Stjórnarandstaðan tryggði sér meirihluta atkvæða Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2023 10:41 Hinn 66 ára Donald Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. AP Þrír stjórnarandstöðuflokkar í Póllandi, sem í kosningabaráttunni börðust gegn stjórnarflokknum Lögum og réttlæti, náði að tryggja sér meirihluta þingsæta í þingkosningunum sem fram fóru á sunnudaginn. Landskjörstjórn birti lokatölur sínar í morgun. Nái flokkanir saman um stjórnarmyndum má reikna með myndun nýrrar ríkisstjórnar undir stjórn Donald Tusk sem verður jákvæðari í garð Evrópusambandsins en fráfarandi stjórn sem nú hefur misst meirihluta. Í frétt BBC segir að Lög og réttlæti, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki og leiðtogans Jaroslaw Kaczyński, sé sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða. Borgaravettvangur, flokkur Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Fastlega er búist við að flokkarnir þrír muni brátt hefja stjórnarmyndunarviðræður. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Kann að marka vatnaskil Niðurstaða kosninganna kann að marka nokkur vatnaskil í samskiptum Póllands og Evrópusambandsins, en síðustu ár hefur ítrekað kastast í kekki milli stofnana ESB og pólskra stjórnvalda, meðal annars vegna afskipta framkvæmdavaldsins í Póllandi af dómstólum í landinu. Öfgahægriflokkurinn Sambandsmyndun, sem var eini flokkurinn sem var líklegur til að fara í samstarf við Lög og réttlæti, hlaut rúmlega sjö prósent atkvæða. Þau málefni sem voru mest áberandi í kosningabaráttunni voru innrás Rússa í Úkraínu, málefni innflytjenda og kvenréttindi. Hvað gerir forsetinn? Augu manna munu senn beinast að Andrzej Duda Póllandsforseta, sem kemur úr röðum Laga og réttlætis, en formlega er það forsetinn sem hefur frumkvæði að myndun nýrrar stjórnar. Duda hefur áður sagt að hann muni veita leiðtoga stærsta flokksins umboð til stjórnarmyndunar. Þó að ljóst megi vera að Lög og réttlæti sé ekki með nægan stuðning til að mynda nýja stjórn kann einhver tími að líða þar til að Tusk fær formlegt umboð frá forsetanum til myndunar nýrrar stjórnar. Þá hafa einhverjar vangaveltur verið um það hvort að Lög og réttlæti muni nýta áhrif sín í hæstarétti landsins til að torvalda möguleg valdaskipti þar sem það er Hæstiréttur Póllands sem þarf formlega að leggja blessun sína yfir niðurstöður kosninganna. Pólland Kosningar í Póllandi Evrópusambandið Tengdar fréttir Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. 16. október 2023 13:26 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Nái flokkanir saman um stjórnarmyndum má reikna með myndun nýrrar ríkisstjórnar undir stjórn Donald Tusk sem verður jákvæðari í garð Evrópusambandsins en fráfarandi stjórn sem nú hefur misst meirihluta. Í frétt BBC segir að Lög og réttlæti, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki og leiðtogans Jaroslaw Kaczyński, sé sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða. Borgaravettvangur, flokkur Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Fastlega er búist við að flokkarnir þrír muni brátt hefja stjórnarmyndunarviðræður. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Kann að marka vatnaskil Niðurstaða kosninganna kann að marka nokkur vatnaskil í samskiptum Póllands og Evrópusambandsins, en síðustu ár hefur ítrekað kastast í kekki milli stofnana ESB og pólskra stjórnvalda, meðal annars vegna afskipta framkvæmdavaldsins í Póllandi af dómstólum í landinu. Öfgahægriflokkurinn Sambandsmyndun, sem var eini flokkurinn sem var líklegur til að fara í samstarf við Lög og réttlæti, hlaut rúmlega sjö prósent atkvæða. Þau málefni sem voru mest áberandi í kosningabaráttunni voru innrás Rússa í Úkraínu, málefni innflytjenda og kvenréttindi. Hvað gerir forsetinn? Augu manna munu senn beinast að Andrzej Duda Póllandsforseta, sem kemur úr röðum Laga og réttlætis, en formlega er það forsetinn sem hefur frumkvæði að myndun nýrrar stjórnar. Duda hefur áður sagt að hann muni veita leiðtoga stærsta flokksins umboð til stjórnarmyndunar. Þó að ljóst megi vera að Lög og réttlæti sé ekki með nægan stuðning til að mynda nýja stjórn kann einhver tími að líða þar til að Tusk fær formlegt umboð frá forsetanum til myndunar nýrrar stjórnar. Þá hafa einhverjar vangaveltur verið um það hvort að Lög og réttlæti muni nýta áhrif sín í hæstarétti landsins til að torvalda möguleg valdaskipti þar sem það er Hæstiréttur Póllands sem þarf formlega að leggja blessun sína yfir niðurstöður kosninganna.
Pólland Kosningar í Póllandi Evrópusambandið Tengdar fréttir Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. 16. október 2023 13:26 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. 16. október 2023 13:26
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent