„Hann getur verið skrímsli varnarlega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 12:01 Tómas Valur (til hægri) er mikils metinn af sérfræðingum Körfuboltakvölds. Vísir/Bára Dröfn Tómas Valur Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar í Subway-deild karla í körfubolta, er leikmaður sem Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon err sérstaklega hrifnir af. Fóru þeir yfir hvað það er sem gerir Tómas Val jafn góðan og raun ber vitni. Tómas Valur var frábær í naumum þriggja stiga sigri Þórs á Haukum í síðustu umferð. Skilaði hann 21 stigi, þremur fráköstum, fjórum stoðsendingum og 29 framlagspunktum. Var hann valinn mikilvægasti maður vallarins af Vísi: „Tómas Valur Þrastarson var mikilvægasti maður leiksins. Hann stóð sína vakt í vörn mjög vel og svo skilaði hann svakalegri skot tölfræði. Hann klikkaði að vísu úr báðum þriggja stiga tilraunum sínum en hitti úr öllum sjö tveggja stiga skotunum sínum og öllum sjö vítunum sínum.“ „Ég lét þig vita af því fyrir tímabilið að hann væri einn af mínum uppáhalds,“ sagði Teitur þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, spurði hann út í Tómas Val. „Sérstaklega gaman að sjá unga stráka sem eru svona efnilegir, er bara með allan pakkann og óhræddur. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því en hann er með hæð og styrk, svo er hann með þessa íþróttamennsku sem okkur er ekki öllum gefin,“ bætti Teitur við. Klippa: Körfuboltakvöld: Hann getur verið skrímsli varnarlega „Lúmska íþróttamennsku,“ skaut Helgi Már Magnússon inn í og útskýrði svo hvað hann átti við: „Bróðir hans (Styrmir Snær) er svo mikil sprengja, hann er aðeins öðruvísi týpa.“ „Hann (Tómas) átti frábærar hreyfingar í gær en það sem er langmikilvægast hjá honum er varnarleikurinn. Það eru ekki margir leikmenn í deildinni, hvað þá 18 ára, sem treysta sér að taka á móti Jaylen Moore á miðjunni á halda honum fyrir framan sig. Sérð bara hvernig hann er, hann er að setjast á mjaðmirnar á mönnum, hann er að stýra og snúa þeim. Hann getur verið skrímsli varnarlega,“ sagði Helgi Már að endingu um hinn einkar efnilega Tómas Val. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Tómas Valur var frábær í naumum þriggja stiga sigri Þórs á Haukum í síðustu umferð. Skilaði hann 21 stigi, þremur fráköstum, fjórum stoðsendingum og 29 framlagspunktum. Var hann valinn mikilvægasti maður vallarins af Vísi: „Tómas Valur Þrastarson var mikilvægasti maður leiksins. Hann stóð sína vakt í vörn mjög vel og svo skilaði hann svakalegri skot tölfræði. Hann klikkaði að vísu úr báðum þriggja stiga tilraunum sínum en hitti úr öllum sjö tveggja stiga skotunum sínum og öllum sjö vítunum sínum.“ „Ég lét þig vita af því fyrir tímabilið að hann væri einn af mínum uppáhalds,“ sagði Teitur þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, spurði hann út í Tómas Val. „Sérstaklega gaman að sjá unga stráka sem eru svona efnilegir, er bara með allan pakkann og óhræddur. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því en hann er með hæð og styrk, svo er hann með þessa íþróttamennsku sem okkur er ekki öllum gefin,“ bætti Teitur við. Klippa: Körfuboltakvöld: Hann getur verið skrímsli varnarlega „Lúmska íþróttamennsku,“ skaut Helgi Már Magnússon inn í og útskýrði svo hvað hann átti við: „Bróðir hans (Styrmir Snær) er svo mikil sprengja, hann er aðeins öðruvísi týpa.“ „Hann (Tómas) átti frábærar hreyfingar í gær en það sem er langmikilvægast hjá honum er varnarleikurinn. Það eru ekki margir leikmenn í deildinni, hvað þá 18 ára, sem treysta sér að taka á móti Jaylen Moore á miðjunni á halda honum fyrir framan sig. Sérð bara hvernig hann er, hann er að setjast á mjaðmirnar á mönnum, hann er að stýra og snúa þeim. Hann getur verið skrímsli varnarlega,“ sagði Helgi Már að endingu um hinn einkar efnilega Tómas Val. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira