Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. október 2023 19:55 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hvetur þá félagsmenn Eflingar sem misstu húsnæði sitt í brunanum við Funahöfða að hafa samband við félagið. Vísir/Arnar Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði Einn lést og tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna sem varð við Funahöfða í Reykjavík í gær. Tugir manna, mestmegnis erlent verkafólk, búa í húsnæðinu sem er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði. „Það er náttúrlega ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það að sú húsnæðiskreppa sem er hér til staðar á höfuðborgarsvæðinu geri það að verkum að fólk lætur lífið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru nokkur ár síðan að þrjár ungar manneskjur í blóma lífsins dóu við hræðilegar aðstæður. Aðrir misstu aleiguna eða slösuðust mjög illa,“ sagði Sólveig og vísaði til brunans á Bræðraborgarstíg í júní 2020. Auk þess sé stutt síðan fátækt verkafólk missti allt sem það átti í eldsvoða í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. „Og þetta er allt vegna þess að pólitísk valdastétt neitar að gera það sem þarf að gera.“ Veistu til þess að félagsmenn Eflingar búi þarna á Funahöfða? „Ég held að það sé mjög líklegt og ég vil þá fá að nota tækifærið og koma því áleiðis að ef einhverjir félagsmenn- eða konur Eflingar hafa búið þarna og hafa lent í þessum skelfilega eldsvoða að hafa endilega sem fyrst samband við félagið svo við getum reynt að liðsinna fólki.“ Sólveig segir að búið sé að grafa alvarlega undan mannréttindum fólks sem er neytt til að búa við þær ómannsæmandi aðstæður sem iðnaðarhúsnæði er. „Þarna erum við með fullvinnandi verkafólk, sem hér knýr áfram hagvaxtarhjólin, en er samt sett í þessa stöðu, að þurfa að sjá eftir mjög stórum hluta sem ráðstöfun á tekjum en þarf að leigja algjörlega óviðunandi húsnæði. Þannig að það er auðvitað margt sem að gerir það að verkum að þessi hópur, sá aljaðarsettasti, þetta eru innflytjendur, fátækt verkafólk, er látið búa við þessar aðstæður verður helst til viðbótar fyrir launaþjófnaði og vanvirðandi hegðun. Þannig að við erum þarna komin með þann hóp á íslenskum vinnumarkaði sem hefur það alverst,“ sagði Sólveig. Hvaða aðgerðir myndir þú telja að sé brýnastar að ráðast í núna? Það er auðvitað mjög góð spurning en svörin við henni eru ekkert sérstaklega flókin þó að þannig sé látið vera. Það þarf auðvitað að setja verulegar hömlur eða banna AirBNB og svo þarf auðvitað að fara hér í stórtæka uppbyggingu á ódýru og mannsæmandi húsnæði fyrir fólkið sem hér heldur öllu uppi með vinnu sinni. Bruni á Funahöfða Stéttarfélög Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Einn lést og tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna sem varð við Funahöfða í Reykjavík í gær. Tugir manna, mestmegnis erlent verkafólk, búa í húsnæðinu sem er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði. „Það er náttúrlega ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það að sú húsnæðiskreppa sem er hér til staðar á höfuðborgarsvæðinu geri það að verkum að fólk lætur lífið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru nokkur ár síðan að þrjár ungar manneskjur í blóma lífsins dóu við hræðilegar aðstæður. Aðrir misstu aleiguna eða slösuðust mjög illa,“ sagði Sólveig og vísaði til brunans á Bræðraborgarstíg í júní 2020. Auk þess sé stutt síðan fátækt verkafólk missti allt sem það átti í eldsvoða í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. „Og þetta er allt vegna þess að pólitísk valdastétt neitar að gera það sem þarf að gera.“ Veistu til þess að félagsmenn Eflingar búi þarna á Funahöfða? „Ég held að það sé mjög líklegt og ég vil þá fá að nota tækifærið og koma því áleiðis að ef einhverjir félagsmenn- eða konur Eflingar hafa búið þarna og hafa lent í þessum skelfilega eldsvoða að hafa endilega sem fyrst samband við félagið svo við getum reynt að liðsinna fólki.“ Sólveig segir að búið sé að grafa alvarlega undan mannréttindum fólks sem er neytt til að búa við þær ómannsæmandi aðstæður sem iðnaðarhúsnæði er. „Þarna erum við með fullvinnandi verkafólk, sem hér knýr áfram hagvaxtarhjólin, en er samt sett í þessa stöðu, að þurfa að sjá eftir mjög stórum hluta sem ráðstöfun á tekjum en þarf að leigja algjörlega óviðunandi húsnæði. Þannig að það er auðvitað margt sem að gerir það að verkum að þessi hópur, sá aljaðarsettasti, þetta eru innflytjendur, fátækt verkafólk, er látið búa við þessar aðstæður verður helst til viðbótar fyrir launaþjófnaði og vanvirðandi hegðun. Þannig að við erum þarna komin með þann hóp á íslenskum vinnumarkaði sem hefur það alverst,“ sagði Sólveig. Hvaða aðgerðir myndir þú telja að sé brýnastar að ráðast í núna? Það er auðvitað mjög góð spurning en svörin við henni eru ekkert sérstaklega flókin þó að þannig sé látið vera. Það þarf auðvitað að setja verulegar hömlur eða banna AirBNB og svo þarf auðvitað að fara hér í stórtæka uppbyggingu á ódýru og mannsæmandi húsnæði fyrir fólkið sem hér heldur öllu uppi með vinnu sinni.
Bruni á Funahöfða Stéttarfélög Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent