Óttar hafnar ásökunum um að hafa framið líkamsárás Jón Þór Stefánsson skrifar 23. október 2023 15:35 Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Logos. Logos Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Logos hafnar ásökunum um að hafa framið líkamsárás á dögunum. Fjallað hefur verið um meinta árás í fjölmiðlum síðan um helgina, en hún á að hafa átt sér stað í verslun í miðbæ Reykjavíkur þann fimmta október á þessu ári. Ósannar sögur sem valdi sársauka „Vefmiðlar hafa undanfarna daga flutt fréttir af ætlaðri líkamsárás sem nafn mitt er tengt við,“ segir í tilkynningu sem Óttar sendir fjölmiðlum. „Lýsingar af atviki, sem átti sér stað fyrir rúmlega tveimur vikum síðan, eru að verulegu leyti ósannar, meiðandi og til þess fallnar að valda sársauka þeirra sem síst skyldi. Því finnst mér rétt að fram komi að ég hafna hvers kyns sökum sem á mig eru bornar.“ Óttar segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að sinni. Vísir greindi frá því í dag að lögregla hefði sinnt útkalli í versluninni umrætt kvöld. Fram kom að hæstarréttarlögmanni væri gefið að sök að ráðast á verslunareiganda. Meintur árásarmaður er Óttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hyggst meintur brotaþoli ætla að kæra líkamsárásina, en hefur ekki gert það enn sem komið er. Þá sagði í frétt Vísis í dag að Óttar liti málið öðrum augum. Hann hafi komið í verslunina til að ræða við eigandann vegna persónulegra mála og þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi eigandinn ekki tekið það í mál. Lýsingar á atvikum, samkvæmt sjónarhorni Óttars, séu á þá leið að eigandinn hafi handleikið skæri og hrækt framan í sig. Þegar hann hafi svo gripið í Óttar hafi komið til ryskinga þeirra á milli. Á endanum hafi það verið sjálfur Óttar sem hringdi á lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögmennska Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Íhugar að kæra lögmanninn Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. 23. október 2023 14:15 Óttar og Anna Rut skilja Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum. 22. október 2023 13:59 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Fjallað hefur verið um meinta árás í fjölmiðlum síðan um helgina, en hún á að hafa átt sér stað í verslun í miðbæ Reykjavíkur þann fimmta október á þessu ári. Ósannar sögur sem valdi sársauka „Vefmiðlar hafa undanfarna daga flutt fréttir af ætlaðri líkamsárás sem nafn mitt er tengt við,“ segir í tilkynningu sem Óttar sendir fjölmiðlum. „Lýsingar af atviki, sem átti sér stað fyrir rúmlega tveimur vikum síðan, eru að verulegu leyti ósannar, meiðandi og til þess fallnar að valda sársauka þeirra sem síst skyldi. Því finnst mér rétt að fram komi að ég hafna hvers kyns sökum sem á mig eru bornar.“ Óttar segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að sinni. Vísir greindi frá því í dag að lögregla hefði sinnt útkalli í versluninni umrætt kvöld. Fram kom að hæstarréttarlögmanni væri gefið að sök að ráðast á verslunareiganda. Meintur árásarmaður er Óttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hyggst meintur brotaþoli ætla að kæra líkamsárásina, en hefur ekki gert það enn sem komið er. Þá sagði í frétt Vísis í dag að Óttar liti málið öðrum augum. Hann hafi komið í verslunina til að ræða við eigandann vegna persónulegra mála og þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi eigandinn ekki tekið það í mál. Lýsingar á atvikum, samkvæmt sjónarhorni Óttars, séu á þá leið að eigandinn hafi handleikið skæri og hrækt framan í sig. Þegar hann hafi svo gripið í Óttar hafi komið til ryskinga þeirra á milli. Á endanum hafi það verið sjálfur Óttar sem hringdi á lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögmennska Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Íhugar að kæra lögmanninn Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. 23. október 2023 14:15 Óttar og Anna Rut skilja Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum. 22. október 2023 13:59 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Íhugar að kæra lögmanninn Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. 23. október 2023 14:15
Óttar og Anna Rut skilja Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum. 22. október 2023 13:59