Goðsögnin Bobby Charlton látinn Viktor Örn Ásgeirsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 21. október 2023 15:06 Sir Bobby Charlton er látinn, 86 ára að aldri. Getty/Laurence Griffiths Heimsmeistarinn og fótboltagoðsögnin Sir Bobby Charlton lést í morgun, laugardag, 86 ára gamall. Charlton lést friðsamlega í faðmi fjölskyldunnar eftir því sem segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Charlton er í dýrlingatölu hjá stuðningsmönnum Manchester United. Hann lék fyrir félagið í sautján ár, frá 1956 til 1973, og skoraði 249 mörk fyrir félagið í 758 leikjum. „Manchester United syrgir fráfall Sir Bobby Charlton, eins merkasta og ástsælasta leikmanns í sögu félagsins,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Manchester United. „Sir Bobby var hetja milljóna, ekki bara í Manchester eða Bretlandi, heldur hvar sem fótbolti er spilaður um allan heim,“ „Hann var dáður jafn mikið fyrir íþróttamennsku sína og heilindi eins og hann var fyrir framúrskarandi eiginleika sína sem knattspyrnumaður; Sir Bobby verður alltaf minnst sem risa leiksins.“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Charlton þótti afar lipur leikmaður.Getty Charlton var hluti af liði Manchester United sem vann enska meistaratitilinn og enska bikarinn árið 1957 og skoraði þar tíu mörk í aðeins 14 deildarleikjum. Það lið var gjarnan nefnt Busby Babes þar sem vísað er í knattspyrnustjórann Sir Matt Busby og ungt liðið sem að mestu samanstóð af mönnum sem komu upp í gegnum unglingastarf Manchester United. Stór hluti þess meistaraliðs, sem var aðeins með meðalaldur upp á 22 ár, lést í flugslysi þegar liðið var á leið í Evrópuleik í München árið 1958. Charlton var á meðal þeirra sem lifðu slysið af og var átti hann stóran þátt í uppbyggingarstarfi United í kjölfarið sem kom sterkt til baka á sjöunda áratugnum og vann Englandsmeistaratitla 1965 og 1967 og Meistaradeild Evrópu 1968. Charlton fagnar heimsmeistaratitlinum á Wembley árið 1966.Getty Hann var lykilleikmaður í sigri Englands á HM árið 1966 og á að baki 106 leiki fyrir England. Hann skoraði í þeim landsleikjum 49 mörk og var markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins frá því að landsliðsferli hans lauk árið 1970, allt þar til Wayne Rooney bætti metið árið 2015. Charlton skoraði bæði mörk Englands í 2-1 sigri á landsliði Portúgals, sem leitt var Eusébio, í undanúrslitum heimsmeistaramótsins 1966 og átti lykilþátt í eina heimsmeistaratitli Englands sem vannst á heimavelli það ár eftir sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitum. Charlton var valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins en fyrr um vorið hafði hann verið útnefndur besti leikmaður tímabilsins á Englandi. Árið 1966 hlaut hann einnig gullhnöttinn, Ballon d'Or, sem besti leikmaður heims það árið. Eftir að leikmannaferlinum lauk reyndi Charlton við sig í þjálfun hjá Preston North End frá 1973 til 1975 og hann stýrði svo Wigan Athletic tímabundið árið 1983. Árið 1984 hlaut hann sæti í stjórn Manchester United og starfaði hann í stjórn félagsins fram á annan áratug 21. aldarinnar. Charlton fagnar FA-bikartitli ásamt leikmönnum Manchester United.Getty Charlton var valinn besti leikmaður ensku deildarinnar árið 1966.Getty Charlton ásamt tveimur öðrum goðsögnum United, Denis Law og George Best.Getty Fótbolti Andlát Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira
Charlton lést friðsamlega í faðmi fjölskyldunnar eftir því sem segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Charlton er í dýrlingatölu hjá stuðningsmönnum Manchester United. Hann lék fyrir félagið í sautján ár, frá 1956 til 1973, og skoraði 249 mörk fyrir félagið í 758 leikjum. „Manchester United syrgir fráfall Sir Bobby Charlton, eins merkasta og ástsælasta leikmanns í sögu félagsins,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Manchester United. „Sir Bobby var hetja milljóna, ekki bara í Manchester eða Bretlandi, heldur hvar sem fótbolti er spilaður um allan heim,“ „Hann var dáður jafn mikið fyrir íþróttamennsku sína og heilindi eins og hann var fyrir framúrskarandi eiginleika sína sem knattspyrnumaður; Sir Bobby verður alltaf minnst sem risa leiksins.“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Charlton þótti afar lipur leikmaður.Getty Charlton var hluti af liði Manchester United sem vann enska meistaratitilinn og enska bikarinn árið 1957 og skoraði þar tíu mörk í aðeins 14 deildarleikjum. Það lið var gjarnan nefnt Busby Babes þar sem vísað er í knattspyrnustjórann Sir Matt Busby og ungt liðið sem að mestu samanstóð af mönnum sem komu upp í gegnum unglingastarf Manchester United. Stór hluti þess meistaraliðs, sem var aðeins með meðalaldur upp á 22 ár, lést í flugslysi þegar liðið var á leið í Evrópuleik í München árið 1958. Charlton var á meðal þeirra sem lifðu slysið af og var átti hann stóran þátt í uppbyggingarstarfi United í kjölfarið sem kom sterkt til baka á sjöunda áratugnum og vann Englandsmeistaratitla 1965 og 1967 og Meistaradeild Evrópu 1968. Charlton fagnar heimsmeistaratitlinum á Wembley árið 1966.Getty Hann var lykilleikmaður í sigri Englands á HM árið 1966 og á að baki 106 leiki fyrir England. Hann skoraði í þeim landsleikjum 49 mörk og var markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins frá því að landsliðsferli hans lauk árið 1970, allt þar til Wayne Rooney bætti metið árið 2015. Charlton skoraði bæði mörk Englands í 2-1 sigri á landsliði Portúgals, sem leitt var Eusébio, í undanúrslitum heimsmeistaramótsins 1966 og átti lykilþátt í eina heimsmeistaratitli Englands sem vannst á heimavelli það ár eftir sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitum. Charlton var valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins en fyrr um vorið hafði hann verið útnefndur besti leikmaður tímabilsins á Englandi. Árið 1966 hlaut hann einnig gullhnöttinn, Ballon d'Or, sem besti leikmaður heims það árið. Eftir að leikmannaferlinum lauk reyndi Charlton við sig í þjálfun hjá Preston North End frá 1973 til 1975 og hann stýrði svo Wigan Athletic tímabundið árið 1983. Árið 1984 hlaut hann sæti í stjórn Manchester United og starfaði hann í stjórn félagsins fram á annan áratug 21. aldarinnar. Charlton fagnar FA-bikartitli ásamt leikmönnum Manchester United.Getty Charlton var valinn besti leikmaður ensku deildarinnar árið 1966.Getty Charlton ásamt tveimur öðrum goðsögnum United, Denis Law og George Best.Getty
Fótbolti Andlát Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira