Tillögu um að tryggja rétt frumbyggja í stjórnarskrá hafnað í Ástralíu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2023 10:36 Auglýsing frá já-fólki sem krotað var yfir. Vísir/EPA Tillögu um nýja þingnefnd sem átti að ráðleggja þingi um málefni frumbyggja var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í Ástralíu í gær. Leiðtogar frumbyggja kalla eftir vikulangri þögn og íhugun. Frumbyggjar hafa búið í Ástralíu í 60 þúsund ár. Leiðtogar frumbyggja í Ástrala hafa kallað eftir vikulangri þögn og íhugun í kjölfar þess að breytingu á stjórnarskrá sem hefði viðurkennt rétt frumbyggja til að hafa áhrif á þingi var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alls greiddu fleiri en 60 prósent gegn tillögunni. Í henni var lagt til að sett yrði á stofn sérstök nefnd frumbyggja á þingi sem myndi ráðleggja þingmönnum um öll málefni sem snerta frumbyggja. Til að hún hefði verið samþykkt hefði þurft meirihluta á landsvísu og í það minnsta fjórum af sex fylkjum ríkisins. Tillögunni var hafnað í öllum sex. „Þetta er beisk kaldhæðni,“ sagði í tilkynningu frá leiðtogum frumbyggja eftir að niðurstaða kosninganna lá fyrir og héldu svo áfram: „ Að fólkið sem hefur verið hér í þessari heimsálfu í 235 ár vilji ekki viðurkenna þau sem hafa átt heimili sitt hér í meira en 60 þúsund ár er óskiljanlegt.“ Þá kom fram í tilkynningunni að fána frumbyggja yrði flaggað yrði í hálfa stöng alla vikuna. Á vef Reuters segir að niðurstaðan sé bakslag í réttindabaráttu frumbyggja í Ástralíu og geti haft áhrif á það hvernig fólk um allan heim telur Ástralíu koma fram við frumbyggjaþjóðir. Ólíkt Kanada og Nýja-Sjálandi hefur þeim ekki tekist að ná neins konar samkomulagi eða viðurkennt þau formlega. Frumbyggjar eru um 3,8 prósent þjóðarinnar en alls búa um 26 milljónir í Ástralíu. Þau hafa búið þar í um 60 þúsund ár en eru ekki nefnd í stjórnarskránni og eru sá hópur fólks sem hallar hvað mest á samfélagslega. Forsætisráðherra landsins, Anthony Albanese, hafði í aðdraganda kosninganna sagt tillöguna geta sameinað Ástrala, en án árangurs. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Peter Dutton, hafði á sama tíma verið mótfallinn tillögunni. Ástralía Mannréttindi Tengdar fréttir Frumbyggjar gagnrýna mótshaldara í Ástralíu Hópur fótboltamanna af frumbyggjaættum hefur skrifað bréf til ástralska fótboltasambandsins og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna skorts á fjárstuðningi. Slíkt eigi að tilheyra arfleifð heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þessi dægrin. 27. júlí 2023 11:01 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Leiðtogar frumbyggja í Ástrala hafa kallað eftir vikulangri þögn og íhugun í kjölfar þess að breytingu á stjórnarskrá sem hefði viðurkennt rétt frumbyggja til að hafa áhrif á þingi var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alls greiddu fleiri en 60 prósent gegn tillögunni. Í henni var lagt til að sett yrði á stofn sérstök nefnd frumbyggja á þingi sem myndi ráðleggja þingmönnum um öll málefni sem snerta frumbyggja. Til að hún hefði verið samþykkt hefði þurft meirihluta á landsvísu og í það minnsta fjórum af sex fylkjum ríkisins. Tillögunni var hafnað í öllum sex. „Þetta er beisk kaldhæðni,“ sagði í tilkynningu frá leiðtogum frumbyggja eftir að niðurstaða kosninganna lá fyrir og héldu svo áfram: „ Að fólkið sem hefur verið hér í þessari heimsálfu í 235 ár vilji ekki viðurkenna þau sem hafa átt heimili sitt hér í meira en 60 þúsund ár er óskiljanlegt.“ Þá kom fram í tilkynningunni að fána frumbyggja yrði flaggað yrði í hálfa stöng alla vikuna. Á vef Reuters segir að niðurstaðan sé bakslag í réttindabaráttu frumbyggja í Ástralíu og geti haft áhrif á það hvernig fólk um allan heim telur Ástralíu koma fram við frumbyggjaþjóðir. Ólíkt Kanada og Nýja-Sjálandi hefur þeim ekki tekist að ná neins konar samkomulagi eða viðurkennt þau formlega. Frumbyggjar eru um 3,8 prósent þjóðarinnar en alls búa um 26 milljónir í Ástralíu. Þau hafa búið þar í um 60 þúsund ár en eru ekki nefnd í stjórnarskránni og eru sá hópur fólks sem hallar hvað mest á samfélagslega. Forsætisráðherra landsins, Anthony Albanese, hafði í aðdraganda kosninganna sagt tillöguna geta sameinað Ástrala, en án árangurs. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Peter Dutton, hafði á sama tíma verið mótfallinn tillögunni.
Ástralía Mannréttindi Tengdar fréttir Frumbyggjar gagnrýna mótshaldara í Ástralíu Hópur fótboltamanna af frumbyggjaættum hefur skrifað bréf til ástralska fótboltasambandsins og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna skorts á fjárstuðningi. Slíkt eigi að tilheyra arfleifð heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þessi dægrin. 27. júlí 2023 11:01 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Frumbyggjar gagnrýna mótshaldara í Ástralíu Hópur fótboltamanna af frumbyggjaættum hefur skrifað bréf til ástralska fótboltasambandsins og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna skorts á fjárstuðningi. Slíkt eigi að tilheyra arfleifð heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þessi dægrin. 27. júlí 2023 11:01