Rætt hefur verið um stöðu erlendra kvenna í verkfallinu, hvort þær viti endilega af verkfallinu.
Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri af erlendum uppruna, segist ekki endilega hafa áhyggjur af því að konurnar frétti af verkfallinu, heldur frekar að vinnuveitendur þeirra upplýsi þær um að þær megi leggja niður störf.
„Atvinnurekendur verða að upplýsa þá. Þetta er fólk í láglaunastörfum og mögulega er ekki verið að segja þeim að þau fá greitt. Þau vilja ekki missa laun,“ segir Nichole.
Hún bendir á að konur af erlendum uppruna starfa að miklu leyti í framlínustörfum.
„Þær eru að halda hlutunum gangandi. Við sáum í Covid og annað, við erum í hlutverkum þar sem ef við mætum ekki, hótelherbergi eru ekki þrifin, ummönun fer ekki fram, skólagæsla,“ segir Nichole.