan snéru Hattarmenn taflinu við. „Sóknarleikurinn var ekki frábær í leiknum. Menn brenndu af opnum færum á báða bóga. Það lá fyrir að liðið sem myndi hitta í lokin ynni. Höttur setti nokkra stóra þrista í lokin og það kláraði leikinn.“ Ljósasti punkturinn í frekar döprum leik var innkoma yngri leikmanna Breiðabliks. „Höttur byrjaði mjög vel og hittu vel. Vörnin okkar var slök. Við vorum ekki nógu grimmir þannig að þeir fengu opin þriggja stiga skot hvað eftir annað. Vörnin lagaðist þegar ég skipti inn á. Ungu strákarnir settu kraft í varnarleikinn og eftir það var hann að mestu leyti mjög góður. Þetta eru strákar sem eru aldir upp við að geta unnið leiki og titla í yngri flokkum. Þeir eru mjög góðir en ungir og þurfa sinn tíma.“ Tvær vikur í Snorra Í lið Breiðabliks vantaði í kvöld þá Snorra Vignisson og Guillhermo Sánchez. „Við söknuðum Snorra mikið. Hann hefur verið góður á undirbúningstímabilinu. Hann reif vöðva í kálfa og kemur varla fyrr en eftir 2-3 vikur. Kiki var veikur. Okkur hefði vantaði hann til að geta skipt inn. Ég var ánægður með Hjalta (Stein Jóhannesson) sem kom inn í staðinn. Hann átti glimrandi leik.“ Everage Lee Richardson var stigahæstur á vellinum í kvöld, skoraði 22 stig fyrir Breiðablik. Hann fór úr lið á fingri um miðjan annan leikhluta, um það leyti sem staðan var verst fyrir Blika, en var kippt í liðinn af sjúkraþjálfara Hattar. „Við þökkum honum fyrir að bjarga okkur. Everage er jaxl, hann vildi halda strax áfram. Hann var mjög góður í seinni hálfleik. Það sýndi að við vorum farnir að opna sóknarleikinn fyrir hann. Sóknin var honum lokuð í síðasta leik. Við eigum Keith (Jordan) enn inni en hann er að gera fullt af góðum hlutum, spilar vörn og tekur fráköst en við þurfum að fá hann inn í sóknina.“
Subway-deild karla Breiðablik Höttur Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Hattarmenn búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Hattarmenn búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02