Neymar meiddist í leik Brasilíu og Úrugvæ í nótt en Brasilía þurfti að sætta sig við 2-0 tap í leiknum. Brasilíska knattspyrnusambandið staðfesti í kvöld að eftir skoðanir hefði komið í ljós að Neymar væri með slitið krossband og þyrfti í aðgerð.
Neymar féll til jarðar í uppbótartíma fyrri hálfleiks og var borinn af velli með tárin í augunum. Hann fékk aðstoð við að komast til búningsklefa og sást síðan yfirgefa leikvanginn í Montevideo á hækjum.
Félagslið Neymar Al-Hilal staðfesti tíðindin einnig í kvöld en Neymar gekk til liðs við sádiarabíska félagið í sumar og skrifaði undir sannkallaðan risasamning.
Neymar hefur leikið 128 leiki fyrir brasilíska landsliðið og skorað í þeim 79 mörk.
The medical tests NEYMAR underwent, confirmed the Anterior Cruciate Ligament and Meniscus tear injury in his knee, he will be going through surgery and then a treatment program that will be determined later..
— AlHilal Saudi Club (@Alhilal_EN) October 18, 2023
Return Stronger @neymarjr #AlHilal pic.twitter.com/5I3u7F7wQm