Fjórar breytingar á Liverpool liðinu | Engar hjá Everton Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2023 11:03 Mohamed Salah glímir við Vitaliy Mykolenko og Dwight McNeil Byrjunarlið Liverpool og Everton hafa verið gerð opinber fyrir leik liðanna í 9. umferð ensku úrvalsdeildinnar. Jurgen Klopp gerir fjórar breytingar frá 2-2 jafnteflinu gegn Brighton í síðustu umferð, Sean Dyche gerir engar breytingar á Everton liðinu frá 3-0 sigrinum gegn Bournemouth í síðustu umferð. Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, verður frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir á öxl í landsleik með Skotlandi á dögunum. Hann gengst bráðlega undir skurðhnífinn og spilar að öllum líkindum ekki fyrr en eftir að minnsta kosti þrjá mánuði. Kostas Tsimikas tekur hans stöðu á vellinum í dag en Jurgen Klopp, þjálfari liðsins, sagði á blaðamannafundi í gær að Joe Gomez væri sömuleiðis líklegur til að spila vinstra megin í fjarveru Robertson. Ibrahima Konaté kemur inn fyrir Joel Matip í vörnina við hlið Virgil Van Dijk, Trent Alexander-Arnold stillir sér svo upp í hægri bakverðinum. Ein breyting er gerð á miðsvæðinu en Ryan Gravenberch kemur inn fyrir Harvey Elliott og spilar sinn fyrsta leik sem byrjunarliðsmaður í ensku úrvalsdeildinni, auk hans eru það þeir Dominik Szoboslai og Alexis Mac Allister sem mynda þriggja manna miðjuna. Diogo Jota er fremsti maður á meðan Darwin Nunez vermir varamannabekkinn, Mohamed Salah og Luis Díaz eru úti á köntunum. Í marki Everton stendur Jordan Pickford vaktina að vana með James Tarkowski og Jarrad Branthwaite fyrir framan sig. Vitaly Mykolenko og Ashley Young eru hægri og vinstri bakvörður. James Garnes og Amadou Onana sitja saman á miðsvæðinu með Jack Harrison hægra megin og Dwight McNeil vinstra megin. Dominic Calwert Lewin leiðir línuna með Abdoulaye Doucouré í holunni fyrir aftan sig. Idrassa Gana Gueye er kominn aftur í hópinn en fær sér sæti á varamannabekknum eftir að hafa meiðst lítillega í upphitun fyrir síðasta leik. Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, verður frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir á öxl í landsleik með Skotlandi á dögunum. Hann gengst bráðlega undir skurðhnífinn og spilar að öllum líkindum ekki fyrr en eftir að minnsta kosti þrjá mánuði. Kostas Tsimikas tekur hans stöðu á vellinum í dag en Jurgen Klopp, þjálfari liðsins, sagði á blaðamannafundi í gær að Joe Gomez væri sömuleiðis líklegur til að spila vinstra megin í fjarveru Robertson. Ibrahima Konaté kemur inn fyrir Joel Matip í vörnina við hlið Virgil Van Dijk, Trent Alexander-Arnold stillir sér svo upp í hægri bakverðinum. Ein breyting er gerð á miðsvæðinu en Ryan Gravenberch kemur inn fyrir Harvey Elliott og spilar sinn fyrsta leik sem byrjunarliðsmaður í ensku úrvalsdeildinni, auk hans eru það þeir Dominik Szoboslai og Alexis Mac Allister sem mynda þriggja manna miðjuna. Diogo Jota er fremsti maður á meðan Darwin Nunez vermir varamannabekkinn, Mohamed Salah og Luis Díaz eru úti á köntunum. Í marki Everton stendur Jordan Pickford vaktina að vana með James Tarkowski og Jarrad Branthwaite fyrir framan sig. Vitaly Mykolenko og Ashley Young eru hægri og vinstri bakvörður. James Garnes og Amadou Onana sitja saman á miðsvæðinu með Jack Harrison hægra megin og Dwight McNeil vinstra megin. Dominic Calwert Lewin leiðir línuna með Abdoulaye Doucouré í holunni fyrir aftan sig. Idrassa Gana Gueye er kominn aftur í hópinn en fær sér sæti á varamannabekknum eftir að hafa meiðst lítillega í upphitun fyrir síðasta leik.
Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira