„Ég auðvitað bara skít á bitann. Það er ekkert sem afsakar svona hegðun,“ segir Arnar í samtali við Vísi en umrædd ummæli lét hann falla er hann fundaði með leikmönnum sínum í leikhléi í þriðja leikhluta.
„Þetta er eitthvað sem maður á ekki að segja. Á ekki að gera. Ég skammast mín fyrir þetta. Það er ógeðslega lélegt af mér að segja þetta í hita leiksins. Þetta er mér ekki til framdráttar. Þetta er bara djöfulli lélegt af mér.
Ég er að eðlisfari frekar ónærgætinn í málfari. Það er leiðinlegt og mér finnst mjög leiðinlegt að hafa sært einhvern. Þannig er staðan. Mér líður illa yfir því að hafa gert þetta. Líður ömurlega yfir því að hafa valdið öðrum vanlíðan.“
Aðspurður hvort hann hafi sett sig í samband við Njarðvíkinga vegna málsins svarar Arnar því játandi.
„Ég talaði við Rúnar Inga, þjálfara Njarðvíkur í gærkvöldi og þetta er allt í ferli.“