Hugleiðingar brjóstaskurðlæknis í Bleikum október Þórhildur Halldórsdóttir skrifar 19. október 2023 09:00 Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að núna er Bleikur október. Fatnaður , varasalvar, sápur, nælur og skartgripi má kaupa til styrktar málstaðnum, svo fátt eitt sé nefnt. Vinnustaðir, búðir og leikskólar eru skreyttir í bleikum lit, meira að segja Hallgrímskirkja er uppljómuð í bleiku. Það er frábært að sjá viðtökurnar í samfélaginu og allir vilja leggja sitt af mörkum, einstaklingar og fyrirtæki stór sem smá. Enda snertir málefnið því miður marga. Ég geri ráð fyrir því að fjármagnið sem Krabbameinsfélag Íslands fær út úr söfnuninni verði notað til góðs. Ég sem óbreyttur starfsmaður á Landspítalanum sem vinn við þetta flesta daga vil þó staldra aðeins við og vekja athygli á tilgangi Bleiks októbers og Bleiku slaufunnar því einhvern veginn finnst mér að sá boðskapur sem er mikilvægastur týnist í allri þessari markaðsetningu. Bleikur október og Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn til að vekja athygli á brjóstakrabbameini og sýna þeim sem hafa greinst með brjóstakrabbamein samhug og stuðning. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein sem konur greinast með. Gera má ráð fyrir að 1 af hverjum 9 konum fái brjóstakrabbamein á lífsleiðinni. Á Íslandi greinast um það bil 260 konur á ári og tveir karlar. Almennt eru horfur góðar. Því fyrr sem meinið uppgötvast, því minni líkur eru á að það sé búið að dreifa sér og horfur því betri. Í tilefni Bleiks októbers og Bleiku slaufunnar vil ég því hvetja konur til þess að fara í skimun, því skimun bjargar mannslífum. Ég vil að við hvetjum hvor aðra til að fara í skimun. Krabbameinsfélag Höfuðborgarsvæðisins hrinti nýverið af stað átaki sem heitir „Skrepp í skimun“, taktu þátt! Einnig vil ég hvetja konur og menn til reglulegrar sjálfskoðunar, ef þú tekur eftir breytingum eða áhyggjur vakna pantaðu þá tíma hjá lækni. Sjáumst í skimun! Höfundur er brjóstaskurðlæknir hjá Brjóstamiðstöð Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að núna er Bleikur október. Fatnaður , varasalvar, sápur, nælur og skartgripi má kaupa til styrktar málstaðnum, svo fátt eitt sé nefnt. Vinnustaðir, búðir og leikskólar eru skreyttir í bleikum lit, meira að segja Hallgrímskirkja er uppljómuð í bleiku. Það er frábært að sjá viðtökurnar í samfélaginu og allir vilja leggja sitt af mörkum, einstaklingar og fyrirtæki stór sem smá. Enda snertir málefnið því miður marga. Ég geri ráð fyrir því að fjármagnið sem Krabbameinsfélag Íslands fær út úr söfnuninni verði notað til góðs. Ég sem óbreyttur starfsmaður á Landspítalanum sem vinn við þetta flesta daga vil þó staldra aðeins við og vekja athygli á tilgangi Bleiks októbers og Bleiku slaufunnar því einhvern veginn finnst mér að sá boðskapur sem er mikilvægastur týnist í allri þessari markaðsetningu. Bleikur október og Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn til að vekja athygli á brjóstakrabbameini og sýna þeim sem hafa greinst með brjóstakrabbamein samhug og stuðning. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein sem konur greinast með. Gera má ráð fyrir að 1 af hverjum 9 konum fái brjóstakrabbamein á lífsleiðinni. Á Íslandi greinast um það bil 260 konur á ári og tveir karlar. Almennt eru horfur góðar. Því fyrr sem meinið uppgötvast, því minni líkur eru á að það sé búið að dreifa sér og horfur því betri. Í tilefni Bleiks októbers og Bleiku slaufunnar vil ég því hvetja konur til þess að fara í skimun, því skimun bjargar mannslífum. Ég vil að við hvetjum hvor aðra til að fara í skimun. Krabbameinsfélag Höfuðborgarsvæðisins hrinti nýverið af stað átaki sem heitir „Skrepp í skimun“, taktu þátt! Einnig vil ég hvetja konur og menn til reglulegrar sjálfskoðunar, ef þú tekur eftir breytingum eða áhyggjur vakna pantaðu þá tíma hjá lækni. Sjáumst í skimun! Höfundur er brjóstaskurðlæknir hjá Brjóstamiðstöð Landspítala
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun