Aron Einar: Gylfi bætir æfingar og allt í kringum landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 13:31 Aron Einar Gunnarsson mætti á síðasta blaðamannafund fyrir leik fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. S2 Sport Aron Einar Gunnarsson verður aftur fyrirliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Liechtenstein í kvöld en hann mætti fyrir hönd íslenska liðsins á blaðamannafund í gær. Aron Einar missti af leiknum við Lúxemborg en leiðir nú líklega út liðið á móti liðinu sem hann skoraði þrennu á móti í mars síðastliðnum. Eða hvað? Aron Einar bjóst sjálfur ekki við að byrja þegar hann hitti blaðamenn fyrir leikinn. Búinn að eiga góða æfingaviku „Ég byrja nú ekki held ég. Það eru ekki komnar nógu margar mínútur í kroppinn en ég er búinn að eiga virkilega góða æfingaviku. Það er alla vega byrjunin. Ég vonast eftir því að fá mínútur og komast í takt,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Íslenska liðið nýtti ekki yfirburði sína í fyrri hálfleik á móti Lúxemborg og varð að sætta sig við jafntefli. „Við fórum vel yfir Lúxemborg leikinn í gær og tókum góðan fund, Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að læra af svona leikjum. Við eigum að klára svona leiki. Við erum með þá í fyrri hálfleik og komum út á hælunum í seinni hálfleikinn finnst mér og fáum á okkur mark,“ sagði Aron. Íslenska liðið var 1-0 yfir í hálfleik en seinni hálfleikurinn var liðinu erfiður. „Við hættum að gera það sem við erum góðir í að gera. Við þurfum betrumbæta það og við fórum vel yfir það. Vonandi kemur það ekki fyrir aftur en það koma tímapunktar í leikjum þar sem við þurfum að fara aftar á völlinn. Skipuleggja allt upp á nýtt. Við þurfum að gera það betur við gerðum í þessum leik,“ sagði Aron. Við erum hérna til þess að læra „Við erum hérna til þess að læra. Þjálfarinn fór yfir góðar klippur sem voru virkilega góðar í fyrri hálfleik. Við sáum þetta svart á hvítu. Þetta var bara svart og hvítt eins og einhver kallaði þetta. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður og við þurfum að gera meira af því,“ sagði Aron. „Við þurfum að vera meira skipulagðir og stöðugri í okkar aðgerðum,“ sagði Aron en er leikurinn á móti Liechtenstein skyldusigur? „Algjörlega. Það er ósköp einfalt. Þetta er okkar heimavöllur og við erum að spila á móti lakara liði. Við ætlum okkur þrjú stig en við þurfum samt að gera hlutina almennilega. Halda áfram á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Aron. Tempó á æfingum breytist að fá svona gæði inn „Það eru einhverjir sem eru þegar komnir inn og einhverjir sem fá fleiri mínútur og þetta er góður leikur fyrir það,“ sagði Aron. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið. Eru strákarnir eitthvað að minna hann á það? „Alls ekki. Maður sér það bara á æfingum hvað hann er glaður að vera kominn til baka og ánægður. Við líka. Tempó á æfingum breytist þegar svona gæði koma inn á þær. Það er virkilega jákvætt að fá Gylfa aftur inn í liðið. Hann bætir æfingar og allt sem er í kringum landsliðið,“ sagði Aron. Það má sjá allt viðtalið við Aron Einar hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar fyrir leikinn gegn Liechtenstein Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Aron Einar missti af leiknum við Lúxemborg en leiðir nú líklega út liðið á móti liðinu sem hann skoraði þrennu á móti í mars síðastliðnum. Eða hvað? Aron Einar bjóst sjálfur ekki við að byrja þegar hann hitti blaðamenn fyrir leikinn. Búinn að eiga góða æfingaviku „Ég byrja nú ekki held ég. Það eru ekki komnar nógu margar mínútur í kroppinn en ég er búinn að eiga virkilega góða æfingaviku. Það er alla vega byrjunin. Ég vonast eftir því að fá mínútur og komast í takt,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Íslenska liðið nýtti ekki yfirburði sína í fyrri hálfleik á móti Lúxemborg og varð að sætta sig við jafntefli. „Við fórum vel yfir Lúxemborg leikinn í gær og tókum góðan fund, Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að læra af svona leikjum. Við eigum að klára svona leiki. Við erum með þá í fyrri hálfleik og komum út á hælunum í seinni hálfleikinn finnst mér og fáum á okkur mark,“ sagði Aron. Íslenska liðið var 1-0 yfir í hálfleik en seinni hálfleikurinn var liðinu erfiður. „Við hættum að gera það sem við erum góðir í að gera. Við þurfum betrumbæta það og við fórum vel yfir það. Vonandi kemur það ekki fyrir aftur en það koma tímapunktar í leikjum þar sem við þurfum að fara aftar á völlinn. Skipuleggja allt upp á nýtt. Við þurfum að gera það betur við gerðum í þessum leik,“ sagði Aron. Við erum hérna til þess að læra „Við erum hérna til þess að læra. Þjálfarinn fór yfir góðar klippur sem voru virkilega góðar í fyrri hálfleik. Við sáum þetta svart á hvítu. Þetta var bara svart og hvítt eins og einhver kallaði þetta. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður og við þurfum að gera meira af því,“ sagði Aron. „Við þurfum að vera meira skipulagðir og stöðugri í okkar aðgerðum,“ sagði Aron en er leikurinn á móti Liechtenstein skyldusigur? „Algjörlega. Það er ósköp einfalt. Þetta er okkar heimavöllur og við erum að spila á móti lakara liði. Við ætlum okkur þrjú stig en við þurfum samt að gera hlutina almennilega. Halda áfram á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Aron. Tempó á æfingum breytist að fá svona gæði inn „Það eru einhverjir sem eru þegar komnir inn og einhverjir sem fá fleiri mínútur og þetta er góður leikur fyrir það,“ sagði Aron. Gylfa vantar bara eitt mark til að jafna markametið. Eru strákarnir eitthvað að minna hann á það? „Alls ekki. Maður sér það bara á æfingum hvað hann er glaður að vera kominn til baka og ánægður. Við líka. Tempó á æfingum breytist þegar svona gæði koma inn á þær. Það er virkilega jákvætt að fá Gylfa aftur inn í liðið. Hann bætir æfingar og allt sem er í kringum landsliðið,“ sagði Aron. Það má sjá allt viðtalið við Aron Einar hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar fyrir leikinn gegn Liechtenstein
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira