Segir ekkert eldgos að byrja en hrinan haldi áfram Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 25. október 2023 22:21 Íbúar á Reykjanesi hafa fundið fyrir skjálftunum. Vísir/Vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir að skjálftahrinan á Reykjanesi muni að öllum líkindum halda áfram. Hann segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé við það að hefjast. Hann segir ekkert nýtt að frétta í Bárðarbungu, þrátt fyrir stóran skjálfta sem mældist þar í gær. „Ja, það er ekkert á mælanetinu sem bendir til þess að það sé að byrja eldgos,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu. Rætt var við Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en eins og fram hefur komið hefur verið lýst yfir óvissustigi almannavarna á Reykjanesskaga vegna jarðskjálftahrinu. Síðast mældist skjálfti 3,6 að stærð við Grindavík í kvöld. „Raunar sýna aflögunargögn að það er ólíklegt að þarna sé um kviku að ræða. Það er engin aflögun tengd þessu og þá er mjög erfitt að álykta að þetta sé kvikutengt.“ Þið getið ekkert sagt til um á hversu miklu dýpi kvikan er? „Við sjáum engin merki um kvikuhreyfingar í tengslum við þessa hrinu. Þannig að þetta er líklega triggeruð virkni vegna landrissins sem er undir Fagradalsfjalli,“ segir Benedikt. „Þar er kvika, líklega á 13-17 kílómetra dýpi að safnast fyrir og valda þenslu, víðáttumikilli þenslu sem sést um mest allt Reykjanesið og þetta veldur spennubreytingum, um allt Reykjanesið og það er líklega það sem er að triggera þessa virkni sem er núna. Mjög líklegt ef þetta heldur áfram að þá verði meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu.“ Áttu von á stærri skjálftum? „Við getum ekkert sagt um það hvort það verði stærri skjálftar, það er ekkert hægt að spá fyrir um það en áframhaldandi landris þarna við Fagradalsfjall er líklega að fara að valda meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu.“ Lengi skjálftar í Bárðarbungu Um skjálfta í Bárðarbungu, þar sem mældist skjálfti af stærðinni 4,9 í gærkvöldi, segir Benedikt að ekkert nýtt sé að frétta þaðan. Slík virkni hafi verið undanfarin ár. „Það hafa verið af og til stórir skjálftar síðan að Holuhraunsgosinu lauk. Þetta tengist kvikusöfnun undir Bárðarbungu en hún hefur verið í gangi síðan áður en gosi lauk. Þetta er framhald af því. Við getum í rauninni ekkert sagt um meir en það. Á sjöunda áratugnum voru til dæmis oft stórir skjálftar í Bárðarbungu og það liðu áratugir þar til að gaus. Þannig að þetta segir okkur ekkert mikið um einhvern aðdraganda alveg strax en bara hluti af þessu ferli.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Ja, það er ekkert á mælanetinu sem bendir til þess að það sé að byrja eldgos,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu. Rætt var við Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en eins og fram hefur komið hefur verið lýst yfir óvissustigi almannavarna á Reykjanesskaga vegna jarðskjálftahrinu. Síðast mældist skjálfti 3,6 að stærð við Grindavík í kvöld. „Raunar sýna aflögunargögn að það er ólíklegt að þarna sé um kviku að ræða. Það er engin aflögun tengd þessu og þá er mjög erfitt að álykta að þetta sé kvikutengt.“ Þið getið ekkert sagt til um á hversu miklu dýpi kvikan er? „Við sjáum engin merki um kvikuhreyfingar í tengslum við þessa hrinu. Þannig að þetta er líklega triggeruð virkni vegna landrissins sem er undir Fagradalsfjalli,“ segir Benedikt. „Þar er kvika, líklega á 13-17 kílómetra dýpi að safnast fyrir og valda þenslu, víðáttumikilli þenslu sem sést um mest allt Reykjanesið og þetta veldur spennubreytingum, um allt Reykjanesið og það er líklega það sem er að triggera þessa virkni sem er núna. Mjög líklegt ef þetta heldur áfram að þá verði meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu.“ Áttu von á stærri skjálftum? „Við getum ekkert sagt um það hvort það verði stærri skjálftar, það er ekkert hægt að spá fyrir um það en áframhaldandi landris þarna við Fagradalsfjall er líklega að fara að valda meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu.“ Lengi skjálftar í Bárðarbungu Um skjálfta í Bárðarbungu, þar sem mældist skjálfti af stærðinni 4,9 í gærkvöldi, segir Benedikt að ekkert nýtt sé að frétta þaðan. Slík virkni hafi verið undanfarin ár. „Það hafa verið af og til stórir skjálftar síðan að Holuhraunsgosinu lauk. Þetta tengist kvikusöfnun undir Bárðarbungu en hún hefur verið í gangi síðan áður en gosi lauk. Þetta er framhald af því. Við getum í rauninni ekkert sagt um meir en það. Á sjöunda áratugnum voru til dæmis oft stórir skjálftar í Bárðarbungu og það liðu áratugir þar til að gaus. Þannig að þetta segir okkur ekkert mikið um einhvern aðdraganda alveg strax en bara hluti af þessu ferli.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26