FBI-maður sem yfirheyrði Saddam Hussein fer fyrir nýju lyfjaeftirliti UFC Aron Guðmundsson skrifar 13. október 2023 14:01 George Piro er maðurinn sem UFC hefur leitað til að leiða nýja stefnu UFC í lyfjaeftirliti. Vísir/Samsett mynd Nú er orðið ljóst hvaða leið UFC ætlar að fara þegar kemur að lyfjaprófun bardagakappa sinna en eins og frægt er orðið slitnaði upp úr samstarfi samtakanna við bandaríska lyfjaeftirlitið. Maður sem er best þekktur fyrir að hafa yfirheyrt Saddam Hussein, mun hafa yfirumsjón með þessu nýja lyfjaeftirliti UFC. Eins og við greindum frá í gær slitnaði upp úr samstarfinu og er óvíst vað íslenski UFC bardagakappinn Gunnar Nelson mun gera. Þó er tekin að skýrast upp mynd varðandi það hvernig lyfjaeftirliti UFC verði háttað frá og með næsta ári. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar mun Drug Free Sports International annast söfnun lyfjaprófa fyrir UFC í hinu nýja lyfjaeftirliti sem fer af stað þann 1.janúar á næsta ári. „Þeir sjá um lyfjapróf í yfir 100 löndum, safna yfir 200 þúsund sýnum árlega. Svo fyrir íþrótt sem telur rétt um 650 íþróttamenn í yfir 50 löndum, hentar þetta okkur fullkomlega,“ segir Jeff Novitzky, varaforseti UFC um DFSI sem hefur margvíslega reynslu í tengslum við lyfjaeftirlit í íþróttum. Meðal annars fyrir NFL, NBA og MLB deildirnar í Bandaríkjunum. Fyrrum FBI sérsveitarmaðurinn George Piro, sem er best þekktur fyrir að hafa verið einn af þeim sem yfirheyrði íraska einræðisherrann Saddam Hussein á sínum tíma, mun fara fyrir þessu nýja eftirliti UFC. Forráðamenn UFC eru allt annað en sáttir með það hvaða stefnu samstarfið við USADA tók og þá sér í lagi yfirlýsingu Travis Tygart, framkvæmdastjóra USADA sem sagði að upp á síðkastið hefði samband UFC við USADA tekið að stirðna. UFC íhugar að fara með USADA fyrir dómstóla vegna málsins. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok strax í byrjun næsta árs. Deilumál varðandi stöðu írska bardagakappans Conor McGregor eru sögð spila stóran þátt í endalokum samstarfsins en USADA ýjar að því að UFC hefði viljað undanþágu fyrir Írann frá reglum USADA. UFC harðneitar þessum staðhæfingum USADA. MMA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ Sjá meira
Eins og við greindum frá í gær slitnaði upp úr samstarfinu og er óvíst vað íslenski UFC bardagakappinn Gunnar Nelson mun gera. Þó er tekin að skýrast upp mynd varðandi það hvernig lyfjaeftirliti UFC verði háttað frá og með næsta ári. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar mun Drug Free Sports International annast söfnun lyfjaprófa fyrir UFC í hinu nýja lyfjaeftirliti sem fer af stað þann 1.janúar á næsta ári. „Þeir sjá um lyfjapróf í yfir 100 löndum, safna yfir 200 þúsund sýnum árlega. Svo fyrir íþrótt sem telur rétt um 650 íþróttamenn í yfir 50 löndum, hentar þetta okkur fullkomlega,“ segir Jeff Novitzky, varaforseti UFC um DFSI sem hefur margvíslega reynslu í tengslum við lyfjaeftirlit í íþróttum. Meðal annars fyrir NFL, NBA og MLB deildirnar í Bandaríkjunum. Fyrrum FBI sérsveitarmaðurinn George Piro, sem er best þekktur fyrir að hafa verið einn af þeim sem yfirheyrði íraska einræðisherrann Saddam Hussein á sínum tíma, mun fara fyrir þessu nýja eftirliti UFC. Forráðamenn UFC eru allt annað en sáttir með það hvaða stefnu samstarfið við USADA tók og þá sér í lagi yfirlýsingu Travis Tygart, framkvæmdastjóra USADA sem sagði að upp á síðkastið hefði samband UFC við USADA tekið að stirðna. UFC íhugar að fara með USADA fyrir dómstóla vegna málsins. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok strax í byrjun næsta árs. Deilumál varðandi stöðu írska bardagakappans Conor McGregor eru sögð spila stóran þátt í endalokum samstarfsins en USADA ýjar að því að UFC hefði viljað undanþágu fyrir Írann frá reglum USADA. UFC harðneitar þessum staðhæfingum USADA.
MMA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ Sjá meira