Ísraelsmenn boða „næsta fasa stríðsins“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2023 13:51 Syrgjandi felur andlitið í höndum sér eftir loftárás Ísraelsmanna í Deir Al-Balah á miðju Gasasvæðinu. AP/Hatem Moussa) Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. Ísraelsmenn beina því nú til Palestínumanna á norðurhluta Gasa að flýja suður, þar sem meiri kraftur verði settur í loftárásir á svæðinu. Suðurhluti Gasa hefur þó alls ekki farið varhluta af sprengjuárásum Ísraelsmanna; hundruð hafa fallið þar í árásum síðustu daga, þó að svæðið eigi að heita öruggara. Ísraelsmenn sögðu í gær að „næsti fasi stríðsins“ við Hamas væri að hefjast. Hann felist í tíðari loftárásum í norðri, til að skapa sem „bestar aðstæður“ fyrir ísraelska hermenn áður en hersveitir verða sendar landleiðina yfir landamærin. Eiginleg innrás Ísraelsmanna inn á Gasa virðist því handan við hornið. Þá greindi talsmaður hersins frá því í morgun að Ísraelsher hefði grandað „tifandi tímapsrengju“ í loftárás á Vesturbakkanum; miðstöð hryðjuverkamanna sem starfrækt hefði verið undir mosku í Jenin-flóttamannabúðunum. Hópurinn bæri ábyrgð á fjölmörgum árásum í Ísrael og hefði verið að skipuleggja fleiri þegar hann var þurrkaður út. Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til samstöðugöngu í dag til stuðnings Palstínu. Gangan hefst við Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg klukkan 14:20 og gengið verður niður Laugaveg að Austurvelli. Klukkan 15:15 hefst svo samstöðufundur þar. Þar munu Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, flytja ræður. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir „Það sem er í gangi núna er bara þjóðarmorð“ Til stuðnings Palestínu hefur félagið Ísland-Palestína boðað til samstöðugöngu í dag. Þingmaður sem flytur ræðu á samstöðufundi að göngu lokinni segir kröfuna vera að stjórnvöld beiti sér fyrir því að binda enda á átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. október 2023 11:40 Stríðinu á Gaza mótmælt á fótboltavöllum víða um Evrópu Stuðningsmenn Osasuna virtu að vettugi bann spænsku deildarinnar og mættu með palestínska fána á leik liðsins gegn Granada í gær. Shon Weissman, leikmaður Granada, er frá Ísrael og hefur látið ýmis ófögur orð falla á samfélagsmiðlum um fólk frá Palestínu. 21. október 2023 23:30 Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. 21. október 2023 20:37 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Ísraelsmenn beina því nú til Palestínumanna á norðurhluta Gasa að flýja suður, þar sem meiri kraftur verði settur í loftárásir á svæðinu. Suðurhluti Gasa hefur þó alls ekki farið varhluta af sprengjuárásum Ísraelsmanna; hundruð hafa fallið þar í árásum síðustu daga, þó að svæðið eigi að heita öruggara. Ísraelsmenn sögðu í gær að „næsti fasi stríðsins“ við Hamas væri að hefjast. Hann felist í tíðari loftárásum í norðri, til að skapa sem „bestar aðstæður“ fyrir ísraelska hermenn áður en hersveitir verða sendar landleiðina yfir landamærin. Eiginleg innrás Ísraelsmanna inn á Gasa virðist því handan við hornið. Þá greindi talsmaður hersins frá því í morgun að Ísraelsher hefði grandað „tifandi tímapsrengju“ í loftárás á Vesturbakkanum; miðstöð hryðjuverkamanna sem starfrækt hefði verið undir mosku í Jenin-flóttamannabúðunum. Hópurinn bæri ábyrgð á fjölmörgum árásum í Ísrael og hefði verið að skipuleggja fleiri þegar hann var þurrkaður út. Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til samstöðugöngu í dag til stuðnings Palstínu. Gangan hefst við Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg klukkan 14:20 og gengið verður niður Laugaveg að Austurvelli. Klukkan 15:15 hefst svo samstöðufundur þar. Þar munu Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, flytja ræður.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir „Það sem er í gangi núna er bara þjóðarmorð“ Til stuðnings Palestínu hefur félagið Ísland-Palestína boðað til samstöðugöngu í dag. Þingmaður sem flytur ræðu á samstöðufundi að göngu lokinni segir kröfuna vera að stjórnvöld beiti sér fyrir því að binda enda á átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. október 2023 11:40 Stríðinu á Gaza mótmælt á fótboltavöllum víða um Evrópu Stuðningsmenn Osasuna virtu að vettugi bann spænsku deildarinnar og mættu með palestínska fána á leik liðsins gegn Granada í gær. Shon Weissman, leikmaður Granada, er frá Ísrael og hefur látið ýmis ófögur orð falla á samfélagsmiðlum um fólk frá Palestínu. 21. október 2023 23:30 Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. 21. október 2023 20:37 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
„Það sem er í gangi núna er bara þjóðarmorð“ Til stuðnings Palestínu hefur félagið Ísland-Palestína boðað til samstöðugöngu í dag. Þingmaður sem flytur ræðu á samstöðufundi að göngu lokinni segir kröfuna vera að stjórnvöld beiti sér fyrir því að binda enda á átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. október 2023 11:40
Stríðinu á Gaza mótmælt á fótboltavöllum víða um Evrópu Stuðningsmenn Osasuna virtu að vettugi bann spænsku deildarinnar og mættu með palestínska fána á leik liðsins gegn Granada í gær. Shon Weissman, leikmaður Granada, er frá Ísrael og hefur látið ýmis ófögur orð falla á samfélagsmiðlum um fólk frá Palestínu. 21. október 2023 23:30
Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. 21. október 2023 20:37