„Er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2023 07:31 Óvíst er hvenær Gunnar Nelson snýr aftur í UFC bardagabúrið. Vísir/Getty Óljóst er á þessari stundu hvenær Gunnar Nelson stígur á ný inn í bardagabúrið á vegum UFC og segir hann nýjustu vendingar hjá sambandinu, er snúa að viðskilnaði við bandaríska lyfjaeftirlitið (USADA) ekki vera skemmtilegar fréttir. Gunnar er á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC og á hann enn nokkra bardaga eftir af núverandi samningi sínum við bardagasambandið. Nú síðast bar hann sigur úr býtum í bardaga sínum við Bryan Barberena í London í mars fyrr á þessu ári. „Eins og er hefur einbeitingin verið miklu meira á þjálfun hjá mér. Svo varð ég faðir í þriðja sinn fyrir ekki svo löngu síðan. Það er því ýmislegt annað í gangi og ég á því erfitt með að fara í undirbúning fyrir bardaga eins og er. Eftir smá tíma setjumst við niður og förum yfir stöðuna. Ég er ekki beint tilbúinn í að fara kalla þetta gott. Manni langar alltaf að taka eitthvað aðeins meira en við sjáum til. Nú er USADA að fara út úr UFC sem eru ekki beint skemmtilegar fréttir fyrir mig. Þetta kemur allt saman í ljós.“ Og vísar Gunnar þar í þær fréttir sem bárust á dögunum af væntanlegum endalokum samstarfs UFC við bandaríska lyfjaeftirlitið USADA þann 1. janúar á næsta ári. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok og hyggst UFC fara sínar eigin leiðir í framhaldinu í samstarfi við Drug Free Sports International. Á þessari stundu er alls ekki víst hvernig hinu nýja fyrirkomulagi í tengslum við lyfjaeftirlit verður háttað en Gunnar hefur sjálfur í gegnum sinn feril hrósað því hvernig USADA hefur starfað með UFC og lagt á það ríka áherslu að bardagakappar séu lyfjaprófaðir. „Þetta eru ekki skemmtilegar fréttir,“ segir Gunnar um væntanlegan viðskilnað UFC og USADA. „Ég er ekki mjög hlynntur því að menn fái bara að valsa um og gera það sem að þeir vilja. Mér finnst svolítið eins og þetta sé að fara í þá átt núna. Að þetta sé að fara í svipað horf og tíðkast hjá öðrum stórum bardagasamböndum í Ameríku. Þar er lyfjaeftirlitið lítið sem ekkert og þó þau séu þar á blaði þá held ég að það gefi augaleið að margir af þessum íþróttamönnum séu ekki alveg clean athletes.“ „Mér finnst það bara svolítið leiðinleg þróun. Ekki síst þegar að ég hugsa til þessara ungu iðkenda sem eru að koma upp í gegnum starfið hjá okkur og horfa á stóru stjörnurnar í íþróttinni. Þegar að ég hugsa um það hvernig þetta verður eftir fimm ár mögulega. Verður þetta þá bara þannig, ef þú ert ekki að taka þátt og setja í þig einhver lyf og efni, að þú verðir ekki samkeppnishæfur. Eða er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli, fleiri lyf. Mér finnst þetta pínu leiðinlegt, ef ég á að segja alveg eins og er.“ MMA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Gunnar er á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC og á hann enn nokkra bardaga eftir af núverandi samningi sínum við bardagasambandið. Nú síðast bar hann sigur úr býtum í bardaga sínum við Bryan Barberena í London í mars fyrr á þessu ári. „Eins og er hefur einbeitingin verið miklu meira á þjálfun hjá mér. Svo varð ég faðir í þriðja sinn fyrir ekki svo löngu síðan. Það er því ýmislegt annað í gangi og ég á því erfitt með að fara í undirbúning fyrir bardaga eins og er. Eftir smá tíma setjumst við niður og förum yfir stöðuna. Ég er ekki beint tilbúinn í að fara kalla þetta gott. Manni langar alltaf að taka eitthvað aðeins meira en við sjáum til. Nú er USADA að fara út úr UFC sem eru ekki beint skemmtilegar fréttir fyrir mig. Þetta kemur allt saman í ljós.“ Og vísar Gunnar þar í þær fréttir sem bárust á dögunum af væntanlegum endalokum samstarfs UFC við bandaríska lyfjaeftirlitið USADA þann 1. janúar á næsta ári. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok og hyggst UFC fara sínar eigin leiðir í framhaldinu í samstarfi við Drug Free Sports International. Á þessari stundu er alls ekki víst hvernig hinu nýja fyrirkomulagi í tengslum við lyfjaeftirlit verður háttað en Gunnar hefur sjálfur í gegnum sinn feril hrósað því hvernig USADA hefur starfað með UFC og lagt á það ríka áherslu að bardagakappar séu lyfjaprófaðir. „Þetta eru ekki skemmtilegar fréttir,“ segir Gunnar um væntanlegan viðskilnað UFC og USADA. „Ég er ekki mjög hlynntur því að menn fái bara að valsa um og gera það sem að þeir vilja. Mér finnst svolítið eins og þetta sé að fara í þá átt núna. Að þetta sé að fara í svipað horf og tíðkast hjá öðrum stórum bardagasamböndum í Ameríku. Þar er lyfjaeftirlitið lítið sem ekkert og þó þau séu þar á blaði þá held ég að það gefi augaleið að margir af þessum íþróttamönnum séu ekki alveg clean athletes.“ „Mér finnst það bara svolítið leiðinleg þróun. Ekki síst þegar að ég hugsa til þessara ungu iðkenda sem eru að koma upp í gegnum starfið hjá okkur og horfa á stóru stjörnurnar í íþróttinni. Þegar að ég hugsa um það hvernig þetta verður eftir fimm ár mögulega. Verður þetta þá bara þannig, ef þú ert ekki að taka þátt og setja í þig einhver lyf og efni, að þú verðir ekki samkeppnishæfur. Eða er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli, fleiri lyf. Mér finnst þetta pínu leiðinlegt, ef ég á að segja alveg eins og er.“
MMA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira