„Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. október 2023 11:14 Féð var illa leikið, étið lifandi, eins og Sigríður kemst að orði. Sigríður Jónsdóttir „Það hefur verið að heimtast ofboðslega illa í haust. Féð er ekki að láta sjá sig, það er ekki að koma heim og meira að segja þegar við höfum fundið fé þá hefur það flæmst í burtu.“ Þetta segir Sigríður Jónsdóttir, hvers foreldrar eru bændur á Efra-Apavatni í Bláskógabyggð, í samtali við fréttastofu en hún birti færslu á Facebook í gær þar sem hún auglýsti eftir aðstoð nærsveitunga við að leita að fé í dag. Fyrir viku síðan komu hún og fleiri að þar sem þrír hundar af nærliggjandi bæ voru að atast í fénu og þegar betur var að gáð fannst bæði dautt fé og illa sært. Féð var illa leikið.Sigríður Jónsdóttir „Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi,“ sagði Sigríður um aðkomuna að fénu, sem sumt þurfti að aflífa. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sigríður kom að dauðu fé í haust og sumar en þá gat hún ekki verið viss um hvað hafði gerst. Hún segir hins vegar hafa verið farin að undrast um hegðun fjárins. „Þær eru bara hræddar,“ segir hún. Úr fjárhúsinu þangað sem illa leikið féð var flutt.Sigríður Jónsdóttir Nú þykir henni ljóst að sökin liggi hjá hundunum frá nágrannabænum, eftir að hafa komið að þeim í síðustu viku. Sigríður segist ekki vilja tjá sig mikið um málið í bili og þá segir hún erfitt að henda reiður á fjölda dauðra dýra og særðra fyrr en eftir leitina í dag. „Þetta er alveg ómetanlegt,“ segir hún um aðstoðina sem hefur borist en þegar fréttastofa náði tali af henni var hún á leið milli staða. Leitað verður á tveimur jafnfljótum, á hestum, fjórhjólum og úr lofti, með aðstoð dróna. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og Matvælastofnunar. Dýr Dýraheilbrigði Bláskógabyggð Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þetta segir Sigríður Jónsdóttir, hvers foreldrar eru bændur á Efra-Apavatni í Bláskógabyggð, í samtali við fréttastofu en hún birti færslu á Facebook í gær þar sem hún auglýsti eftir aðstoð nærsveitunga við að leita að fé í dag. Fyrir viku síðan komu hún og fleiri að þar sem þrír hundar af nærliggjandi bæ voru að atast í fénu og þegar betur var að gáð fannst bæði dautt fé og illa sært. Féð var illa leikið.Sigríður Jónsdóttir „Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi,“ sagði Sigríður um aðkomuna að fénu, sem sumt þurfti að aflífa. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sigríður kom að dauðu fé í haust og sumar en þá gat hún ekki verið viss um hvað hafði gerst. Hún segir hins vegar hafa verið farin að undrast um hegðun fjárins. „Þær eru bara hræddar,“ segir hún. Úr fjárhúsinu þangað sem illa leikið féð var flutt.Sigríður Jónsdóttir Nú þykir henni ljóst að sökin liggi hjá hundunum frá nágrannabænum, eftir að hafa komið að þeim í síðustu viku. Sigríður segist ekki vilja tjá sig mikið um málið í bili og þá segir hún erfitt að henda reiður á fjölda dauðra dýra og særðra fyrr en eftir leitina í dag. „Þetta er alveg ómetanlegt,“ segir hún um aðstoðina sem hefur borist en þegar fréttastofa náði tali af henni var hún á leið milli staða. Leitað verður á tveimur jafnfljótum, á hestum, fjórhjólum og úr lofti, með aðstoð dróna. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og Matvælastofnunar.
Dýr Dýraheilbrigði Bláskógabyggð Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira