„Í landsleikjum verðum við að nýta færin þegar þau koma“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. október 2023 21:46 Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, ásamt aðstoðarmanni sínum Jóhannesi Karli Guðjónssyni Vísir/Hulda Margrét Ísland gerði svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var svekktur með seinni hálfleik liðsins. „Við fengum á okkur afar svekkjandi mark snemma í síðari hálfleik þar sem þeir skoruðu úr langskoti. Ég er búinn að sjá markið aftur og svona er þetta stundum þar sem boltinn fór inn,“ sagði Åge Hareide í viðtali eftir leik. Ísland spilaði afar vel í fyrri hálfleik og Åge var afar ánægður með spilamennsku liðsins fyrstu 45 mínúturnar. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleik. Við sköpuðum mörg færi en skorðum ekki og í landsleikjum verðum við að nýta færin þegar þau koma. Við verðum bara að halda áfram að bæta okkur og ég var mjög ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik.“ „Við spiluðum á móti vindi í síðari hálfleik og það gerði okkur erfitt yfir. Þetta var góður fyrri hálfleikur en svekkjandi síðari hálfleikur.“ Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á í leiknum og Åge var ánægður með hans innkomu. „Ég var ánægður með nærveruna sem hann kom með inn í leikinn. Gylfi hefur spilað lítið en hann getur orðið ansi góður fyrir okkur þegar að við spilum í mars og þess vegna er hann í hópnum. Vonandi mun hann halda áfram að spila með Lyngby og komast í toppform.“ „Gylfi hefur verið góður á æfingum og lagt hart af sér. Við þurfum svona leiðtoga innan og utan vallar.“ Klippa: Hareide eftir leikinn gegn Lúxemborg Næsti leikur Íslands er gegn Liechtenstein á mánudaginn og Åge reiknaði með breytingum á liðinu. „Við verðum að nota hópinn því að við erum með marga unga efnilega leikmenn og eldri leikmenn. Við verðum að sjá hvernig menn eru eftir þennan leik. Það verða einhverjar breytingar því við verðum að fara vel með leikmennina,“ sagði Åge Hareide að lokum. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
„Við fengum á okkur afar svekkjandi mark snemma í síðari hálfleik þar sem þeir skoruðu úr langskoti. Ég er búinn að sjá markið aftur og svona er þetta stundum þar sem boltinn fór inn,“ sagði Åge Hareide í viðtali eftir leik. Ísland spilaði afar vel í fyrri hálfleik og Åge var afar ánægður með spilamennsku liðsins fyrstu 45 mínúturnar. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleik. Við sköpuðum mörg færi en skorðum ekki og í landsleikjum verðum við að nýta færin þegar þau koma. Við verðum bara að halda áfram að bæta okkur og ég var mjög ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik.“ „Við spiluðum á móti vindi í síðari hálfleik og það gerði okkur erfitt yfir. Þetta var góður fyrri hálfleikur en svekkjandi síðari hálfleikur.“ Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á í leiknum og Åge var ánægður með hans innkomu. „Ég var ánægður með nærveruna sem hann kom með inn í leikinn. Gylfi hefur spilað lítið en hann getur orðið ansi góður fyrir okkur þegar að við spilum í mars og þess vegna er hann í hópnum. Vonandi mun hann halda áfram að spila með Lyngby og komast í toppform.“ „Gylfi hefur verið góður á æfingum og lagt hart af sér. Við þurfum svona leiðtoga innan og utan vallar.“ Klippa: Hareide eftir leikinn gegn Lúxemborg Næsti leikur Íslands er gegn Liechtenstein á mánudaginn og Åge reiknaði með breytingum á liðinu. „Við verðum að nota hópinn því að við erum með marga unga efnilega leikmenn og eldri leikmenn. Við verðum að sjá hvernig menn eru eftir þennan leik. Það verða einhverjar breytingar því við verðum að fara vel með leikmennina,“ sagði Åge Hareide að lokum.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira