Annað hvort komist allir í pottinn eða enginn Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2023 11:15 Óvíst er hvað verður um laugar borgarinnar á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Konur og kvár komast ekki í sund á Selfossi á kvennafrídaginn en karlar munu geta stungið sér ofan í. Í sundlaugum Reykjavíkurborgar verður annað hvort opið fyrir alla eða lokað fyrir alla en gert er ráð fyrir að þjónusta borgarinnar verði afar skert þennan dag. Sveitarstjórn Árborgar hefur ákveðið að Sundlaug Selfoss verði ekki opin fyrir konum og kvárum næsta þriðjudag þegar kvennafrídagurinn er. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að þar sem engar konur verði á vakt sé ekki hægt að taka á móti þeim af öryggisástæðum. Kvennaklefar laugarinnar verða lokaðir, sem og útiklefar. Mögulegt er að opnunartími laugarinnar verður skertur seinnipart dags. Hver ákveði fyrir sig Í Reykjavík eru átta sundlaugar en að sögn Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, upplýsingafulltrúa borgarinnar, hefur ekki verið tekin ákvörðun hvernig opnun lauganna verður háttað. Þó er það ljóst að komist konur ekki í sund, komist karlar ekki heldur. Eva segist von á að laugarnar verð flestar, ef ekki allar, alveg lokaðar þennan dag. „Ef það koma konur sem vilja fara í sund er út af öryggisástæðum ekki hægt að leyfa það ef það eru engar konur að vinna. Karlar geta ekki farið inn í kvennaklefa til að bregðast við ef það verða einhver vandræði. Þannig ég held að sundlaugarnar verði alveg lokaðar ef þær verða lokaðar,“ segir Eva. Konur og kvár mikill meirihluti Starfsemi Reykjavíkurborgar verður afar skert á kvennafrídaginn en laun þeirra kvenna og kvára sem fara í verkfall þann dag verða ekki skert. „Það er reynt að halda úti grunnþjónustu og nauðsynlegri þjónustu fyrir kannski forgangshópa. En að öðru leyti má búast við að það verði mikið af skerðingum á starfsemi Reykjavíkurborgar enda er 75 prósent starfsfólks konur eða kvár. Þetta sýnir hvað þessi hópur er mikilvægur hluti af atvinnulífinu,“ segir Eva. Sundlaugar Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Árborg Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Sveitarstjórn Árborgar hefur ákveðið að Sundlaug Selfoss verði ekki opin fyrir konum og kvárum næsta þriðjudag þegar kvennafrídagurinn er. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að þar sem engar konur verði á vakt sé ekki hægt að taka á móti þeim af öryggisástæðum. Kvennaklefar laugarinnar verða lokaðir, sem og útiklefar. Mögulegt er að opnunartími laugarinnar verður skertur seinnipart dags. Hver ákveði fyrir sig Í Reykjavík eru átta sundlaugar en að sögn Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, upplýsingafulltrúa borgarinnar, hefur ekki verið tekin ákvörðun hvernig opnun lauganna verður háttað. Þó er það ljóst að komist konur ekki í sund, komist karlar ekki heldur. Eva segist von á að laugarnar verð flestar, ef ekki allar, alveg lokaðar þennan dag. „Ef það koma konur sem vilja fara í sund er út af öryggisástæðum ekki hægt að leyfa það ef það eru engar konur að vinna. Karlar geta ekki farið inn í kvennaklefa til að bregðast við ef það verða einhver vandræði. Þannig ég held að sundlaugarnar verði alveg lokaðar ef þær verða lokaðar,“ segir Eva. Konur og kvár mikill meirihluti Starfsemi Reykjavíkurborgar verður afar skert á kvennafrídaginn en laun þeirra kvenna og kvára sem fara í verkfall þann dag verða ekki skert. „Það er reynt að halda úti grunnþjónustu og nauðsynlegri þjónustu fyrir kannski forgangshópa. En að öðru leyti má búast við að það verði mikið af skerðingum á starfsemi Reykjavíkurborgar enda er 75 prósent starfsfólks konur eða kvár. Þetta sýnir hvað þessi hópur er mikilvægur hluti af atvinnulífinu,“ segir Eva.
Sundlaugar Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Árborg Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira