Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Andri Már Eggertsson skrifar 16. október 2023 21:20 Ísland vann 4-0 sigur gegn Liechtenstein Vísir/Hulda Margrét Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Elías Rafn Ólafsson, markvörður 8 Elías Rafn fékk traustið frekar en Hákon Rafn Valdimarsson. Það reyndi lítið á Elías þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar að Liechtenstein fékk víti. Elías Rafn varði vítið en Dennis Salanovic fylgdi eftir og skoraði. Gestirnir þurftu að endurtaka vítaspyrnuna og þá þrumaði Sandro Wiese boltanum langt framhjá og Elías skutlaði sér í rétt horn. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 5 Alfons var sá leikmaður Íslands sem var í mestu vandræðunum. Alfons gerði sig sekan um klaufaleg mistök þegar að boltinn fór í höndina á honum og Liechtenstein fékk vítaspyrnu. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 6 Guðlaugur Victor átti flottan leik í miðverðinum. Það reyndi lítið á Guðlaug varnarlega fyrir utan eitt atvik þegar að hann gaf boltann frá sér á hættulegum stað annars skilaði Guðlaugur boltanum vel frá sér úr öftustu línu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 6 Sverrir Ingi spilaði vel í miðverðinum í kvöld. Sverrir varðist öllu sem kom á hans svæði og ekkert hægt að setja út á hans leik. Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður 6 Kolbeinn skilaði sínu í kvöld. Það var ekki mikið að gera hjá Kolbeini en hann átti nokkra fína spretti á vinstri kantinum. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Arnór Ingvi var öflugur á miðjunni. Arnór Ingvi gerði vel í að komast inn í sendingar og spilaði boltanum vel frá sér. Arnór lagði síðan upp 27. landsliðsmark Gylfa. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 (Maður leiksins) Gylfi Þór var rétt innstilltur strax frá fyrstu mínútu. Gylfi átti skot í slána þegar að innan við fimm mínútur voru liðnar. Gylfi fiskaði síðan vítaspyrnu og skoraði úr henni af miklu öryggi. Gylfi skoraði sitt 27. landsliðsmark í síðari hálfleik og er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 7 Willum Þór var mikið í boltanum og lét til sín taka. Willum gerði ansi vel í öðru marki Íslands þar sem hann skallaði boltann í svæði fyrir Alfreð sem skoraði. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður 7 Jón Dagur var flottur á vinstri kantinum. Jón Dagur lagði upp fjórða mark Íslands þar sem hann gerði vel í að pota boltanum á Hákon sem skoraði glæsilegt mark. Alfreð Finnbogason, sóknarmaður 7 Alfreð skoraði laglegt mark á afar mikilvægum tímapunkti í fyrri hálfleik þar sem leikur Íslands datt niður eftir mark Gylfa. Hákon Arnar Haraldsson, sóknarmaður 7 Hákon Arnar var mikið í boltanum og átti heilt yfir flottan leik. Hákon skoraði síðan ansi flott mark þegar hann vippaði yfir Benjamin Büchel, markmann Liechtenstein. Varamenn: Mikael Neville Anderson 6 - Kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 57. mínútu Var nokkuð sprækur þegar hann kom inn á. Orri Steinn Óskarsson 6 - Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 57. mínútu Það var mikið að gerast í kringum Orra. Hann var nokkru sinnum flaggaður rangstæður og fékk gult spjald. Ísak Bergmann Jóhannesson 7 - Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 57. mínútu Af þeim varamönnum sem spiluðu nógu mikið til að fá einkunn var Ísak Bergmann bestur. Andri Lucas Guðjohnsen - Kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Aron Einar Gunnarsson - Kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Sjá meira
Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Elías Rafn Ólafsson, markvörður 8 Elías Rafn fékk traustið frekar en Hákon Rafn Valdimarsson. Það reyndi lítið á Elías þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar að Liechtenstein fékk víti. Elías Rafn varði vítið en Dennis Salanovic fylgdi eftir og skoraði. Gestirnir þurftu að endurtaka vítaspyrnuna og þá þrumaði Sandro Wiese boltanum langt framhjá og Elías skutlaði sér í rétt horn. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 5 Alfons var sá leikmaður Íslands sem var í mestu vandræðunum. Alfons gerði sig sekan um klaufaleg mistök þegar að boltinn fór í höndina á honum og Liechtenstein fékk vítaspyrnu. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 6 Guðlaugur Victor átti flottan leik í miðverðinum. Það reyndi lítið á Guðlaug varnarlega fyrir utan eitt atvik þegar að hann gaf boltann frá sér á hættulegum stað annars skilaði Guðlaugur boltanum vel frá sér úr öftustu línu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 6 Sverrir Ingi spilaði vel í miðverðinum í kvöld. Sverrir varðist öllu sem kom á hans svæði og ekkert hægt að setja út á hans leik. Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður 6 Kolbeinn skilaði sínu í kvöld. Það var ekki mikið að gera hjá Kolbeini en hann átti nokkra fína spretti á vinstri kantinum. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Arnór Ingvi var öflugur á miðjunni. Arnór Ingvi gerði vel í að komast inn í sendingar og spilaði boltanum vel frá sér. Arnór lagði síðan upp 27. landsliðsmark Gylfa. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 (Maður leiksins) Gylfi Þór var rétt innstilltur strax frá fyrstu mínútu. Gylfi átti skot í slána þegar að innan við fimm mínútur voru liðnar. Gylfi fiskaði síðan vítaspyrnu og skoraði úr henni af miklu öryggi. Gylfi skoraði sitt 27. landsliðsmark í síðari hálfleik og er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 7 Willum Þór var mikið í boltanum og lét til sín taka. Willum gerði ansi vel í öðru marki Íslands þar sem hann skallaði boltann í svæði fyrir Alfreð sem skoraði. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður 7 Jón Dagur var flottur á vinstri kantinum. Jón Dagur lagði upp fjórða mark Íslands þar sem hann gerði vel í að pota boltanum á Hákon sem skoraði glæsilegt mark. Alfreð Finnbogason, sóknarmaður 7 Alfreð skoraði laglegt mark á afar mikilvægum tímapunkti í fyrri hálfleik þar sem leikur Íslands datt niður eftir mark Gylfa. Hákon Arnar Haraldsson, sóknarmaður 7 Hákon Arnar var mikið í boltanum og átti heilt yfir flottan leik. Hákon skoraði síðan ansi flott mark þegar hann vippaði yfir Benjamin Büchel, markmann Liechtenstein. Varamenn: Mikael Neville Anderson 6 - Kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 57. mínútu Var nokkuð sprækur þegar hann kom inn á. Orri Steinn Óskarsson 6 - Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 57. mínútu Það var mikið að gerast í kringum Orra. Hann var nokkru sinnum flaggaður rangstæður og fékk gult spjald. Ísak Bergmann Jóhannesson 7 - Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 57. mínútu Af þeim varamönnum sem spiluðu nógu mikið til að fá einkunn var Ísak Bergmann bestur. Andri Lucas Guðjohnsen - Kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Aron Einar Gunnarsson - Kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti