„Leiðinlegt að geta ekki tekið þátt í öllum deginum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2023 12:37 Þær Jóna Hlín og Dýrunn munu yfirgefa verslunina klukkan hálf tvö, halda á Arnarhól og taka þátt í samstöðufundi kvennaverkfallsins. Vísir/Sigurjón Tvær konur sem vinna í verslun 66° Norður í Bankastræti segja miður að geta ekki tekið þátt í kvennaverkfalli í allan dag, en þær fá launað frí hjá vinnuveitanda sínum í tvo tíma, til að mæta á samstöðufund kvennaverkfallsins. Þær Dýrunn og Jóna opnuðu verslunina klukkan tíu í morgun. Klukkan hálf tvö fá þær launað frí til hálf fjögur, til að vera viðstaddar samstöðufund kvennaverkfallsins á Arnarhóli sem hefst klukkan tvö og gert er ráð fyrir að standi í um klukkustund. Uppfært kl 15:12: Forstjóri 66° Norður segir í samtali við fréttastofu að málið sé byggt á misskilningi. Nánar má lesa um það hér. Fréttamaður hitti þær í versluninni, þar sem þær stóðu vaktina ásamt einni samstarfskonu til viðbótar. „Það náðist ekki að manna vaktina með karlmönnum þangað til, allavega fram að fundi,“ segir Dýrunn Elín Jósefsdóttir, starfsmaður 66° Norður í Bankastræti. Eru svona fáir karlar að vinna hérna? „Konurnar eru aðeins fleiri, þannig að þetta bitnar svolítið á okkur. Það var ekki hægt að manna þessa vakt, þannig að við þurfum að vera hér ef við viljum fá borgað,“ segir Jóna Hlín Elíasdóttir, annar starfsmaður verslunarinnar. Karlar taka við að fundi loknum Dýrunn og Jóna munu ekki snúa aftur til vinnu eftir fundinn, sem gert er ráð fyrir að standi yfir í um klukkustund. Verslunin lokar klukkan sex, en eftir klukkan hálf fjögur fá þær ekki greidd laun. Verslunin verður þó opin, og mönnuð körlum eftir fund. „Okkur finnst náttúrulega bara mjög leiðinlegt að geta ekki tekið þátt í öllum deginum en við mætum á fundinn og sýnum samstöðu þar,“ segir Dýrunn. Kósí dagur á Ævintýraborg Áhrif verkfallsins mátti glögglega sjá á leikskólanum Ævintýraborg við Eggertsgötu. Þar voru aðeins tveir karlar að vinna, og engin börn. Jóhann Þór er einn tveggja karla sem mætti til vinnu á Ævintýraborg við Eggertsgötu í dag. Að öðru leyti var leikskólinn tómur. Engar konur og engin börn.Vísir/Sigurjón „Þetta er búið að vera svolítið einmanalegt hérna á leikskólanum. En við strákarnir erum bara búnir að vera að þvo þvott og þrífa glugga og borð og svona. Þetta er búið að vera kósí dagur hjá okkur,“ segir Jóhann Þór Bergþórsson, annar tveggja karla á vakt á Ævintýraborg. Alls vinna þrír karlar á leikskólanum en um tuttugu konur, að sögn Jóhanns. „Það eru engin börn hérna og við gætum ekki tekið á móti þeim, fyrst við erum svona fáir.“ Missir af öflugum konum Á veitingastaðnum Gráa kettinum voru engar konur við störf, þegar fréttastofu bar að garði. Vaktin var þó fullmönnuð körlum. Einn þeirra var Hrafnkell Már. „Ég var kallaður út þannig að það gekk bara ágætlega,“ segir Hrafnkell. En saknið þið ekkert kvennanna? „Jú, það er fullt af öflugum konum að vinna hérna,“ sagði Hrafnkell, sem hafði aðeins stutta stund til að ræða við fréttamann, enda staðurinn stútfullur af gestum og hann hafði því nóg að gera. Hrafnkell Már við störf á Gráa kettinum. Hann hafði ekki mikinn tíma til að rabba við fréttamann í annríkinu inni á staðnum.Vísir/Sigurjón Kvennaverkfall Vinnumarkaður Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Of margar konur sem fá ekki stuðning Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. 24. október 2023 11:08 Mest lesið Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Innlent Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Innlent Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Erlent Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Erlent Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Innlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Erlent „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Veður Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Erlent Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin Innlent Fleiri fréttir Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin „Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Björn Ingi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Undrandi foreldrar og barnið sem fæddist í flugvél Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Samþykktu nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Leita vitna að árás hunds á konu Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Vill ræða við Trump í síma Spáir því að það gjósi eftir rúman mánuð Gult í kortunum Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Sjálfstæðisflokkur bætir mest við sig í nýrri könnun Býður sig fram til formanns VR Misstu stýrið og rak nálægt landi Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Lenti á Íslandi eftir fæðingu í háloftunum Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Sjá meira
Þær Dýrunn og Jóna opnuðu verslunina klukkan tíu í morgun. Klukkan hálf tvö fá þær launað frí til hálf fjögur, til að vera viðstaddar samstöðufund kvennaverkfallsins á Arnarhóli sem hefst klukkan tvö og gert er ráð fyrir að standi í um klukkustund. Uppfært kl 15:12: Forstjóri 66° Norður segir í samtali við fréttastofu að málið sé byggt á misskilningi. Nánar má lesa um það hér. Fréttamaður hitti þær í versluninni, þar sem þær stóðu vaktina ásamt einni samstarfskonu til viðbótar. „Það náðist ekki að manna vaktina með karlmönnum þangað til, allavega fram að fundi,“ segir Dýrunn Elín Jósefsdóttir, starfsmaður 66° Norður í Bankastræti. Eru svona fáir karlar að vinna hérna? „Konurnar eru aðeins fleiri, þannig að þetta bitnar svolítið á okkur. Það var ekki hægt að manna þessa vakt, þannig að við þurfum að vera hér ef við viljum fá borgað,“ segir Jóna Hlín Elíasdóttir, annar starfsmaður verslunarinnar. Karlar taka við að fundi loknum Dýrunn og Jóna munu ekki snúa aftur til vinnu eftir fundinn, sem gert er ráð fyrir að standi yfir í um klukkustund. Verslunin lokar klukkan sex, en eftir klukkan hálf fjögur fá þær ekki greidd laun. Verslunin verður þó opin, og mönnuð körlum eftir fund. „Okkur finnst náttúrulega bara mjög leiðinlegt að geta ekki tekið þátt í öllum deginum en við mætum á fundinn og sýnum samstöðu þar,“ segir Dýrunn. Kósí dagur á Ævintýraborg Áhrif verkfallsins mátti glögglega sjá á leikskólanum Ævintýraborg við Eggertsgötu. Þar voru aðeins tveir karlar að vinna, og engin börn. Jóhann Þór er einn tveggja karla sem mætti til vinnu á Ævintýraborg við Eggertsgötu í dag. Að öðru leyti var leikskólinn tómur. Engar konur og engin börn.Vísir/Sigurjón „Þetta er búið að vera svolítið einmanalegt hérna á leikskólanum. En við strákarnir erum bara búnir að vera að þvo þvott og þrífa glugga og borð og svona. Þetta er búið að vera kósí dagur hjá okkur,“ segir Jóhann Þór Bergþórsson, annar tveggja karla á vakt á Ævintýraborg. Alls vinna þrír karlar á leikskólanum en um tuttugu konur, að sögn Jóhanns. „Það eru engin börn hérna og við gætum ekki tekið á móti þeim, fyrst við erum svona fáir.“ Missir af öflugum konum Á veitingastaðnum Gráa kettinum voru engar konur við störf, þegar fréttastofu bar að garði. Vaktin var þó fullmönnuð körlum. Einn þeirra var Hrafnkell Már. „Ég var kallaður út þannig að það gekk bara ágætlega,“ segir Hrafnkell. En saknið þið ekkert kvennanna? „Jú, það er fullt af öflugum konum að vinna hérna,“ sagði Hrafnkell, sem hafði aðeins stutta stund til að ræða við fréttamann, enda staðurinn stútfullur af gestum og hann hafði því nóg að gera. Hrafnkell Már við störf á Gráa kettinum. Hann hafði ekki mikinn tíma til að rabba við fréttamann í annríkinu inni á staðnum.Vísir/Sigurjón
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Of margar konur sem fá ekki stuðning Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. 24. október 2023 11:08 Mest lesið Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Innlent Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Innlent Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Erlent Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Erlent Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Innlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Erlent „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Veður Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Erlent Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin Innlent Fleiri fréttir Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin „Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Björn Ingi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Undrandi foreldrar og barnið sem fæddist í flugvél Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Samþykktu nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Leita vitna að árás hunds á konu Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Vill ræða við Trump í síma Spáir því að það gjósi eftir rúman mánuð Gult í kortunum Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Sjálfstæðisflokkur bætir mest við sig í nýrri könnun Býður sig fram til formanns VR Misstu stýrið og rak nálægt landi Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Lenti á Íslandi eftir fæðingu í háloftunum Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Sjá meira
Of margar konur sem fá ekki stuðning Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. 24. október 2023 11:08