„Þið getið tekið við þeim“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2023 16:28 Að minnsta kosti 2.700 manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndina síðustu daga, samkvæmt yfirvöldum þar. AP/Fatima Shbair Abdullah annar, konungur Jórdaníu, þvertók fyrir það í dag að ríki hans eða Egyptaland tækju á móti palestínsku flóttafólki frá Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Tryggja þyrfti öryggi fólksins þar sem þau eru. Þar sló hann á svipaða strengi og ráðamenn í Egyptalandi hafa gert en þeir eru reiðir yfir þrýstingi á þá um að taka á móti stórum hópum flóttamanna. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt rúmri milljón manna á norðurhluta Gasastrandarinnar að flýja til suðurs í aðdraganda væntanlegrar innrásar á svæðið. Umfangsmiklar loftárásir Ísraela hafa rústað heilu hverfunum og þúsundir eru sagðir liggja í valnum vegna þeirra. AP fréttaveitan segir minnst 2.700 Palestínumenn hafa fallið í þessum árásum, samkvæmt tölum frá Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Enn er þó talið að um 1.200 manns liggi í rústum húsa. Þá hafa Ísraelar lokað á vatn og rafmagn til Gasa og hafa stöðvað birgðaflutninga á svæðið. Mannréttinda- og hjálparsamtök segja svæðið að hruni komið. Fjölmenni við landamæri Egyptalands Þúsundir hafa safnast saman við landamæri Gasa og Egyptalands, á Rafah-landamærastöðinni en það er eina slíka stöðin sem Ísraelsher stjórnar ekki. Egyptar hafa ekki viljað opna hana eftir loftárásir Ísraela í síðustu viku. Ísraelar hafa hótað frekari árásum opni Egyptar landamærin fyrir birgðaflutningum. Ráðamenn í Bandaríkjunum og víðar hafa þrýst á yfirvöld í Egyptalandi um að opna landamærin fyrir Palestínumönnum með fleiri ríkisföng en Egyptar óttast að með tímanum og með auknum átökum á Gasaströndinni aukist þrýstingurinn á þá um að opna landamærin. Egypskir erindrekar hafa sagt að þeir muni leyfa flutning neyðaraðstoðar á Gasa en ekki taka við fjölmörgum flóttamönnum. Ísraelar vilja fara þveröfuga leið. Þeir meina Egyptum að opna landamærin fyrir birgðaflutninga en vilja að fólki verði leyft að flýja til Egyptalands. Þúsundir Palestínumanna bíða við landamærin inn í Egyptaland eftir tækifærit til að fara yfir þau.AP/Fatima Shbair Ætla ekki að taka við milljón manns Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, sagði í gær að það væri ekki lausn á deilunum við botni Miðjarðarhafs að flytja Palestínumenn á brott. Þá hefur Financial Times eftir heimildarmanni (áskriftarvefur) að egypskur erindreki hafi tilkynnt evrópskum erindreka á dögunum að ef Evrópubúar vildu að Egyptar tækju á móti milljón manns, yrðu þau send til Evrópu. „Ykkur er svo annt um mannréttindi. Þið getið tekið við þeim,“ á sá að hafa sagt. Evrópski erindrekinn sagði FT að Egyptar væru mjög reiðir yfir þeim þrýstingi sem verið væri að beita þá. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um fimm milljónir Palestínumanna séu flóttamenn í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Egyptar óttast flóð flóttamanna á Sinai-skaga og það að Palestínumönnum verði aldrei hleypt aftur til Gasa, fari þau þaðan. Sinai-skagi er strjálbýlt svæði sem yfirvöld í Egyptalandi eiga erfitt með að stjórna vegna umsvifa vígahópa þar. Þeir hópar hafa átt tengsl við Gasaströndina, samkvæmt viðmælanda FT. Ráðamenn í Kaíró segja svæðið ekki ráða við mikið af flóttafólki og sérstaklega með tilliti til þess að Egyptar glíma við efnahagsvandræði þessa dagana. Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Egyptaland Ísrael Flóttamenn Tengdar fréttir „Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn fyrir Ísrael“ Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn. 17. október 2023 10:11 Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. 17. október 2023 06:31 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Sjá meira
Þar sló hann á svipaða strengi og ráðamenn í Egyptalandi hafa gert en þeir eru reiðir yfir þrýstingi á þá um að taka á móti stórum hópum flóttamanna. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt rúmri milljón manna á norðurhluta Gasastrandarinnar að flýja til suðurs í aðdraganda væntanlegrar innrásar á svæðið. Umfangsmiklar loftárásir Ísraela hafa rústað heilu hverfunum og þúsundir eru sagðir liggja í valnum vegna þeirra. AP fréttaveitan segir minnst 2.700 Palestínumenn hafa fallið í þessum árásum, samkvæmt tölum frá Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Enn er þó talið að um 1.200 manns liggi í rústum húsa. Þá hafa Ísraelar lokað á vatn og rafmagn til Gasa og hafa stöðvað birgðaflutninga á svæðið. Mannréttinda- og hjálparsamtök segja svæðið að hruni komið. Fjölmenni við landamæri Egyptalands Þúsundir hafa safnast saman við landamæri Gasa og Egyptalands, á Rafah-landamærastöðinni en það er eina slíka stöðin sem Ísraelsher stjórnar ekki. Egyptar hafa ekki viljað opna hana eftir loftárásir Ísraela í síðustu viku. Ísraelar hafa hótað frekari árásum opni Egyptar landamærin fyrir birgðaflutningum. Ráðamenn í Bandaríkjunum og víðar hafa þrýst á yfirvöld í Egyptalandi um að opna landamærin fyrir Palestínumönnum með fleiri ríkisföng en Egyptar óttast að með tímanum og með auknum átökum á Gasaströndinni aukist þrýstingurinn á þá um að opna landamærin. Egypskir erindrekar hafa sagt að þeir muni leyfa flutning neyðaraðstoðar á Gasa en ekki taka við fjölmörgum flóttamönnum. Ísraelar vilja fara þveröfuga leið. Þeir meina Egyptum að opna landamærin fyrir birgðaflutninga en vilja að fólki verði leyft að flýja til Egyptalands. Þúsundir Palestínumanna bíða við landamærin inn í Egyptaland eftir tækifærit til að fara yfir þau.AP/Fatima Shbair Ætla ekki að taka við milljón manns Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, sagði í gær að það væri ekki lausn á deilunum við botni Miðjarðarhafs að flytja Palestínumenn á brott. Þá hefur Financial Times eftir heimildarmanni (áskriftarvefur) að egypskur erindreki hafi tilkynnt evrópskum erindreka á dögunum að ef Evrópubúar vildu að Egyptar tækju á móti milljón manns, yrðu þau send til Evrópu. „Ykkur er svo annt um mannréttindi. Þið getið tekið við þeim,“ á sá að hafa sagt. Evrópski erindrekinn sagði FT að Egyptar væru mjög reiðir yfir þeim þrýstingi sem verið væri að beita þá. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um fimm milljónir Palestínumanna séu flóttamenn í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Egyptar óttast flóð flóttamanna á Sinai-skaga og það að Palestínumönnum verði aldrei hleypt aftur til Gasa, fari þau þaðan. Sinai-skagi er strjálbýlt svæði sem yfirvöld í Egyptalandi eiga erfitt með að stjórna vegna umsvifa vígahópa þar. Þeir hópar hafa átt tengsl við Gasaströndina, samkvæmt viðmælanda FT. Ráðamenn í Kaíró segja svæðið ekki ráða við mikið af flóttafólki og sérstaklega með tilliti til þess að Egyptar glíma við efnahagsvandræði þessa dagana.
Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Egyptaland Ísrael Flóttamenn Tengdar fréttir „Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn fyrir Ísrael“ Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn. 17. október 2023 10:11 Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. 17. október 2023 06:31 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Sjá meira
„Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn fyrir Ísrael“ Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn. 17. október 2023 10:11
Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. 17. október 2023 06:31