Hver átti sprengjuna? Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2023 14:26 Frá bílastæðinu þar sem sprengingin varð í gærkvöldi. Athygli hefur vakið að eyðileggingin sé ekki meiri miðað við fullyrðingar Hamas-samtakanna um að fleiri hundruð hefðu látið lífið. AP/Abed Khaled Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. Sprengingin hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla í Mið-Austurlöndum og mikillar reiði í garð Ísraela og bakhjarla þeirra. Fyrir sprenginguna í gær höfðu þúsundir borgara fallið í árásum Ísraela á Gasaströndinni síðan vígamenn Hamas gerðu mannskæða árás á Ísrael 7. október. Ísraelar segjast ekki hafa varpað sprengju á sjúkrahúsið heldur hafi eldflaug sem vígamenn Íslamsks jihad skutu í átt að Ísrael hrapað til jarðar við sjúkrahúsið og valdið sprengingunni. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að útlit sé fyrir að „hin hliðin“, það er ekki Ísraelar, beri ábyrgð á sprengingunni. Hann var spurður nánar út í hvernig hann teldi sig vita það. Vísaði hann í gögn frá varnarmálaráðuneyti sínu. Í dag hafa upplýsingar litið dagsins ljós sem renna stoðum undir að eldflaug hafi bilað og fallið til jarðar við sjúkrahúsið. Fönguðu eldflaug hrapa til jarðar Meðal nýrra upplýsinga er myndband sem tekið var af tökumanni Al Jazeera fréttastofunnar. Það sýnir eldflaug skotið á loft frá Gasa. Þar sést eitthvað koma upp á og springur eldflaugin í loft upp skömmu síðar. Einhverjir hlutar úr eldflauginni virðast hafa fallið til jarðar og verða tvær sprengingar vegna þeirra. Myndatökumaðurinn beindi myndavél sinni að fyrri sprengingunni og fangaði um leið þá síðari. Umrætt myndband má sjá hér að neðan en það hefur meðal annars verið birt á samfélagsmiðlum ísraelska hersins. Check your own footage before you accuse Israel.18:59 - A rocket aimed at Israel misfired and exploded.18:59 - A hospital was hit in Gaza.You had one job. https://t.co/iCgYOkaE84 pic.twitter.com/Ag2mKCBb6M— Israel Defense Forces (@IDF) October 18, 2023 Þegar seinni sprengingin verður og myndatökumaðurinn tekur nærmynd, má sjá grindur ofan á húsinu við sprenginguna. Það eru eins grindur og eru á byggingum sjúkrahússins. Explosion at the hospital. (31.5050171, 34.4613932)h/t @ELINTNews pic.twitter.com/9jonAbIfcs— Benjamin Pittet (@COUPSURE) October 17, 2023 Ísraelskur blaðamaður birti myndbandið hér að neðan sem er sagt hafa verið tekið upp um það leyti sem sprengingin varð. Það sýnir fjölda eldflauga skotið á loft frá Gasasvæðinu og stóra sprengingu skömmu síðar. Surveillance camera footage from Netiv Haasara shows a large barrage of rockets being launched from northern Gaza, followed by a massive blast in the Strip, apparently caused by a failed projectile. pic.twitter.com/PdNCbks02r— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 17, 2023 Í dag hafa margar myndir verið teknar frá sjúkrahúsinu og þar á meðal þessi að neðan, sem ljósmyndari Reuters tók. Sú mynd sýnir gíg sem virðist vera eftir að sprengja féll til jarðar. Gígurinn er á bílastæði við sjúkrahúsið og virðist sprengingin hafa valdið litlum skemmdum á húsum þar nærri. Myndefni frá deginum bendir til þess að lítil höggbylgja hafi myndast við sprenginguna og þess í stað hafi komið töluverður eldur. Hér að neðan má sjá myndband af Instagram sem tekið var upp við sjúkrahúsið í dag. Þar að neðan er svo mynd sem ljósmyndari tók af gíg við húsið. Enn sem komið er er þetta eini gígurinn sem hefur sést. Talsmenn ísraelska hersins segja að ef þeir hefðu gert loftárás á sjúkrahúsið hefði gígurinn verið mun stærri. Þar að auki segja sérfræðingar að skemmdirnar á sjúkrahúsinu og nærliggjandi byggingum hefðu verið mun meiri við hefðbundna loftárás. Another picture of the impact crater from Reuters pic.twitter.com/0bnvdfJAbi— B (@Bernie744) October 18, 2023 Hundruð þúsunda Palestínumanna eru á vergangi vegna ítrekaðra loftárása Ísraela og er útlit fyrir að hópur þeirra hafi verið sofandi í garði sjúkrahússins, sem gæti útskýrt hve margir eru sagðir hafa fallið í sprengingunni. Of note, casualty-wise, I can confirm a number, probably 30-50, IDPs (internally displaced persons) were sheltering on the lawn in the courtyard of the Ahli Hospital in the red highlighted area.They took the worst of the blast, many of their bodies were badly burnt. pic.twitter.com/Y5qpGohMyl— OSINTtechnical (@Osinttechnical) October 18, 2023 This video shows the location next to the impact crater, where footage from the aftermath of the attack shows multiple casualties. It appears people were camped out there, and the munition landed right next to them. https://t.co/XV28EtU6l3 pic.twitter.com/SYoh4Gvw4c— Eliot Higgins (@EliotHiggins) October 18, 2023 Ísraelski herinn birti upptöku í morgun sem er sögð vera af símtali milli vígamanna Hamas, eftir sprenginguna. Ísraelar segjast hafa hlerað símtalið og það bendi einnig til þess að eldflaug frá Íslömsku jihad sé um að kenna. Enskum texta hefur verið bætt við myndbandið hér að neðan. Attached is a recording of a conversation between Hamas operatives regarding the Islamic Jihad failed rocket launch on the hospital on October 17, 2023: pic.twitter.com/mjsBPerDMe— - Daniel Hagari (@IDFSpokesperson) October 18, 2023 Hafa áður sagt ósatt Ísraelar hafa áður sagt að herinn beri ekki ábyrgð á einhverju, sem reyndist svo rangt. Nýjasta dæmið er morðið á Shireen Abu Akleh, fréttakonu Al Jazeera. Hún var skotin til bana á Vesturbakkanum í fyrra. Þá voru ísraelskir hermenn að skiptast á skotum við Palestínumenn og fréttakonan var á gangi í hverfinu, en þó nokkuð langt frá. Þau urðu fyrir skothríð sem banaði Shireen Abu Akleh. Palestínskir embættismenn á Vesturbakkanum sökuðu ísraelska hermenn um að hafa skotið hana. Ísraelskir embættismenn drógu það í efa og sökuðu palestínska menn um skothríðina. Herinn gerði svo rannsókn þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ómögulegt væri að finan uppruna skothríðarinnar. Blaðamenn New York Times komust þó að þeirri niðurstöðu, eftir mikla rannsóknarvinnu, að skothríðin hefði komið frá ísraelskum hermönnum sem höfðu verið þar nærri og að engir vopnaðir Palestínumenn hefðu verið á svæðinu. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Sprengingin hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla í Mið-Austurlöndum og mikillar reiði í garð Ísraela og bakhjarla þeirra. Fyrir sprenginguna í gær höfðu þúsundir borgara fallið í árásum Ísraela á Gasaströndinni síðan vígamenn Hamas gerðu mannskæða árás á Ísrael 7. október. Ísraelar segjast ekki hafa varpað sprengju á sjúkrahúsið heldur hafi eldflaug sem vígamenn Íslamsks jihad skutu í átt að Ísrael hrapað til jarðar við sjúkrahúsið og valdið sprengingunni. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að útlit sé fyrir að „hin hliðin“, það er ekki Ísraelar, beri ábyrgð á sprengingunni. Hann var spurður nánar út í hvernig hann teldi sig vita það. Vísaði hann í gögn frá varnarmálaráðuneyti sínu. Í dag hafa upplýsingar litið dagsins ljós sem renna stoðum undir að eldflaug hafi bilað og fallið til jarðar við sjúkrahúsið. Fönguðu eldflaug hrapa til jarðar Meðal nýrra upplýsinga er myndband sem tekið var af tökumanni Al Jazeera fréttastofunnar. Það sýnir eldflaug skotið á loft frá Gasa. Þar sést eitthvað koma upp á og springur eldflaugin í loft upp skömmu síðar. Einhverjir hlutar úr eldflauginni virðast hafa fallið til jarðar og verða tvær sprengingar vegna þeirra. Myndatökumaðurinn beindi myndavél sinni að fyrri sprengingunni og fangaði um leið þá síðari. Umrætt myndband má sjá hér að neðan en það hefur meðal annars verið birt á samfélagsmiðlum ísraelska hersins. Check your own footage before you accuse Israel.18:59 - A rocket aimed at Israel misfired and exploded.18:59 - A hospital was hit in Gaza.You had one job. https://t.co/iCgYOkaE84 pic.twitter.com/Ag2mKCBb6M— Israel Defense Forces (@IDF) October 18, 2023 Þegar seinni sprengingin verður og myndatökumaðurinn tekur nærmynd, má sjá grindur ofan á húsinu við sprenginguna. Það eru eins grindur og eru á byggingum sjúkrahússins. Explosion at the hospital. (31.5050171, 34.4613932)h/t @ELINTNews pic.twitter.com/9jonAbIfcs— Benjamin Pittet (@COUPSURE) October 17, 2023 Ísraelskur blaðamaður birti myndbandið hér að neðan sem er sagt hafa verið tekið upp um það leyti sem sprengingin varð. Það sýnir fjölda eldflauga skotið á loft frá Gasasvæðinu og stóra sprengingu skömmu síðar. Surveillance camera footage from Netiv Haasara shows a large barrage of rockets being launched from northern Gaza, followed by a massive blast in the Strip, apparently caused by a failed projectile. pic.twitter.com/PdNCbks02r— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 17, 2023 Í dag hafa margar myndir verið teknar frá sjúkrahúsinu og þar á meðal þessi að neðan, sem ljósmyndari Reuters tók. Sú mynd sýnir gíg sem virðist vera eftir að sprengja féll til jarðar. Gígurinn er á bílastæði við sjúkrahúsið og virðist sprengingin hafa valdið litlum skemmdum á húsum þar nærri. Myndefni frá deginum bendir til þess að lítil höggbylgja hafi myndast við sprenginguna og þess í stað hafi komið töluverður eldur. Hér að neðan má sjá myndband af Instagram sem tekið var upp við sjúkrahúsið í dag. Þar að neðan er svo mynd sem ljósmyndari tók af gíg við húsið. Enn sem komið er er þetta eini gígurinn sem hefur sést. Talsmenn ísraelska hersins segja að ef þeir hefðu gert loftárás á sjúkrahúsið hefði gígurinn verið mun stærri. Þar að auki segja sérfræðingar að skemmdirnar á sjúkrahúsinu og nærliggjandi byggingum hefðu verið mun meiri við hefðbundna loftárás. Another picture of the impact crater from Reuters pic.twitter.com/0bnvdfJAbi— B (@Bernie744) October 18, 2023 Hundruð þúsunda Palestínumanna eru á vergangi vegna ítrekaðra loftárása Ísraela og er útlit fyrir að hópur þeirra hafi verið sofandi í garði sjúkrahússins, sem gæti útskýrt hve margir eru sagðir hafa fallið í sprengingunni. Of note, casualty-wise, I can confirm a number, probably 30-50, IDPs (internally displaced persons) were sheltering on the lawn in the courtyard of the Ahli Hospital in the red highlighted area.They took the worst of the blast, many of their bodies were badly burnt. pic.twitter.com/Y5qpGohMyl— OSINTtechnical (@Osinttechnical) October 18, 2023 This video shows the location next to the impact crater, where footage from the aftermath of the attack shows multiple casualties. It appears people were camped out there, and the munition landed right next to them. https://t.co/XV28EtU6l3 pic.twitter.com/SYoh4Gvw4c— Eliot Higgins (@EliotHiggins) October 18, 2023 Ísraelski herinn birti upptöku í morgun sem er sögð vera af símtali milli vígamanna Hamas, eftir sprenginguna. Ísraelar segjast hafa hlerað símtalið og það bendi einnig til þess að eldflaug frá Íslömsku jihad sé um að kenna. Enskum texta hefur verið bætt við myndbandið hér að neðan. Attached is a recording of a conversation between Hamas operatives regarding the Islamic Jihad failed rocket launch on the hospital on October 17, 2023: pic.twitter.com/mjsBPerDMe— - Daniel Hagari (@IDFSpokesperson) October 18, 2023 Hafa áður sagt ósatt Ísraelar hafa áður sagt að herinn beri ekki ábyrgð á einhverju, sem reyndist svo rangt. Nýjasta dæmið er morðið á Shireen Abu Akleh, fréttakonu Al Jazeera. Hún var skotin til bana á Vesturbakkanum í fyrra. Þá voru ísraelskir hermenn að skiptast á skotum við Palestínumenn og fréttakonan var á gangi í hverfinu, en þó nokkuð langt frá. Þau urðu fyrir skothríð sem banaði Shireen Abu Akleh. Palestínskir embættismenn á Vesturbakkanum sökuðu ísraelska hermenn um að hafa skotið hana. Ísraelskir embættismenn drógu það í efa og sökuðu palestínska menn um skothríðina. Herinn gerði svo rannsókn þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ómögulegt væri að finan uppruna skothríðarinnar. Blaðamenn New York Times komust þó að þeirri niðurstöðu, eftir mikla rannsóknarvinnu, að skothríðin hefði komið frá ísraelskum hermönnum sem höfðu verið þar nærri og að engir vopnaðir Palestínumenn hefðu verið á svæðinu.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira