Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Höttur 107-71 | Fyrsta tap gestanna kom í Ljónagryfjunni Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 20. október 2023 21:00 Njarðvík vann öruggan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík tóku á móti Hetti í 3. umferð Subway deild karla í kvöld. Bæði lið voru fyrir leikinn taplaus eftir fyrstu tvo leikina og því mátti búast við hörku leik. Njarðvíkingar leiddu með 20 stiga mun eftir fyrri hálfleikinn og enduðu á að kjöldraga gestina frá Egilsstöðum sem töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu. Heimamenn fóru með öruggan 107-71 sigur og eru áfram taplausir á toppnum ásamt Tindastól sem hafði betur gegn Grindavík í hinum leik kvöldsins. Gestirnir frá Egilsstöðum tóku frumkvæðið í leiknum og settu fyrstu stig leiksins á töfluna og leiddu með átta stigum gegn fjórum á upphafs mínútu leiksins. Heimamenn tóku þá leikinn yfir og settu næstu ellefu stig á töfluna og snéru leiknum sér í vil. Hattarmenn áttu í töluverðu brasi með Njarðvíkingana sem komust á skrið og leiddu eftir fyrsta leikhluta 32-15. Njarðvíkingar slökuðu ekkert á í öðrum leikhluta með Chaz Williams fremstan í flokki sem dældi út stoðsendingum og Njarðvíkingar bættu bara frekar í ef eitthvað er. Höttur átti fá svör við sterkum varnarleik Njarðvíkinga sem voru duglegir að refsa á móti og fóru inn í hálfleikinn með 20 stiga forskot 58-38. Höttur byrjaði síðari hálfleikinn þokkalega og virtust vera ætla að gera sig gildandi og setti Obadiah Trotter niður góð skot snemma í síðari hálfleiknum áður en Njarðvíkingarnir hertu tökin og tóku aftur yfir leikinn. Ekki skánaði það fyrir Hött þegar Matej Karlovic fékk sína fimmtu villu um miðbik þriðja leikhluta og voru Hattarmenn orðnir ásýnilega pirraðir á sínum leik en á þessum tíma var lítið að ganga upp hjá Hetti. Njarðvíkingar keyrðu áfram á Hött og enduðu þriðja leikhluta með 24 stiga forskot. Fjórði leikhluti byrjaði ekki vel fyrir Hött því í fyrstu sókn stal Chaz Williams boltanum og bætti við forskot Njarðvíkinga. Carlos Novas Mateo kom heimamönnum í þrjátíu stiga forskot áður en langt um leið í fjórða leikhluta og löngu orðið ljóst hver niðurstaðan í þessum leik yrði. Bæði lið voru að rótera bekknum á lokamínútum og bíða eftir að leikurinn kláraðist þar sem Njarðvíkingar voru komnir með ríflegt forskot og fór svo að leikar enduðu 107-71 heimamönnum í vil. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar voru einfaldlega bara betri á öllum sviðum í dag ef frá er talið fyrstu mínútur leiksins. Eftir að Njarðvíkingar sneri taflinu sér í vil um miðjan fyrsta leikhluta var þetta aldrei spurning. Höttur átti enginn svör við sterkum leik Njarðvíkinga. Hverjir stóðu upp úr? Chaz Williams var frábær í leiknum í kvöld. Setti 24 stig, gaf níu stoðsendingar og sjö fráköst. Höttur réði illa við hann og sóknarleik Njarðvíkinga. Elías Pálsson var líka öflugur fyrir Njarðvíkinga með nítján stig og sömuleiðis Dominykas Milka með sextán stig, fimm fráköst og þrjár stoðsendingar. Hvað gekk illa? Höttur fann sig illa í þessum leik og átti enginn svör við áhlaupi Njarðvíkinga. Í hvert sinn sem Höttur gerði eitthvað í þessum leik svöruðu Njarðvíkingar strax og heimamenn voru auk þess duglegir að refsa Hetti fyrir öll mistök. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar heimsækja Álftanes í næstu umferð. Höttur fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn í fjórðu umferð. Viðar Örn: Þeir voru bara miklu betri á öllum vígstöðum Viðar Örn Hafsteinsson á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn Höttur heimsótti Njarðvík í Ljónagryfjuna í kvöld þegar loka leikir þriðju umferðar Subway deild karla fóru fram. Höttur voru ásamt heimamönnum í Njarðvík taplausir fyrir þennan leik en Hattarmenn fengu skell í Njarðvík. „Já þeir eru greinilega bara betri en við núna, miklu, miklu betri. Við vorum bara mjög slakir og eins og höfuðlaus her hér í dag og þetta var bara vont. “ Sagði Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir leikinn í kvöld. Viðar Örn var að vonum sár og svekktur með sína menn eftir kvöldið og vildi fá meira frá þeim. „Baráttu, varnarleik, skipurlag í sókn, game planið lélegt og reyndum varla að fara eftir því, þetta var bara ákveðið hrun. Þetta var slappt en bara einn leikur og við höfum tapað í Njarðvík áður.“ Höttur byrjaði leikinn af krafti og voru með yfirhöndina fyrstu mínútur leiksins en fljótlega um miðbik fyrsta leikhluta snerist leikurinn og Njarðvíkingar hlupu með leikinn. „Þeir voru bara miklu betri á öllum vígstöðum og áttu bara sigurinn skilið. Það er ekkert um það að segja. Þetta var bara leiðinlegt, hundleiðinlegt. “ Viðar Örn sá ekki margt jákvætt úr leik sinna manna og talaði um að það eina jákvæða úr þessum leik væri að hitta fréttaritara. „Hitta þig bara. Þú ert góður drengur.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Höttur
Njarðvík tóku á móti Hetti í 3. umferð Subway deild karla í kvöld. Bæði lið voru fyrir leikinn taplaus eftir fyrstu tvo leikina og því mátti búast við hörku leik. Njarðvíkingar leiddu með 20 stiga mun eftir fyrri hálfleikinn og enduðu á að kjöldraga gestina frá Egilsstöðum sem töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu. Heimamenn fóru með öruggan 107-71 sigur og eru áfram taplausir á toppnum ásamt Tindastól sem hafði betur gegn Grindavík í hinum leik kvöldsins. Gestirnir frá Egilsstöðum tóku frumkvæðið í leiknum og settu fyrstu stig leiksins á töfluna og leiddu með átta stigum gegn fjórum á upphafs mínútu leiksins. Heimamenn tóku þá leikinn yfir og settu næstu ellefu stig á töfluna og snéru leiknum sér í vil. Hattarmenn áttu í töluverðu brasi með Njarðvíkingana sem komust á skrið og leiddu eftir fyrsta leikhluta 32-15. Njarðvíkingar slökuðu ekkert á í öðrum leikhluta með Chaz Williams fremstan í flokki sem dældi út stoðsendingum og Njarðvíkingar bættu bara frekar í ef eitthvað er. Höttur átti fá svör við sterkum varnarleik Njarðvíkinga sem voru duglegir að refsa á móti og fóru inn í hálfleikinn með 20 stiga forskot 58-38. Höttur byrjaði síðari hálfleikinn þokkalega og virtust vera ætla að gera sig gildandi og setti Obadiah Trotter niður góð skot snemma í síðari hálfleiknum áður en Njarðvíkingarnir hertu tökin og tóku aftur yfir leikinn. Ekki skánaði það fyrir Hött þegar Matej Karlovic fékk sína fimmtu villu um miðbik þriðja leikhluta og voru Hattarmenn orðnir ásýnilega pirraðir á sínum leik en á þessum tíma var lítið að ganga upp hjá Hetti. Njarðvíkingar keyrðu áfram á Hött og enduðu þriðja leikhluta með 24 stiga forskot. Fjórði leikhluti byrjaði ekki vel fyrir Hött því í fyrstu sókn stal Chaz Williams boltanum og bætti við forskot Njarðvíkinga. Carlos Novas Mateo kom heimamönnum í þrjátíu stiga forskot áður en langt um leið í fjórða leikhluta og löngu orðið ljóst hver niðurstaðan í þessum leik yrði. Bæði lið voru að rótera bekknum á lokamínútum og bíða eftir að leikurinn kláraðist þar sem Njarðvíkingar voru komnir með ríflegt forskot og fór svo að leikar enduðu 107-71 heimamönnum í vil. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar voru einfaldlega bara betri á öllum sviðum í dag ef frá er talið fyrstu mínútur leiksins. Eftir að Njarðvíkingar sneri taflinu sér í vil um miðjan fyrsta leikhluta var þetta aldrei spurning. Höttur átti enginn svör við sterkum leik Njarðvíkinga. Hverjir stóðu upp úr? Chaz Williams var frábær í leiknum í kvöld. Setti 24 stig, gaf níu stoðsendingar og sjö fráköst. Höttur réði illa við hann og sóknarleik Njarðvíkinga. Elías Pálsson var líka öflugur fyrir Njarðvíkinga með nítján stig og sömuleiðis Dominykas Milka með sextán stig, fimm fráköst og þrjár stoðsendingar. Hvað gekk illa? Höttur fann sig illa í þessum leik og átti enginn svör við áhlaupi Njarðvíkinga. Í hvert sinn sem Höttur gerði eitthvað í þessum leik svöruðu Njarðvíkingar strax og heimamenn voru auk þess duglegir að refsa Hetti fyrir öll mistök. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar heimsækja Álftanes í næstu umferð. Höttur fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn í fjórðu umferð. Viðar Örn: Þeir voru bara miklu betri á öllum vígstöðum Viðar Örn Hafsteinsson á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn Höttur heimsótti Njarðvík í Ljónagryfjuna í kvöld þegar loka leikir þriðju umferðar Subway deild karla fóru fram. Höttur voru ásamt heimamönnum í Njarðvík taplausir fyrir þennan leik en Hattarmenn fengu skell í Njarðvík. „Já þeir eru greinilega bara betri en við núna, miklu, miklu betri. Við vorum bara mjög slakir og eins og höfuðlaus her hér í dag og þetta var bara vont. “ Sagði Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir leikinn í kvöld. Viðar Örn var að vonum sár og svekktur með sína menn eftir kvöldið og vildi fá meira frá þeim. „Baráttu, varnarleik, skipurlag í sókn, game planið lélegt og reyndum varla að fara eftir því, þetta var bara ákveðið hrun. Þetta var slappt en bara einn leikur og við höfum tapað í Njarðvík áður.“ Höttur byrjaði leikinn af krafti og voru með yfirhöndina fyrstu mínútur leiksins en fljótlega um miðbik fyrsta leikhluta snerist leikurinn og Njarðvíkingar hlupu með leikinn. „Þeir voru bara miklu betri á öllum vígstöðum og áttu bara sigurinn skilið. Það er ekkert um það að segja. Þetta var bara leiðinlegt, hundleiðinlegt. “ Viðar Örn sá ekki margt jákvætt úr leik sinna manna og talaði um að það eina jákvæða úr þessum leik væri að hitta fréttaritara. „Hitta þig bara. Þú ert góður drengur.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti