Útiveran í æsku tendraði baráttueldinn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. október 2023 07:00 Björk Guðmundsdóttir ræddi við blaðamann um aktívismann, tónlistina og tilveruna. Viðar Logi „Útiveran sem maður ólst upp með hér heima er svo stór hluti af manni. Það er lúxus sem maður vill vernda,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir. Blaðamaður settist niður með henni og fékk að heyra frá samstarfinu við spænsku stórstjörnuna Rosaliu, náttúruverndinni og baráttunni gegn sjókvíaeldi, tónleikaferðalögunum, listrænni þróun og fleira. Björk tilkynnti í byrjun mánaðarins nýtt lag sem spænska söngkonan Rosalia syngur með henni. Lagið kemur út síðar í október og mun ágóði þess renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi. Björk samdi lagið, sem heitir Oral, upprunalega fyrir rúmlega tuttugu árum og má segja að ferlið hafi verið áhugavert, þar sem lagið týndist í áraraðir. „Lagið passaði eiginlega ekki á þær plötur sem ég var að vinna á þessum tíma, hvorki við Homogenic né Vespertine. Þetta var einhvern veginn aleitt lag og ég vissi ekki hvað ég ætti að gera við það.“ Lag sem hvarf í 20 ár Einhverju síðar var Björk að reyna að finna lagið aftur en gat ekki munað hvað það hét. „Ég er búin að vinna með sama manni og plötufyrirtæki síðan ég var krakki og fyrirtækið geymir alltaf frumafrit af öllum lögum sem eru samin. Ég var alltaf að biðja hann að reyna að finna lagið en þeir fundu ekkert lag þrátt fyrir að hafa grúskað aftast í geymslunni því ég gat ekki sagt þeim hvað það hét.“ Í um 20 ár mundi Björk ekki nafnið á því en það kom að lokum til hennar á mjög óvæntan hátt. „Þetta var ógeðslega fyndið. Ég var í Ástralíu núna í mars og ég kveikti á CNN, sem ég kveiki vanalega aldrei á. Þá var einhver skandall í Bandaríkjunum um að einhver aristókrati hafði hitt vændiskonu eða eitthvað svoleiðis og fyrirsögnin sem rúllaði var einhvern veginn svona: Var þetta bara oral eða var þetta alla leið? Björk fann tuttugu ára gamalt lag frá sér um leið og umræðan um sjókvíaeldi var farin hátt á loft hér heima. Hún ákvað að gefa lagið til baráttunnar gegn sjókvíaeldi.Viðar Logi Þá bara allt í einu kviknaði þetta hjá mér, já lagið heitir Oral! Tók mig tuttugu ár,“ segir Björk og hlær. „Ég sendi það beint á umboðsmanninn, sem þá fann lagið og ég var svo glöð. Síðan kom ég heim og sá að allt sjókvíaruglið var komið í bál og brand. Ég hef verið að fylgjast með þessu í gegnum árin en svo í vor var eins og þetta færi upp um annað stig þegar allar þessar skýrslur fóru að koma út og vandamálið varð enn skýrara. Þannig að ég ákvað að ég myndi gefa lagið til baráttunnar.“ Rosalia strax til Þegar Björk samdi lagið upprunalega hét tegund taktsins Dancehall, sem á rætur að rekja til Jamaica. „Núna er þetta orðin önnur tónlistartegund sem heitir Reggaeton og síðasta plata Rosaliu var innblásin af Reggaeton þannig að mér varð hugsað til hennar. Ég er búin að þekkja hana í nokkur ár og ákvað að senda henni skilaboð til að spyrja hvort hún væri til í að vera gestasöngkona. Hún svaraði um leið bara: Já, ég er með! Sérstaklega af því við vildum gefa þetta út í þágu umhverfisins.“ Björk hefur samið lög beintengd inn í aktívisma. Má þar nefna lagið hennar Declare Independence af plötunni Volta frá árinu 2007. „Það var samið um sjálfstæðisbaráttu Færeyinga og Grænlendinga. Þá var ég aðeins að leika mér að forminu aktívismalög sem ákveðna tónlistartegund og var að skoða hvort það gæti verið smá pönk og smá leikur í því. En Oral er ekki svoleiðis, lagið sjálft er ekki tengt aktívisma heldur ákvað ég að gefa lagið til styrktar aktívisma.“ Þegar Björk heyrði fyrst í Rosaliu var sú síðarnefnda á tónleikaferðalagi þannig að hún gat ekki sungið inn á það fyrr en í september. „Svo sendi hún mér sinn part bara fyrir nokkrum vikum. Hún skipti mínum röddum út fyrir sínar á ákveðnum stöðum. Hún er í raun að syngja textann og melódíurnar sem eru eftir mig en við erum að pródúsera þetta saman.“ Á svipuðum aldri í laginu Þar sem lagið er rúmlega tuttugu ára gamalt segist Björk hafa velt því fyrir sér hvernig hún vildi gefa það út. „Það meikaði ekki sens að gefa það út bara eins og það var, það þurfti að vera í einhverju samtali við nútímann. Mér finnst því svo frábært að Rosalia sé að syngja og kommentera á það sem ég er að syngja, þannig myndast inngangur inn í nútímann. Svo er líka bara svo sætt að við erum næstum því jafn gamlar þegar við syngjum í laginu. Það eru rúm tuttugu ár á milli okkar. Við erum báðar að tala um oral, að langa til að kyssa einhvern, og þetta er svolítið eins og tímavél. Ég er rúmlega þrítug þegar ég er að syngja þetta og hún líka. Frá tónlistarlegu sjónarhorni séð meikar það svo mikið sens.“ Björk mynduð fyrir fossora plötuna. Viðar Logi Björk segir að gæði tónlistarinnar skipti alltaf miklu máli og að hún hafi viljað gera sitt allra besta við lagið. „Mér finnst glatað að hafa fyrsta flokks baráttuefni en þriðju flokks tónlist þegar fólk tengir tónlist við aktívisma. Maður gerir allavega líka sitt besta í listinni, það þarf ekki að droppa standardnum og það er mikilvægt að listsköpunin verði sem best.“ Tónlistin endurspegli hver hún er hverju sinni Þessi kraftmikla tónlistarkona er í stöðugri þróun og segir hvert tímabil í lífi sínu endurspegla listina sína. „Maður er eins og planta, maður verður miklu flóknari með árunum. Ég er ekki eins orkumikil og ég var en ég er miklu færari. Til dæmis er ég fljót að vita hvað vantar inn í listina mína og hvernig maður á að framkvæma hlutina. Ég hef svo mikla reynslu á mörgum sviðum og því er auðveldara fyrir mig að vera heildræn og samræma allt, myndbandið, tónlistina, stemninguna, útsendinguna og fleira. Síðasta plata sem ég gaf út, fossora, er miklu flóknara og dýpra stykki en önnur. Ég lít samt ekkert á plöturnar mínar sem betri eða verri. Maður hefur styrki þegar maður er tvítugur eða þrítugur, maður getur tekið spretti og verið dýnamískur og hvatvís, gert mistök og lagað þau bara eftir á.“ Hún segir það frábært á sinn hátt en það sé eiginlega akkúrat öfugt þegar maður verður eldri. „Þá þarf maður að gera allt aðeins hægar en það verður í kjölfarið aðeins vandaðra og þá getur maður gert aðeins flóknara. Ég reyni alltaf að hafa það þannig að hver plata endurspegli þá manneskju sem ég er þá. Mér finnst það líka bara mjög fallegt. Hvert tímabil er hefur sína styrki og sína galla. Þannig að mér finnst rosa mikilvægt að vera einlægur ekki bara með kostina sína heldur líka gallana. Maður vill horfa á svoleiðis bíómyndir, maður vill lesa svoleiðis bækur og hlusta á svoleiðis tónlist. Maður vill ekki að það sé allt bara eitthvað fullkomið.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndband við lagið atopos með Björk sem er að finna á plötunni fossora. Leikstjóri er Viðar Logi. Segir mikilvægt að setja aktívistaorkuna í farveg Björk segist mjög hamingjusöm að sjá hvað umræðan um sjókvíaeldi sé hátt á lofti í samfélaginu. „Við erum hópur sem héldum áfram samstarfinu úr Hvalavinum og héldum nokkra fundi áður en ég fór á túrinn. Svo fór ég út og á meðan urðu bændur brjálaðir yfir sjókvíaeldinu. Þegar ég kom til baka ákváðum við að flýta tilkynningunni á laginu, þó að það væri ekki alveg tilbúið, til að styðja bændur og hvetja fleiri til að mæta á Austurvöll og mótmæla sjókvíaeldi.“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Björk segir að sér hafi fundist mjög fallegt að mæta á mótmælin og sjá hversu fjölbreyttur hópur var kominn þarna saman. „Þetta var svo réttlát reiði og alls konar fólk samankomið sem maður sér ekki vanalega í svona kröfugöngum, búið að gera mótmælaspjöldin sín heima.“ Björk er búin að láta til sín taka í umhverfisvernd síðastliðin 25 ár og hefur lært ýmislegt við það. „Mér finnst mikilvægt að standa ekki bara upp og segja nei heldur reyna alltaf að virkja aktívistaorkuna og setja hana í einhvern farveg. Það er frábær hópur fólks í þessu, Katrín Oddsdóttir lögfræðingur, Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, Jón Kaldal og Ingólfur Ásgeirsson hjá Icelandic Wildlife Fund, Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir hjá Ungir umhverfissinnar, Landvernd og svo ótal margir. Þau eru öll með lögfræðinga á bak við sig og við ætlum að setja peninginn bara beint í málaferli. Af því það verða nokkur málaferli. Fyrst kemur Seyðisfjörður og svo er mjög líklegt að það verði nokkrir í viðbót. Við erum búin að tala mikið saman og eins og við getum oft verið svartsýn út af umhverfismálum og raunsæ með það þá er þessi hópur á því að við getum algjörlega breytt þessu.“ Björk ítrekar að það sé hægt að breyta þessu ástandi þó að það megi ekki bíða með það. „Við getum stöðvað þennan verksmiðjubúskap (e. factory farming) í sjónum sem sjókvíaeldi er og minnir á meðferð á til dæmis svínum og kjúklingum hérlendis, sem er náttúrulega hræðileg. Það er hægt að vernda íslenska laxinn en það þarf að vinna ofsalega mörg lögfræðimál. Þetta er langhlaup en mér finnst samt skilningurinn kominn út í þjóðfélagið og bæði hjá hægri og vinstri fólki.“ Björk segist upplifa vitundarvakningu hjá samfélaginu hvað varðar sjókvíaeldi. Hún birti þessa mynd eftir Veigu Grétarsdóttir af laxi í sjókvíaeldi á Instagram síðu sinni í tengslum við útgáfu af laginu.Veiga Grétarsdóttir Alin upp af náttúruunnendum Aðspurð hvað hafi mótað ástríðu sína á umhverfismálum segir Björk erfitt að finna eitthvað eitt ákveðið. „Báðir foreldrar mínir voru mikið úti í náttúrunni. Þau kynntust uppi á hálendinu fjórtán ára gömul og voru náttúruunnendur. Svo skilja þau þegar ég er um eins árs og þau fara í sitt hvora áttina. Eins og þau eru ólík þá eru þau lík hvað varðar réttlætiskenndina sem var mjög sterk hjá þeim. Þau fóru bæði í réttlætisbaráttu á sinn hátt þó að þau hafi hvorug farið í aktívisma þegar ég var krakki, ég veit ekki hvort það sé bara háð því hvernig Ísland var á þeim tíma. Þau áttu mig mjög ung, það eru tuttugu ár á milli okkar en það er svolítið fyndið að þrátt fyrir tuttugu ára aldursmuninn þá fórum við á sama tíma inn í aktívismann á sínum tíma. Breyttar aðstæður á Íslandi spila náttúrulega veigamikið hlutverk þar, umhverfisvernd var á allt öðru stigi. Við vorum í svo góðum málum hérna og það var ekki fyrr en rétt fyrir aldamót að maður fann að nú þyrfti að gera eitthvað í þessu. Það er því ekki einhver ein ástæða á bak við aktívismann hjá mér heldur margar. Báðir foreldrar mínir voru líka mikið útiverufólk og ég er alin upp við það að vera alltaf úti að leika allan daginn, þótt það væri rok og rigning þá var maður bara settur í pollagalla. Maður labbaði í skólann og ég var fjörutíu mínútur að labba í skólann frá átta ára aldri þangað til ég varð svona tólf ára. Það var bara stemning að labba í snjóbyl og ég naut mín vel. Þannig að útiveran sem maður ólst upp með er svo stór hluti af manni. Það er líka svo auðvelt í Reykjavík, maður er í borg en samt líka í útiveru. Það er lúxus sem maður vill vernda.“ Mjög leið að hafa ekki náð að halda tónleikana hér heima Björk hefur gefið út fjöldan allan af plötum síðastliðin 26 ár og samhliða því spilað á tónleikaferðalögum um allan heim. Cornucopia sýningin var eina sýningin hennar sem hefur ekki komist til Íslands og segist hún hafa verið miður sín yfir því að það hafi ekki gengið upp. „Mig langaði svo að það gengi en ég hefði bara farið á hausinn, það hefði því miður ekki gengið. Eftir Covid þrefaldaðist kostnaður við að flytja öll tjöldin í gámum, það er stutta ástæðan fyrir því afhverju þetta gekk ekki. En nú erum við búin að kvikmynda sýninguna og við munum hafa bíósýningar hérna heima fyrir Íslendinga á næsta ári.“ Í september hlaut Björk verðlaun á AIM verðlaunahátíðinni í London sem besti flytjandinn fyrir cornicopiu og segist hún ótrúlega þakklát fyrir þann heiður. „Þetta skiptir okkur mjög miklu máli. Ekki bara fyrir mig heldur fyrir okkur öll sem erum í teyminu sem höfum mörg hver unnið svo lengi saman. Fararstjórinn minn er til dæmis búinn að vinna með mér síðan ég var unglingur og við erum öll búin að leggja svo mikið á okkur. Það var eiginlega ekki hægt að gera þessa sýningu en við bara gerðum hana samt. Þannig að fyrir okkur sem hóp er þetta svo verðmætt. Við fórum öll saman, líka hljóðmennirnir og ljósamennirnir og allir sem komu að sýningunni. Vanalega fer ég ekki á svona verðlaunaafhendingahátíðir, ég er rosa léleg í svona. Við mættum öll í sparifötum, drukkum kampavín og þetta var mjög gott fyrir hópinn.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra þakkarræðu Bjarkar á AIM verðlaunahátíðinni: Að vanda sig að taka á móti hrósi Talið berst þá að því að staldra við og vera stolt af sér sem er eitthvað sem Björk hefur verið að vinna í. „Ég veit ekki hvort það sé að maður sé alinn upp við það að vera ekki að monta sig, kannski er þetta bara eitthvað í DNA-inu eftir að hafa verið á þessari köldu eyju í þúsund ár. Ef maður fagnar of mikið þá gæti maður dáið í næsta snjóbyl. Þetta er svona hugsunarháttur að fara alltaf strax í næsta verkefni en ná aldrei að fagna því að það gangi vel. En ég er aðeins að vanda mig við að taka á móti hrósi og sérstaklega fyrir hönd hópsins, þau eru búin að leggja mikið á sig.“ Gott að enduruppgötva ást sína á vinnunni Björk er búin að ferðast mikið að undanförnu og má þar nefna tónleikaferðalag í Suður-Ameríku, Ástralíu og Japan, tónleikar í Kaliforníu og tónlistarhátíðin Coachella en alltaf með stoppi heima á milli. Hún segir frábært að vera á sviðinu en ferðalögin geti verið þreytandi. „Stundum elskar maður þetta algjörlega en þetta er mjög mikið spurning um magn. Ég get til dæmis rætt þetta við Sigur Rós og Of Monsters And Men krakkana sem hafa verið í þessum pakka. Þá getum við kvartað yfir lélegum búningsherbergjum, löngum flugum og keyrslunni. Þetta getur orðið svolítið mikið, þegar það er of mikið af því. En þegar það er í réttu magni þá er þetta frábært. Við lentum náttúrulega öll í því að við túruðum ekkert í Covid og svo varð þetta tvöfalt eftir Covid, með öllum þeim viðburðum sem hafði verið frestað. Það var aðeins of mikið ef ég á að vera alveg heiðarleg. Nú er ég búin með þessar löngu ferðir í bili þannig að það er allt aftur orðið rólegra. Það var líka gott að hvíla sig heima í sumar. Ég tók nokkra tónleika í Evrópu og það var svo fínt að þurfa ekki að fara í þessi löngu flug og enduruppgötva bara: Vá, ég elska vinnuna mína. Og að fara upp á svið með öllum flautunum, það var frábært,“ segir Björk en flautusveitin Viibra hefur spilað mikið með henni á tónleikum. Björk segir að það sé frábært að standa á sviðinu og tengjast áhorfendunum. Þó geti löngu ferðalögin verið krefjandi.Viðar Logi Hún segir það alltaf vera smá rússneska rúllettu að stíga á svið. „Að gera eitthvað live, það er alltaf smá kikk í því. Það geta fimmtíu hlutir klikkað og á góðu kvöldi þá nær maður 43 af þeim en sjö klikkuðu. Þannig að þetta er alltaf smá áhættufíkn í þessu sem er svona adrenalín kikk. Svo á næsta kvöldi þá náði maður þessum sjö sem klikkuðu síðast en þá geta aðrir sjö klikkað. Það er líka svo gaman að gera þetta með hópnum og finna adrenalínið byggjast upp korteri fyrir sýningu. Þetta er auðvitað ekki fyrir alla en fyrir fólk sem finnst þetta skemmtilegt þá er þetta frábært.“ Að finna rétta lagið fyrir rétta mómentið Tónlistin og listsköpunin er órjúfanlegur hluti af Björk í gegnum öll hennar tímabil. Tónlistarástríðan kviknaði snemma og sömuleiðis hefur hún í langan tíma haft áhuga á að stýra stemningu í gegnum tónlist með því að DJa. Hún vakti sem dæmi athygli fyrir DJ sett sitt á RIFF á dögunum, þar sem hún tróð upp í eftirpartýi á Edition. „Ég hef náttúrulega alltaf verið svolítið ráðrík með tónlist og með sterkar skoðanir þar. Ég hef að einhverju leyti alltaf verið að stýra tónlist þó að það hafi kannski ekki heitað að DJa. En í gamla daga var ég alltaf með alla vasa fulla af kassettum til að spila í Ghettoblasternum og maður var að skipta út kassettum. Þá var maður kannski ekki beint að DJ-a en meira að setja stemninguna fyrir kvöldið. Að reyna að finna akkúrat rétta lagið fyrir akkúrat rétta mómentið. Síðan byggðist það upp og svo byrjaði ég að gera þetta fyrir vini mína.“ Hún segir að oftast þegar hún DJ-i sé það til að styðja góðan málstað. „Eins og til dæmis á RIFF. Þau urðu tuttugu ára í ár og mér finnst Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnandi RIFF, svo flott. Hún er búin að gefa íslensku samfélagi svo mikið, með öllum þessum sýningum, með alla þessa gesti og allt networkið fyrir íslenskt kvikmyndafólk. Þannig að ég hef verið að DJa fyrir hana ókeypis og svo styð ég alltaf Smekkleysu, að halda conceptinu um plötubúð gangandi og hjálpa til við að endurskilgreina hvað það er.“ View this post on Instagram A post shared by Eli sabet Blo ndal (@elisabetblondal) Tónlistarveisla á fullu tungli Hún segir þau nú vera að hefja nýtt tímabil í Smekkleysu. „Josh Wilkinson eiginmaður tónlistarkonunnar Jófríðar var að smíða fyrir okkur geggjað hljóðkerfi í Smekkleysu og við ætlum að vera með viðburði í vetur þar sem þemað er allar kynslóðir og allar tónlistartegundir í fjóra tíma á fullu tungli. Við ætlum líka að vera með kaffihús, bókabúð og tónleikastað og breyta þessu að erlendri fyrirmynd í samkomustað fyrir fólk sem hefur áhuga á tónlist.“ Á næsta ári tekur svo ný plata við hjá Björk. „Ég er að klára þennan túr núna eftir mánuð með sex tónleikum og svo eru bara jólin framundan. Á nýja árinu er ég svo að byrja alveg á núlli á næstu plötu. Ég ætla bara að gefa mér góðan tíma í hana.“ Aðspurð hvort fleiri samvinnuverkefni á borð við lagið með Rosaliu séu á döfinni segir Björk: „Fyrstu tvö árin í plötuferlinu eru oftast bara ég að dúlla mér ein, að búa til útsetningar og í forvinnu. Eftir því sem ég verð eldri býð ég fólki seinna inn í minn heim. Ég vil fyrst vita nákvæmlega hvaða dýr ég er að eiga við og þá get ég beðið nákvæmlega þessa manneskju um að gera nákvæmlega þetta. Þannig að ég held að það verði að minnsta kosti tvö ár þangað til ég fer að bjóða einhverjum gestum að syngja eða vinna með,“ segir Björk að lokum. Björk Tónlist Menning Umhverfismál Lax Tengdar fréttir Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað „Mig langaði að taka inn hinn tilfinningaskalann sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um cornucopiu, væntanlega tónleikaseríu sína í Laugardalshöll. Blaðamaður settist niður með henni og fékk nánari innsýn í hennar stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim. 17. febrúar 2023 06:00 Björk gefur út ævintýralegt myndband Stórsöngkonan og fjöllistakonan Björk, gaf nýverið út frá sér ævintýralegt myndband við lagið Victimhood. Gabríela Friðriksdóttir og Pierre-Alain Giraud sáu um leikstjórn en myndbandið var frumsýnt á Cornucopiu tónleikum Bjarkar í Altice Arenna í Lissabon. 6. september 2023 13:44 Björk verðlaunuð fyrir Cornucopiu Björk Guðmundsdóttir hefur verið valin besti flytjandinn á AIM Independent Music Awards 2023 verðlaunahátíðinni. Tilkynnt var um tónlistarmenn sem tilnefndir voru og sigurvegara í síðustu viku en hátíðin verður haldin þann 26. september. 28. ágúst 2023 22:37 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Björk tilkynnti í byrjun mánaðarins nýtt lag sem spænska söngkonan Rosalia syngur með henni. Lagið kemur út síðar í október og mun ágóði þess renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi. Björk samdi lagið, sem heitir Oral, upprunalega fyrir rúmlega tuttugu árum og má segja að ferlið hafi verið áhugavert, þar sem lagið týndist í áraraðir. „Lagið passaði eiginlega ekki á þær plötur sem ég var að vinna á þessum tíma, hvorki við Homogenic né Vespertine. Þetta var einhvern veginn aleitt lag og ég vissi ekki hvað ég ætti að gera við það.“ Lag sem hvarf í 20 ár Einhverju síðar var Björk að reyna að finna lagið aftur en gat ekki munað hvað það hét. „Ég er búin að vinna með sama manni og plötufyrirtæki síðan ég var krakki og fyrirtækið geymir alltaf frumafrit af öllum lögum sem eru samin. Ég var alltaf að biðja hann að reyna að finna lagið en þeir fundu ekkert lag þrátt fyrir að hafa grúskað aftast í geymslunni því ég gat ekki sagt þeim hvað það hét.“ Í um 20 ár mundi Björk ekki nafnið á því en það kom að lokum til hennar á mjög óvæntan hátt. „Þetta var ógeðslega fyndið. Ég var í Ástralíu núna í mars og ég kveikti á CNN, sem ég kveiki vanalega aldrei á. Þá var einhver skandall í Bandaríkjunum um að einhver aristókrati hafði hitt vændiskonu eða eitthvað svoleiðis og fyrirsögnin sem rúllaði var einhvern veginn svona: Var þetta bara oral eða var þetta alla leið? Björk fann tuttugu ára gamalt lag frá sér um leið og umræðan um sjókvíaeldi var farin hátt á loft hér heima. Hún ákvað að gefa lagið til baráttunnar gegn sjókvíaeldi.Viðar Logi Þá bara allt í einu kviknaði þetta hjá mér, já lagið heitir Oral! Tók mig tuttugu ár,“ segir Björk og hlær. „Ég sendi það beint á umboðsmanninn, sem þá fann lagið og ég var svo glöð. Síðan kom ég heim og sá að allt sjókvíaruglið var komið í bál og brand. Ég hef verið að fylgjast með þessu í gegnum árin en svo í vor var eins og þetta færi upp um annað stig þegar allar þessar skýrslur fóru að koma út og vandamálið varð enn skýrara. Þannig að ég ákvað að ég myndi gefa lagið til baráttunnar.“ Rosalia strax til Þegar Björk samdi lagið upprunalega hét tegund taktsins Dancehall, sem á rætur að rekja til Jamaica. „Núna er þetta orðin önnur tónlistartegund sem heitir Reggaeton og síðasta plata Rosaliu var innblásin af Reggaeton þannig að mér varð hugsað til hennar. Ég er búin að þekkja hana í nokkur ár og ákvað að senda henni skilaboð til að spyrja hvort hún væri til í að vera gestasöngkona. Hún svaraði um leið bara: Já, ég er með! Sérstaklega af því við vildum gefa þetta út í þágu umhverfisins.“ Björk hefur samið lög beintengd inn í aktívisma. Má þar nefna lagið hennar Declare Independence af plötunni Volta frá árinu 2007. „Það var samið um sjálfstæðisbaráttu Færeyinga og Grænlendinga. Þá var ég aðeins að leika mér að forminu aktívismalög sem ákveðna tónlistartegund og var að skoða hvort það gæti verið smá pönk og smá leikur í því. En Oral er ekki svoleiðis, lagið sjálft er ekki tengt aktívisma heldur ákvað ég að gefa lagið til styrktar aktívisma.“ Þegar Björk heyrði fyrst í Rosaliu var sú síðarnefnda á tónleikaferðalagi þannig að hún gat ekki sungið inn á það fyrr en í september. „Svo sendi hún mér sinn part bara fyrir nokkrum vikum. Hún skipti mínum röddum út fyrir sínar á ákveðnum stöðum. Hún er í raun að syngja textann og melódíurnar sem eru eftir mig en við erum að pródúsera þetta saman.“ Á svipuðum aldri í laginu Þar sem lagið er rúmlega tuttugu ára gamalt segist Björk hafa velt því fyrir sér hvernig hún vildi gefa það út. „Það meikaði ekki sens að gefa það út bara eins og það var, það þurfti að vera í einhverju samtali við nútímann. Mér finnst því svo frábært að Rosalia sé að syngja og kommentera á það sem ég er að syngja, þannig myndast inngangur inn í nútímann. Svo er líka bara svo sætt að við erum næstum því jafn gamlar þegar við syngjum í laginu. Það eru rúm tuttugu ár á milli okkar. Við erum báðar að tala um oral, að langa til að kyssa einhvern, og þetta er svolítið eins og tímavél. Ég er rúmlega þrítug þegar ég er að syngja þetta og hún líka. Frá tónlistarlegu sjónarhorni séð meikar það svo mikið sens.“ Björk mynduð fyrir fossora plötuna. Viðar Logi Björk segir að gæði tónlistarinnar skipti alltaf miklu máli og að hún hafi viljað gera sitt allra besta við lagið. „Mér finnst glatað að hafa fyrsta flokks baráttuefni en þriðju flokks tónlist þegar fólk tengir tónlist við aktívisma. Maður gerir allavega líka sitt besta í listinni, það þarf ekki að droppa standardnum og það er mikilvægt að listsköpunin verði sem best.“ Tónlistin endurspegli hver hún er hverju sinni Þessi kraftmikla tónlistarkona er í stöðugri þróun og segir hvert tímabil í lífi sínu endurspegla listina sína. „Maður er eins og planta, maður verður miklu flóknari með árunum. Ég er ekki eins orkumikil og ég var en ég er miklu færari. Til dæmis er ég fljót að vita hvað vantar inn í listina mína og hvernig maður á að framkvæma hlutina. Ég hef svo mikla reynslu á mörgum sviðum og því er auðveldara fyrir mig að vera heildræn og samræma allt, myndbandið, tónlistina, stemninguna, útsendinguna og fleira. Síðasta plata sem ég gaf út, fossora, er miklu flóknara og dýpra stykki en önnur. Ég lít samt ekkert á plöturnar mínar sem betri eða verri. Maður hefur styrki þegar maður er tvítugur eða þrítugur, maður getur tekið spretti og verið dýnamískur og hvatvís, gert mistök og lagað þau bara eftir á.“ Hún segir það frábært á sinn hátt en það sé eiginlega akkúrat öfugt þegar maður verður eldri. „Þá þarf maður að gera allt aðeins hægar en það verður í kjölfarið aðeins vandaðra og þá getur maður gert aðeins flóknara. Ég reyni alltaf að hafa það þannig að hver plata endurspegli þá manneskju sem ég er þá. Mér finnst það líka bara mjög fallegt. Hvert tímabil er hefur sína styrki og sína galla. Þannig að mér finnst rosa mikilvægt að vera einlægur ekki bara með kostina sína heldur líka gallana. Maður vill horfa á svoleiðis bíómyndir, maður vill lesa svoleiðis bækur og hlusta á svoleiðis tónlist. Maður vill ekki að það sé allt bara eitthvað fullkomið.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndband við lagið atopos með Björk sem er að finna á plötunni fossora. Leikstjóri er Viðar Logi. Segir mikilvægt að setja aktívistaorkuna í farveg Björk segist mjög hamingjusöm að sjá hvað umræðan um sjókvíaeldi sé hátt á lofti í samfélaginu. „Við erum hópur sem héldum áfram samstarfinu úr Hvalavinum og héldum nokkra fundi áður en ég fór á túrinn. Svo fór ég út og á meðan urðu bændur brjálaðir yfir sjókvíaeldinu. Þegar ég kom til baka ákváðum við að flýta tilkynningunni á laginu, þó að það væri ekki alveg tilbúið, til að styðja bændur og hvetja fleiri til að mæta á Austurvöll og mótmæla sjókvíaeldi.“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Björk segir að sér hafi fundist mjög fallegt að mæta á mótmælin og sjá hversu fjölbreyttur hópur var kominn þarna saman. „Þetta var svo réttlát reiði og alls konar fólk samankomið sem maður sér ekki vanalega í svona kröfugöngum, búið að gera mótmælaspjöldin sín heima.“ Björk er búin að láta til sín taka í umhverfisvernd síðastliðin 25 ár og hefur lært ýmislegt við það. „Mér finnst mikilvægt að standa ekki bara upp og segja nei heldur reyna alltaf að virkja aktívistaorkuna og setja hana í einhvern farveg. Það er frábær hópur fólks í þessu, Katrín Oddsdóttir lögfræðingur, Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, Jón Kaldal og Ingólfur Ásgeirsson hjá Icelandic Wildlife Fund, Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir hjá Ungir umhverfissinnar, Landvernd og svo ótal margir. Þau eru öll með lögfræðinga á bak við sig og við ætlum að setja peninginn bara beint í málaferli. Af því það verða nokkur málaferli. Fyrst kemur Seyðisfjörður og svo er mjög líklegt að það verði nokkrir í viðbót. Við erum búin að tala mikið saman og eins og við getum oft verið svartsýn út af umhverfismálum og raunsæ með það þá er þessi hópur á því að við getum algjörlega breytt þessu.“ Björk ítrekar að það sé hægt að breyta þessu ástandi þó að það megi ekki bíða með það. „Við getum stöðvað þennan verksmiðjubúskap (e. factory farming) í sjónum sem sjókvíaeldi er og minnir á meðferð á til dæmis svínum og kjúklingum hérlendis, sem er náttúrulega hræðileg. Það er hægt að vernda íslenska laxinn en það þarf að vinna ofsalega mörg lögfræðimál. Þetta er langhlaup en mér finnst samt skilningurinn kominn út í þjóðfélagið og bæði hjá hægri og vinstri fólki.“ Björk segist upplifa vitundarvakningu hjá samfélaginu hvað varðar sjókvíaeldi. Hún birti þessa mynd eftir Veigu Grétarsdóttir af laxi í sjókvíaeldi á Instagram síðu sinni í tengslum við útgáfu af laginu.Veiga Grétarsdóttir Alin upp af náttúruunnendum Aðspurð hvað hafi mótað ástríðu sína á umhverfismálum segir Björk erfitt að finna eitthvað eitt ákveðið. „Báðir foreldrar mínir voru mikið úti í náttúrunni. Þau kynntust uppi á hálendinu fjórtán ára gömul og voru náttúruunnendur. Svo skilja þau þegar ég er um eins árs og þau fara í sitt hvora áttina. Eins og þau eru ólík þá eru þau lík hvað varðar réttlætiskenndina sem var mjög sterk hjá þeim. Þau fóru bæði í réttlætisbaráttu á sinn hátt þó að þau hafi hvorug farið í aktívisma þegar ég var krakki, ég veit ekki hvort það sé bara háð því hvernig Ísland var á þeim tíma. Þau áttu mig mjög ung, það eru tuttugu ár á milli okkar en það er svolítið fyndið að þrátt fyrir tuttugu ára aldursmuninn þá fórum við á sama tíma inn í aktívismann á sínum tíma. Breyttar aðstæður á Íslandi spila náttúrulega veigamikið hlutverk þar, umhverfisvernd var á allt öðru stigi. Við vorum í svo góðum málum hérna og það var ekki fyrr en rétt fyrir aldamót að maður fann að nú þyrfti að gera eitthvað í þessu. Það er því ekki einhver ein ástæða á bak við aktívismann hjá mér heldur margar. Báðir foreldrar mínir voru líka mikið útiverufólk og ég er alin upp við það að vera alltaf úti að leika allan daginn, þótt það væri rok og rigning þá var maður bara settur í pollagalla. Maður labbaði í skólann og ég var fjörutíu mínútur að labba í skólann frá átta ára aldri þangað til ég varð svona tólf ára. Það var bara stemning að labba í snjóbyl og ég naut mín vel. Þannig að útiveran sem maður ólst upp með er svo stór hluti af manni. Það er líka svo auðvelt í Reykjavík, maður er í borg en samt líka í útiveru. Það er lúxus sem maður vill vernda.“ Mjög leið að hafa ekki náð að halda tónleikana hér heima Björk hefur gefið út fjöldan allan af plötum síðastliðin 26 ár og samhliða því spilað á tónleikaferðalögum um allan heim. Cornucopia sýningin var eina sýningin hennar sem hefur ekki komist til Íslands og segist hún hafa verið miður sín yfir því að það hafi ekki gengið upp. „Mig langaði svo að það gengi en ég hefði bara farið á hausinn, það hefði því miður ekki gengið. Eftir Covid þrefaldaðist kostnaður við að flytja öll tjöldin í gámum, það er stutta ástæðan fyrir því afhverju þetta gekk ekki. En nú erum við búin að kvikmynda sýninguna og við munum hafa bíósýningar hérna heima fyrir Íslendinga á næsta ári.“ Í september hlaut Björk verðlaun á AIM verðlaunahátíðinni í London sem besti flytjandinn fyrir cornicopiu og segist hún ótrúlega þakklát fyrir þann heiður. „Þetta skiptir okkur mjög miklu máli. Ekki bara fyrir mig heldur fyrir okkur öll sem erum í teyminu sem höfum mörg hver unnið svo lengi saman. Fararstjórinn minn er til dæmis búinn að vinna með mér síðan ég var unglingur og við erum öll búin að leggja svo mikið á okkur. Það var eiginlega ekki hægt að gera þessa sýningu en við bara gerðum hana samt. Þannig að fyrir okkur sem hóp er þetta svo verðmætt. Við fórum öll saman, líka hljóðmennirnir og ljósamennirnir og allir sem komu að sýningunni. Vanalega fer ég ekki á svona verðlaunaafhendingahátíðir, ég er rosa léleg í svona. Við mættum öll í sparifötum, drukkum kampavín og þetta var mjög gott fyrir hópinn.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra þakkarræðu Bjarkar á AIM verðlaunahátíðinni: Að vanda sig að taka á móti hrósi Talið berst þá að því að staldra við og vera stolt af sér sem er eitthvað sem Björk hefur verið að vinna í. „Ég veit ekki hvort það sé að maður sé alinn upp við það að vera ekki að monta sig, kannski er þetta bara eitthvað í DNA-inu eftir að hafa verið á þessari köldu eyju í þúsund ár. Ef maður fagnar of mikið þá gæti maður dáið í næsta snjóbyl. Þetta er svona hugsunarháttur að fara alltaf strax í næsta verkefni en ná aldrei að fagna því að það gangi vel. En ég er aðeins að vanda mig við að taka á móti hrósi og sérstaklega fyrir hönd hópsins, þau eru búin að leggja mikið á sig.“ Gott að enduruppgötva ást sína á vinnunni Björk er búin að ferðast mikið að undanförnu og má þar nefna tónleikaferðalag í Suður-Ameríku, Ástralíu og Japan, tónleikar í Kaliforníu og tónlistarhátíðin Coachella en alltaf með stoppi heima á milli. Hún segir frábært að vera á sviðinu en ferðalögin geti verið þreytandi. „Stundum elskar maður þetta algjörlega en þetta er mjög mikið spurning um magn. Ég get til dæmis rætt þetta við Sigur Rós og Of Monsters And Men krakkana sem hafa verið í þessum pakka. Þá getum við kvartað yfir lélegum búningsherbergjum, löngum flugum og keyrslunni. Þetta getur orðið svolítið mikið, þegar það er of mikið af því. En þegar það er í réttu magni þá er þetta frábært. Við lentum náttúrulega öll í því að við túruðum ekkert í Covid og svo varð þetta tvöfalt eftir Covid, með öllum þeim viðburðum sem hafði verið frestað. Það var aðeins of mikið ef ég á að vera alveg heiðarleg. Nú er ég búin með þessar löngu ferðir í bili þannig að það er allt aftur orðið rólegra. Það var líka gott að hvíla sig heima í sumar. Ég tók nokkra tónleika í Evrópu og það var svo fínt að þurfa ekki að fara í þessi löngu flug og enduruppgötva bara: Vá, ég elska vinnuna mína. Og að fara upp á svið með öllum flautunum, það var frábært,“ segir Björk en flautusveitin Viibra hefur spilað mikið með henni á tónleikum. Björk segir að það sé frábært að standa á sviðinu og tengjast áhorfendunum. Þó geti löngu ferðalögin verið krefjandi.Viðar Logi Hún segir það alltaf vera smá rússneska rúllettu að stíga á svið. „Að gera eitthvað live, það er alltaf smá kikk í því. Það geta fimmtíu hlutir klikkað og á góðu kvöldi þá nær maður 43 af þeim en sjö klikkuðu. Þannig að þetta er alltaf smá áhættufíkn í þessu sem er svona adrenalín kikk. Svo á næsta kvöldi þá náði maður þessum sjö sem klikkuðu síðast en þá geta aðrir sjö klikkað. Það er líka svo gaman að gera þetta með hópnum og finna adrenalínið byggjast upp korteri fyrir sýningu. Þetta er auðvitað ekki fyrir alla en fyrir fólk sem finnst þetta skemmtilegt þá er þetta frábært.“ Að finna rétta lagið fyrir rétta mómentið Tónlistin og listsköpunin er órjúfanlegur hluti af Björk í gegnum öll hennar tímabil. Tónlistarástríðan kviknaði snemma og sömuleiðis hefur hún í langan tíma haft áhuga á að stýra stemningu í gegnum tónlist með því að DJa. Hún vakti sem dæmi athygli fyrir DJ sett sitt á RIFF á dögunum, þar sem hún tróð upp í eftirpartýi á Edition. „Ég hef náttúrulega alltaf verið svolítið ráðrík með tónlist og með sterkar skoðanir þar. Ég hef að einhverju leyti alltaf verið að stýra tónlist þó að það hafi kannski ekki heitað að DJa. En í gamla daga var ég alltaf með alla vasa fulla af kassettum til að spila í Ghettoblasternum og maður var að skipta út kassettum. Þá var maður kannski ekki beint að DJ-a en meira að setja stemninguna fyrir kvöldið. Að reyna að finna akkúrat rétta lagið fyrir akkúrat rétta mómentið. Síðan byggðist það upp og svo byrjaði ég að gera þetta fyrir vini mína.“ Hún segir að oftast þegar hún DJ-i sé það til að styðja góðan málstað. „Eins og til dæmis á RIFF. Þau urðu tuttugu ára í ár og mér finnst Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnandi RIFF, svo flott. Hún er búin að gefa íslensku samfélagi svo mikið, með öllum þessum sýningum, með alla þessa gesti og allt networkið fyrir íslenskt kvikmyndafólk. Þannig að ég hef verið að DJa fyrir hana ókeypis og svo styð ég alltaf Smekkleysu, að halda conceptinu um plötubúð gangandi og hjálpa til við að endurskilgreina hvað það er.“ View this post on Instagram A post shared by Eli sabet Blo ndal (@elisabetblondal) Tónlistarveisla á fullu tungli Hún segir þau nú vera að hefja nýtt tímabil í Smekkleysu. „Josh Wilkinson eiginmaður tónlistarkonunnar Jófríðar var að smíða fyrir okkur geggjað hljóðkerfi í Smekkleysu og við ætlum að vera með viðburði í vetur þar sem þemað er allar kynslóðir og allar tónlistartegundir í fjóra tíma á fullu tungli. Við ætlum líka að vera með kaffihús, bókabúð og tónleikastað og breyta þessu að erlendri fyrirmynd í samkomustað fyrir fólk sem hefur áhuga á tónlist.“ Á næsta ári tekur svo ný plata við hjá Björk. „Ég er að klára þennan túr núna eftir mánuð með sex tónleikum og svo eru bara jólin framundan. Á nýja árinu er ég svo að byrja alveg á núlli á næstu plötu. Ég ætla bara að gefa mér góðan tíma í hana.“ Aðspurð hvort fleiri samvinnuverkefni á borð við lagið með Rosaliu séu á döfinni segir Björk: „Fyrstu tvö árin í plötuferlinu eru oftast bara ég að dúlla mér ein, að búa til útsetningar og í forvinnu. Eftir því sem ég verð eldri býð ég fólki seinna inn í minn heim. Ég vil fyrst vita nákvæmlega hvaða dýr ég er að eiga við og þá get ég beðið nákvæmlega þessa manneskju um að gera nákvæmlega þetta. Þannig að ég held að það verði að minnsta kosti tvö ár þangað til ég fer að bjóða einhverjum gestum að syngja eða vinna með,“ segir Björk að lokum.
Björk Tónlist Menning Umhverfismál Lax Tengdar fréttir Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað „Mig langaði að taka inn hinn tilfinningaskalann sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um cornucopiu, væntanlega tónleikaseríu sína í Laugardalshöll. Blaðamaður settist niður með henni og fékk nánari innsýn í hennar stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim. 17. febrúar 2023 06:00 Björk gefur út ævintýralegt myndband Stórsöngkonan og fjöllistakonan Björk, gaf nýverið út frá sér ævintýralegt myndband við lagið Victimhood. Gabríela Friðriksdóttir og Pierre-Alain Giraud sáu um leikstjórn en myndbandið var frumsýnt á Cornucopiu tónleikum Bjarkar í Altice Arenna í Lissabon. 6. september 2023 13:44 Björk verðlaunuð fyrir Cornucopiu Björk Guðmundsdóttir hefur verið valin besti flytjandinn á AIM Independent Music Awards 2023 verðlaunahátíðinni. Tilkynnt var um tónlistarmenn sem tilnefndir voru og sigurvegara í síðustu viku en hátíðin verður haldin þann 26. september. 28. ágúst 2023 22:37 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað „Mig langaði að taka inn hinn tilfinningaskalann sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um cornucopiu, væntanlega tónleikaseríu sína í Laugardalshöll. Blaðamaður settist niður með henni og fékk nánari innsýn í hennar stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim. 17. febrúar 2023 06:00
Björk gefur út ævintýralegt myndband Stórsöngkonan og fjöllistakonan Björk, gaf nýverið út frá sér ævintýralegt myndband við lagið Victimhood. Gabríela Friðriksdóttir og Pierre-Alain Giraud sáu um leikstjórn en myndbandið var frumsýnt á Cornucopiu tónleikum Bjarkar í Altice Arenna í Lissabon. 6. september 2023 13:44
Björk verðlaunuð fyrir Cornucopiu Björk Guðmundsdóttir hefur verið valin besti flytjandinn á AIM Independent Music Awards 2023 verðlaunahátíðinni. Tilkynnt var um tónlistarmenn sem tilnefndir voru og sigurvegara í síðustu viku en hátíðin verður haldin þann 26. september. 28. ágúst 2023 22:37