Kvennaverkfall ekki um að „hæpa einhverja gúddí gæja“ Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2023 16:02 Sóley Tómasdóttir gefur Haraldi Þorleifssyni veitingamanni með meiru og karlkyns vinum hans engan afslátt; kvennaverkfallið er að hennar mati ekki hannað til að velmeinandi karlmenn geti nýtt tækifærið og keypt sér friðþægingarafslátt. vísir/vilhelm Svo virðist sem ákvörðun Haralds Þorleifssonar eiganda veitingahússins Önnu Jónu að fá þjóðþekkta einstaklinga til að hlaupa í skarðið fyrir kvenkyns þjóna, ætli að snúast í höndum hans. Sóley Tómasdóttir femínisti fordæmir hugmyndina. „Ég veit að það er langt í að jafnrétti verði raunverulegt á Íslandi, hvað þá í heiminum. En að vel meinandi karlar sem langar til að leggja sitt af mörkum standist ekki freistinguna um að láta kvennaverkfallið snúast um sig er beinlínis bakslag,“ skrifar Sóley á Facebooksíðu sína. Haraldur kom fram með þá hugmynd að kalla til „vanhæfa gestaþjóna“ til að þjóna á stað hans Önnu Jónu í tilefni af kvennaverkfallinu. Og voru nokkrir frægir sem mynstruðu sig á þjónalista svo sem þeir Ari Eldjárn, Sigurður Guðmundsson, Unnsteinn Manuel, Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar, Haraldur Þorleifsson, Einar Örn, Gunnar Hansson, Jón Gnarr og Högni Egilsson. Jón Ólafsson tónlistarmaður var einnig á lista en hann mynstraði sig af skipinu og bar fyrir sig því að hann ætti svo mörg börn og þyrfti að sinna þeim. Jón sleppur þó ekki undan reiði Sóleyjar. „Og enn verri er tilhugsunin um að þeim verði hampað fyrir að hætta við og vera gaurarnir sem eru svo góðir í að taka gagnrýni.“ Þannig eru þeir sem hafa verið kynntir sem „vanhæfir gestaþjónar“ í stöðu sem er vandséð hvernig hægt sé að snúa sig út úr. „Kvennaverkfall 24. október 2023 snýst ekki um karla,“ skrifar Sóley og gefur ekki þumlung eftir. „Það snýst um uppreisn kvenna gegn kerfislægu misrétti. Kvenna sem hafa hvorki áhuga á friðþægingaraflslætti í tilefni dagsins né því að baráttan þeirra snúist uppí að hæpa einhverja gúddí gæja.“ Og Sóley lýkur ádrepu sinni með eftirfarandi hætti: „Plís, elsku vinir. Látið þennan dag í friði.“ Kvennaverkfall Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Jafnréttismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
„Ég veit að það er langt í að jafnrétti verði raunverulegt á Íslandi, hvað þá í heiminum. En að vel meinandi karlar sem langar til að leggja sitt af mörkum standist ekki freistinguna um að láta kvennaverkfallið snúast um sig er beinlínis bakslag,“ skrifar Sóley á Facebooksíðu sína. Haraldur kom fram með þá hugmynd að kalla til „vanhæfa gestaþjóna“ til að þjóna á stað hans Önnu Jónu í tilefni af kvennaverkfallinu. Og voru nokkrir frægir sem mynstruðu sig á þjónalista svo sem þeir Ari Eldjárn, Sigurður Guðmundsson, Unnsteinn Manuel, Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar, Haraldur Þorleifsson, Einar Örn, Gunnar Hansson, Jón Gnarr og Högni Egilsson. Jón Ólafsson tónlistarmaður var einnig á lista en hann mynstraði sig af skipinu og bar fyrir sig því að hann ætti svo mörg börn og þyrfti að sinna þeim. Jón sleppur þó ekki undan reiði Sóleyjar. „Og enn verri er tilhugsunin um að þeim verði hampað fyrir að hætta við og vera gaurarnir sem eru svo góðir í að taka gagnrýni.“ Þannig eru þeir sem hafa verið kynntir sem „vanhæfir gestaþjónar“ í stöðu sem er vandséð hvernig hægt sé að snúa sig út úr. „Kvennaverkfall 24. október 2023 snýst ekki um karla,“ skrifar Sóley og gefur ekki þumlung eftir. „Það snýst um uppreisn kvenna gegn kerfislægu misrétti. Kvenna sem hafa hvorki áhuga á friðþægingaraflslætti í tilefni dagsins né því að baráttan þeirra snúist uppí að hæpa einhverja gúddí gæja.“ Og Sóley lýkur ádrepu sinni með eftirfarandi hætti: „Plís, elsku vinir. Látið þennan dag í friði.“
Kvennaverkfall Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Jafnréttismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira