„Ég er ekki hrifinn af henni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2023 11:01 Karina Konstantinova í leik með Valsliðinu í vetur en í fyrra var hún hjá Keflavík. Vísir/Vilhelm Valskonan Karina Konstantinova var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær en sú búlgarska átti vissulega mikinn þátt í því að Valskonur sluppu með sigurinn frá heimsókn sinni til nýliða Stjörnunnar í Garðabæ. Konstantinova var með 23 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum. Hún var með 4 stig og 2 stoðsendingar á lokakafla leiksins þar sem Valsliðið breytti stöðunni úr 63-59 fyrir Stjörnuna í 76-71 fyrir Val með 17-8 lokaspretti. Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi, hrósaði Karinu fyrir þennan leik en hefur áhyggjur af því hvað hún skilar litlu á móti bestu liðum deildarinnar. „Hún á geggjaðan leik, þannig séð. Svo kemur leikur Vals á móti Keflavík og hún er ekki að skila neinu. Ég er ekki hrifinn af henni,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Í stóru leikjunum í fyrra á móti topp fjórum liðunum, í bikarúrslitaleiknum og í úrslitakeppninni þá skaut hún illa. Þegar hún skýtur illa og á lélegan leik þá bitnar það svo mikið á liðinu,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Enginn inn í leiknum hjá Val „Eins og í gær þá er enginn inn í leiknum. Svo stillir Stjarnan þannig upp að þær ætla að taka Lindsey (Pulliam, bandarískur leikmaður Vals) úr umferð og það eru allir ískaldir í Valsliðinu og með lítið sjálfstraust,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Dagga (Dagbjört Dögg Karlsdóttir) er að taka fjögur skot í öllum leiknum og Ásta (Júlía Grímsdóttir) þrjú. Það er ekkert vit í því,“ sagði Hallveig. „Heldur þú að þessar stelpur séu sáttar,“ spurði Hörður. Fílar ekki Valsliðið í þessum rytma „Það er enginn sáttur svona. Ég er bara ekki hrifinn af þessum leikstíl og þar af leiðandi ekki hrifinn af henni Karinu. Ég fíla ekki Valsliðið í þessum rytma. Mér finnst þær ekki glaðar, það er ekki gaman hjá þeim. Ég næ ekki að tengja við þær. Það er ekkert að gerast,“ sagði Ingibjörg. Valsliðið hefur verið í vandræðum með nýliða Þórs og Stjörnunnar í síðustu leikjum og tapaði þar á undan á móti Grindavík. „Þetta eru svona bla sigrar. Þetta er ekki skemmtilegt,“ sagði Ingibjörg. „Þetta eru sigrar þar sem þú þarft að segja: Sigur er sigur,“ sagði Hallveig. Það má finna alla umræðuna um Karinu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Karinu Konstantinovu hjá Val Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Konstantinova var með 23 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum. Hún var með 4 stig og 2 stoðsendingar á lokakafla leiksins þar sem Valsliðið breytti stöðunni úr 63-59 fyrir Stjörnuna í 76-71 fyrir Val með 17-8 lokaspretti. Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi, hrósaði Karinu fyrir þennan leik en hefur áhyggjur af því hvað hún skilar litlu á móti bestu liðum deildarinnar. „Hún á geggjaðan leik, þannig séð. Svo kemur leikur Vals á móti Keflavík og hún er ekki að skila neinu. Ég er ekki hrifinn af henni,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Í stóru leikjunum í fyrra á móti topp fjórum liðunum, í bikarúrslitaleiknum og í úrslitakeppninni þá skaut hún illa. Þegar hún skýtur illa og á lélegan leik þá bitnar það svo mikið á liðinu,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Enginn inn í leiknum hjá Val „Eins og í gær þá er enginn inn í leiknum. Svo stillir Stjarnan þannig upp að þær ætla að taka Lindsey (Pulliam, bandarískur leikmaður Vals) úr umferð og það eru allir ískaldir í Valsliðinu og með lítið sjálfstraust,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Dagga (Dagbjört Dögg Karlsdóttir) er að taka fjögur skot í öllum leiknum og Ásta (Júlía Grímsdóttir) þrjú. Það er ekkert vit í því,“ sagði Hallveig. „Heldur þú að þessar stelpur séu sáttar,“ spurði Hörður. Fílar ekki Valsliðið í þessum rytma „Það er enginn sáttur svona. Ég er bara ekki hrifinn af þessum leikstíl og þar af leiðandi ekki hrifinn af henni Karinu. Ég fíla ekki Valsliðið í þessum rytma. Mér finnst þær ekki glaðar, það er ekki gaman hjá þeim. Ég næ ekki að tengja við þær. Það er ekkert að gerast,“ sagði Ingibjörg. Valsliðið hefur verið í vandræðum með nýliða Þórs og Stjörnunnar í síðustu leikjum og tapaði þar á undan á móti Grindavík. „Þetta eru svona bla sigrar. Þetta er ekki skemmtilegt,“ sagði Ingibjörg. „Þetta eru sigrar þar sem þú þarft að segja: Sigur er sigur,“ sagði Hallveig. Það má finna alla umræðuna um Karinu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Karinu Konstantinovu hjá Val
Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira