Skvettu stíflueyði á andlit tólf ára barns á skólalóð í Reykjavík Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. október 2023 18:42 Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður segir um alvarlega árás hafa verið að ræða. Vísir/Arnar Tólf ára stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir að strákar köstuðu ætandi efnum í andlit hennar. Stúlkan er með brunasár á andliti og þykir mildi að ekki fór verr. Rannsóknarlögreglumaður segir börn í sífellt meira mæli elta hegðun sem þau sjá á netinu. Stúlkan var að leika sér á skólalóð nærri heimili sínu á höfuðborgarsvæðinu í gær þegar hún hitti þar stráka sem hún þekkti. „Drengurinn hendir sem sé framan í hana stíflueyði. Þessi ákveðni hópur hafði verið að kaupa þennan stíflueyði sem þeir blanda saman við vatn og búa til svona sprengju einhvers konar en í þessu tilfelli var ekki þessari sprengju hent framan í andlitið á henni heldur eingöngu duftinu sem þeir voru með í poka.“ Stíflueyðirinn sem strákarnir voru að nota var í duftformi. Hún segir stúlkuna strax hafa leitað sér aðstoðar. „Hún fer í næsta hús þarna við þar sem að árásin átti sér stað og mér skilst að fólkið þar hafi brugðist hárrétt við og hellt sem sagt mjólk í augun á henni og vatni þannig að þau skoluðu þetta strax úr. Mér skilst að það hafi í rauninni bjargað sjóninni hennar. Þannig að þetta er mjög alvarlegt mál þegar svona er. Auðvitað veit maður ekki hversu mikið þeir gera sér grein fyrir því.“ Stúlkan er með brunasár í andliti en hlaut ekki varanlegan skaða af. Svo virðist sem árásin hafi verið tilefnislaus og segir Guðrún drengina hafa verið að herma eftir athæfi sem þeir sáu á netinu. Lögreglan sjái slíkt sífellt oftar gerast. „Þeir höfðu sem sagt lært þetta á Youtube og voru búnir að gera þetta nokkrum sinnum á víð og dreif.“ Málið er í rannsókn hjá lögreglunni og þá var barnavernd tilkynnt um það. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar fylgist vel með því sem börnin séu að skoða á netinu. „Þarna erum við að tala um ellefu ára gömul börn og við þurfum náttúrulega að vera mjög vakandi hvað börnin eru viðhafa inni á samfélagsmiðlum. Það er náttúrulega fyrst og fremst mjög nauðsynlegt að gera það.“ Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Stúlkan var að leika sér á skólalóð nærri heimili sínu á höfuðborgarsvæðinu í gær þegar hún hitti þar stráka sem hún þekkti. „Drengurinn hendir sem sé framan í hana stíflueyði. Þessi ákveðni hópur hafði verið að kaupa þennan stíflueyði sem þeir blanda saman við vatn og búa til svona sprengju einhvers konar en í þessu tilfelli var ekki þessari sprengju hent framan í andlitið á henni heldur eingöngu duftinu sem þeir voru með í poka.“ Stíflueyðirinn sem strákarnir voru að nota var í duftformi. Hún segir stúlkuna strax hafa leitað sér aðstoðar. „Hún fer í næsta hús þarna við þar sem að árásin átti sér stað og mér skilst að fólkið þar hafi brugðist hárrétt við og hellt sem sagt mjólk í augun á henni og vatni þannig að þau skoluðu þetta strax úr. Mér skilst að það hafi í rauninni bjargað sjóninni hennar. Þannig að þetta er mjög alvarlegt mál þegar svona er. Auðvitað veit maður ekki hversu mikið þeir gera sér grein fyrir því.“ Stúlkan er með brunasár í andliti en hlaut ekki varanlegan skaða af. Svo virðist sem árásin hafi verið tilefnislaus og segir Guðrún drengina hafa verið að herma eftir athæfi sem þeir sáu á netinu. Lögreglan sjái slíkt sífellt oftar gerast. „Þeir höfðu sem sagt lært þetta á Youtube og voru búnir að gera þetta nokkrum sinnum á víð og dreif.“ Málið er í rannsókn hjá lögreglunni og þá var barnavernd tilkynnt um það. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar fylgist vel með því sem börnin séu að skoða á netinu. „Þarna erum við að tala um ellefu ára gömul börn og við þurfum náttúrulega að vera mjög vakandi hvað börnin eru viðhafa inni á samfélagsmiðlum. Það er náttúrulega fyrst og fremst mjög nauðsynlegt að gera það.“
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29