Vel loðinn og vel liðinn Bjarki Sigurðsson skrifar 15. október 2023 21:01 Trausti er afar vel liðinn meðal nemenda Fossvogsskóla en hann mætir alla miðvikudaga og föstudaga í skólann. Vísir/Arnar Hundurinn Trausti er einn vinsælasti starfskraftur Fossvogsskóla í Reykjavík. Hann er í fjörutíu prósent starfi í námsveri skólans og mætir alla miðvikudaga og föstudaga. Trausti er þriggja ára golden retriever og hlustar á krakkana lesa eða gengur um og býður fram aðstoð sína. Eigandi Trausta er Helga Helgadóttir sem er deildarstjóri stoðþjónustu skólans. Byrjaði hún fyrst með verkefni tengdum hundum í skólum árið 2017. „Ég vissi það algjörlega í hjarta mínu að það væri sóknarfæri þar. Það vildi svo til að við áttum góðan hund sem við höfðum trú á í svona verkefni. Ég og maðurinn minn höfum verið að vinna þetta mikið saman. Við ákváðum að byrja þarna á þessum tímapunkti og allar götur síðan hef ég verið með hund í skóla með mér svona einn til tvo daga í viku,“ segir Helga. Helga Helgadóttir, deildarstjóri stoðþjónustu í Fossvogsskóla og eigandi Trausta, segir nemendurna afar ánægða með hundinn.Vísir/Arnar Hún segir Trausta mjög flottan í sínu starfi enda er hann vel þjálfaður, líkt og flestir kennarar í grunnskólum. Hann hjálpar krökkunum sem umgangast hann með margt og læra þau að umgangast dýr. „Verkefnið heitir „Hundur í skóla - Aukin vellíðan“. Það er að þau fari að tengja það að fara í skólann við að hafa það yndislegt og gott. Þetta er bara ein leið til að auka vellíðan barna og tala inn í farsældina og farsældarlögin. Það er svona megin markmiðið,“ segir Helga. View this post on Instagram A post shared by Trausti skólahundur (@skolahundur) Og krakkarnir eru afar ánægðir með Trausta. Þeim finnst voða gaman að hafa hund á vappi um stofuna og geta legið hjá honum þegar þau þurfa að einbeita sér. En hvað finnst Trausta skemmtilegast í vinnunni? „Núna finnst honum voða gaman að fara í gengum þrautir sem hann er að upplifa að hann geti. Honum finnst það mjög skemmtilegt því hann fær líka góð verðlaun. Hann upplifir sigra og fær verðlaun, það framkallar vellíðan hjá honum,” segir Helga. Dýr Hundar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Gæludýr Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Eigandi Trausta er Helga Helgadóttir sem er deildarstjóri stoðþjónustu skólans. Byrjaði hún fyrst með verkefni tengdum hundum í skólum árið 2017. „Ég vissi það algjörlega í hjarta mínu að það væri sóknarfæri þar. Það vildi svo til að við áttum góðan hund sem við höfðum trú á í svona verkefni. Ég og maðurinn minn höfum verið að vinna þetta mikið saman. Við ákváðum að byrja þarna á þessum tímapunkti og allar götur síðan hef ég verið með hund í skóla með mér svona einn til tvo daga í viku,“ segir Helga. Helga Helgadóttir, deildarstjóri stoðþjónustu í Fossvogsskóla og eigandi Trausta, segir nemendurna afar ánægða með hundinn.Vísir/Arnar Hún segir Trausta mjög flottan í sínu starfi enda er hann vel þjálfaður, líkt og flestir kennarar í grunnskólum. Hann hjálpar krökkunum sem umgangast hann með margt og læra þau að umgangast dýr. „Verkefnið heitir „Hundur í skóla - Aukin vellíðan“. Það er að þau fari að tengja það að fara í skólann við að hafa það yndislegt og gott. Þetta er bara ein leið til að auka vellíðan barna og tala inn í farsældina og farsældarlögin. Það er svona megin markmiðið,“ segir Helga. View this post on Instagram A post shared by Trausti skólahundur (@skolahundur) Og krakkarnir eru afar ánægðir með Trausta. Þeim finnst voða gaman að hafa hund á vappi um stofuna og geta legið hjá honum þegar þau þurfa að einbeita sér. En hvað finnst Trausta skemmtilegast í vinnunni? „Núna finnst honum voða gaman að fara í gengum þrautir sem hann er að upplifa að hann geti. Honum finnst það mjög skemmtilegt því hann fær líka góð verðlaun. Hann upplifir sigra og fær verðlaun, það framkallar vellíðan hjá honum,” segir Helga.
Dýr Hundar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Gæludýr Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira